Við hverja viljum við eiga viðskipti?

Þ.e. einföld staðreynd, að svokallaðir fjárfestar eru menn og konur af margvíslegum uppruna. Þar innan, má finna margar tegundir aðila, af mjög mismunandi bakgrunni.

Spurningin í þessu samhengi, er - við hverja viljum við eiga viðskipti?

Áhugavert er að Seðlabankinn virðist líta svo á, að gengi krónu á gjaldeyrismarkaði ráðist fyrst og fremst af vöxtum. Hann telur sig, með því að hafa vexti hérlendis mun hæri en í nágrannalöndum, vera að slá 2. flugur í einu höggi:

  • Sýna nauðsynlegt aðhald, á meðan verðbólgustig sé hér hærra en gengur og gerist, og hefur Seðló bent á, að raunvextir - þ.e. vextir mínus verðbólga, séu ekki sérlega háir hérlendis.
  • Vera að hífa upp gengi krónunnar, og þannig með því, að vera lágmarka gengistjón landsmanna.

-------------------------------------

Nauðsynlegt aðhald:
Nú verða menn, að skoða orsakir verðbólgu hér.

  • Hún, er ekki orsökuð af innri spennu í hagkerfinu, þ.e. þenslu. Svo, þetta er ekki þensluverðbólga. En, vextir virka mjög vel á slíka verðbólgu þ.s. þeir draga fé út úr hagkerfinu, þ.e. fé þ.s. aðlar hafa til umráða til allra hluta minnkar og það slær á eftirspurn, og dregur þannig úr eftirspurnarþenslu, einmitt því sem framkallar eftirspurnar bólgu.
  • Orsakir bólgunnar, koma allar að utan. En, þ.s. Ísland er dverghagkerfi þá hefur það einkenni annarra slíkra hagkerfa, þ.e. útflutningur er tiltölulega einhæfur og flestar neysluvörur og aðföng, er innflutt. Slík hagkerfi eru því mjög viðkvæm fyrir gengissveiflum, en í samhengi slíkra hagkerfa, þ.s. flest er innflutt, þá framkallar gengisfall eigin gjaldmiðils verðhækkanaskriðu þegar allur þessi innflutningur hækkar í verði í gjaldmiðli viðkomandi dvergríkis. Þetta er orskök verðbólgunnar hérlendis, þ.e. verðfall krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, framkallar hækkanir á öllu því sem er innflutt. Þ.s. flest fyrirtæki nota mikið af innfluttum varningi í sinni starfsemi, og þ.s. hátt hlutfall neysuvara er einnig innflutt; þá framkallar gengisfall krónunnar stöðugar hækkanir um allt hagkerfið, þ.e. sem mælist sem verðbólga.
  1. Þú berst ekki gegn slíkri verðbólgu, með því að minnka eftirspurn í hagkerfinu, en þ.e. akkúrat þ.s. vextir gera.
  2. Minnkuð eftirspurn í hagkerfinu, hefur alls engin áhrif, á verðbólgu af þessu tagi.
  3. Eina leiðin, til að vextir geti haft áhrif, á verðbólgu af þessari tegund, er og aðeins ef, að vextirnir séu raunverulega að hafa áhrif til hækkunar gengis krónunnar.
  4. En, einungis stöðvun gengishraps krónunnar eða hækkun gengis hennar, getur lækkað eða stöðvað þessa tegund bólgu.
  5. Þá verða menn að meta líkur þess, að vaxtastefnan hafi akkúrat þau áhrif. Síðan, þarf að vega þau áhrif á móti öðrum áhrifum, sem vextir hafa nefnilega þeim áhrifum að auka samdrátt í hagkerfinu. Með öðrum orðum, vega og meta, hvor áhrifin eru þyngri á vogarskálunum.

--------------------------------------

Að hífa upp gengi krónunnar:

Hugmynd Seðló, virðist byggja á því, að með því að bjóða hagstæða vexti, þá aukist eftirspurn eftir krónum hjá fjárfestum. Nú skal hafa í huga, spurninguna að ofan, þ.e. hverja viljum við eiga viðskipti við?

