Ísland vs. Grikkland!

Ólíkt hafast nú löndin 2 að. Fyrir rúmu ári, sagði forsætisráðherra Grikklands e-h á þá leið, að Grikkland væri ekki Ísland - þegar hann blés á þá umræðu, að Grikkland væri í hrunhættu.

Nú, stendur Grikkland frammi fyrir greiðsluþroti, þann 19. maí næstkomandi, og fyrsti msí er nú á laugardaginn.

 

Sjá frétt BBCGreek bonds rated 'junk' by Standard & Poor's

"Greece needs to raise 9bn euros by 19 May, but has said it cannot go to the markets because of "prohibitive" interest rates."

 

  1. Lánshæfismat Grikkland, var í gær, af Standard & Poor's, lækkað í rusl-flokk.
  2. Lánshæfismat Portúgal, var einnig lækkað. En, er þó enn sem komið er, hærra en lánshæfismat Íslands.
  3. Fyrir skömmu síðan, var mat Standard & Poor's fyrir Ísland, endurmetið - er enn í lægsta flokki fyrir ofan rusl, en horfur metnar stöðugar - þ.s. hætta á greiðsluþroti hafi fjarlægst, vegna þess, að nýtt lánsfé frá AGS hafi nú borist, og öruggt talið að fjármagn í gjaldeyrisvarasjóði endist út 2011 a.m.k.
  4. Í dag, var síðan, lánshæfismat Spánar, einnig lækkað.

Skuldatrygginga-á�lag

Myndin sýnir þróun skuldatrygginga álags, fyrir tiltekin Evrópulönd.

Tekin úr frétt BBC

Eins og sést, er mat markaðarins á líkum þess, að tiltekin lönd, fari í greiðsluþrot, að hækka þessa dagana.

Hættan, virðist mjög raunveruleg á því, að Portúgal lendi í svipuðum dauða-spíral og Grikkland er nú í.

Spánn, er klárlega einnig í einhverri hættu. En, líklegt má telja - að ef svipuð þróun mun fara af stað, fyrir Portúgal og fyrir Grikkland; þá fari markaðurinn einnig að ókyrrast gagnvart Spáni.

Evrópusambandið, getur klárlega bjargað Grikklandi og Portúgal, en Spánn - sem er miklu stærra hagkerfi en hin 2. samanlagt - er það stór biti. Að, ef Spánn stendur frammi fyrir hruni, með svipuðum hætti. Þá, skortir lönd Evrópu fjármagnslegt bolmagn, til að koma til bjargar.

Núverandi krísa, er því virkilegt alvöru mál.

 

Ísland er þrátt fyrir allt, í mun skárri stöðu:
  • Gengisfall krónunnar, sem skaðaði marga er skulda í erlendri minnt, á móti hefur mjög bætt samkeppnisstöðu útflutnings frá Íslandi. Þannig, að einmitt þetta lággengi, er ein af forsendum, endur-upprisu ísl. hagkerfisins. En, sú endur-upprisa, þarf að byggjast á útflutningi.
  • Á sama tíma, býr Grikkland við mynt, þ.e. Evru, sem er of hátt skráð fyrir gríska hagkerfið. En, ef þeir væru en með Drögmuna, þá hefði hún eins og krónan fallið stórt; og þar með, bætt samkeppnisstöðu grískra útflutnings atvinuvega - og, þar með, bætt möguleika Grikklands til tekjuöflunar til framtíðar. En, þess í stað, að stuðla að atvinnu-uppbyggingu, þarlendis. Þá, stuðlar hágengi Evru nú, að því að möguleikar grikkja til framtíðar hagvaxtar fara dvínandi, og þar með einnig, möguleikar þeirra til að standa undir skuldum. Þetta er í reynd, hluti af ástæðu þess, að Grikkland er nú að fara í þrot. En, of hátt gengi ríkjandi gjaldmiðils, fyrir svæðið Grikkland, veldur því að samdráttur hagkerfis Grikkland er að verða mun meiri, en annars hefði orðið. Það veldur einnig, mjög hratt vaxandi atvinnuleysis vanda.
  • En, gengisfall krónunnar, er einmitt ein af meginskýringum þess, að atvinnuleysi hér, hefur haldist innan við 10%. Að, samdráttur hagkerfisins, hefur orðið ívið minni, en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Þetta, síðan stuðlar að bættum möguleikum ísl. hagkerfisins, til að rétta við sér, með hraði.

-----------------------------------

  1.  Á Íslandi er þó miklu hærra vaxtastig en í Grikklandi. Það vaxtastig, er algerlega óþarft. Gegnir alls engu gagnlegu hlutverki. Vaxtastigið, er alvarleg bremsa á ísl. hagkerfið. Þetta er blóðugt, því vexti er hægt að lækka, með einu pennastriki. Í ljósi þess, að enginn verðbólguþrýstingur er til staðar í okkar hagkerfi, en þá á ég við þenslu; þá tel ég óhætt fullkomlega, að lækka vaxtastig hér mjög verulega. En, ekki verður séð, að nokkrar líku séu á, að þá verði til einhvers konar ofþensla. En, vandamálið í dag er samdráttur.
  2. Verðbólga hér, stafar einungis af breytingum á gengisskráningu. Tal, um verðbólguvæntingar er þvættingur, þ.s. væntingar um verðbólgu er hugtak sem ekki á við, þegar í hlut á verðbólga sem orsökuð ef, af gengisbreytingu. En, það hugtak á hinn bóginn við, þegar til staðar er þenslu-spenna. En, þenslu-spenna, skapar einmitt væntingar um verðbólgu, svipað því og að hraður vöxtur í sölu afurða hjá fyrirtæki skapar væntingar um hækkun gengis hlutafjár þess.
  3. Vextir geta einungis stuðlað að lækkun þeirrar tegundar verðbólgu sem nú ríkir, með því að stuðla að gengisstöðugleika. En, í ástandi samdráttar, getur verðbólga ekki þrifist ef gengið er stöðugt. En, mjög ólíklegt er að núverandi vaxtastig, hafi þau áhrif. A