Til að skilja þetta betur, er rétt að koma með líkinguna fyrirtækið Ísland, en í því samhengi er gjaldmiðillinn hlutafé þess fyrirtækis. Vextir eru þá sambærilegir við greiddan arð.

Nú þarf að íhuga, hverjir það eru, þ.e. hverslags fjárfestar, sem leggja höfuðáherslu á greiddan arð eða greidda vexti, þegar þeir velja fjárfestingakosti.

Ég vil halda því fram, að slíkir aðilar séu líklegir til að vera, skammtímafjárfestar. Slíkir aðilar, staldra eiinungis við eins lengi og greiddur arður eða vextir eru hærri hér, en einhvers staðar annars staðar. Hættan er sú, að í þeirri viðleitni til að halda slíku fé inni í landinu þá læsi menn sig í, hávaxtapólitík sem erfitt sé að losna úr.

Langtímafjárfestar, hugsa allt öðru vísi. Þegar um fyrirtæki er að ræða, þá skoða þeir og meta, stöðu rekstrarins, þ.e. hvort líklegt sé að hann skili arði til lengri tíma litið eða ekki. Síðan ætla þeir sér oft að eiga hlutina, árum jafnvel áratugum saman. Þá, er um að ræða sparnað frekar en hitt.

Spurningin er, hvora tegundina af fjárfestum viljum við? Hafa ber í huga, að langtímafjárfestar eru yfirleitt ekki aðilar sem taka mjög mikla áhælttu. Svo leiðin til að ná til þeirra, er að endurreisa reksturinn, koma honum á arðbæran langtímagrundvöll, þ.e. trúverðug framtíðar stefnumörkun.

Þegar við hugsum þetta í samhenginu Ísland, þá fer það akkúrat saman við hag fyrirtækja hérlendis og íbúa landsins, þ.e. stefnan að sækjast eftir langtímafjárfestum. 

Þá þarf að huga að því, að móta stefnu sem líklegust sé að koma Íslandi á þokkalegan rekstrargrundvöll, með sem skemmstum tíma.

Ég er ekki þeirrar skoðunar, að sú stefna sem ríkisstjórnin og AGS hefur mótað, ásamt hávaxtastefnu Seðlabankans, sé líkleg til að stuðla að slíkri uppbyggingu.

Að mínu mati, er einmitt skorturinn á trúverðugleika núverandi stefnu, sem sé stór hluti þeirrar ástæðu, að okkar gjaldmiðill heldur stöðugt áfram að falla. Ég held einnig, að vextirnir spili þar rullu, þ.e. með því að þeir bæla hagkerfið, þá séu þeir einnig orsakaþáttur í gengishruni.

Mér sýnist, að gengisþróun umliðins árs, hafi ekki bent til þess, að stefnan að höfða til áhættufjárfesta sé að virka eða hafi verið að gera það. Mér sýnist, að jafnvel áhættufjárfestar séu ekki til í að, festa fé sitt hér, þ.e. nánar tiltekið í ísl. skuldabréfum útgefnum í ísl. krónum.

Þvert á móti, sé sennilega akkúrat það þveröfuga líklegra til árangurs, að vinda yfir í stefnu sem auki atvinnulífinu þrótt; þ.e. lækka vexti, lækkun vaxta sé líklegra til að stuðla að hækkun krónunnar eins og nú er ástatt, einmitt vegna þess hve alvarleg áhrif hávaxtastefnan hefur á mjög skuldum vafið atvinnulíf.

Tökum upp stefnu sem er líklegri til árangur, þ.e. lækkum vexti, ég vona að Ólafur Ragnar felli Icesave, síðan þurfum við að óska eftir nauðasamningum við kröfuhafa Íslands, óska eftir afslætti af skuldum, - látum þá vita, gefum frest um, að annars fari Ísland í greiðsluþrot.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 805
  • Frá upphafi: 846633

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 741
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband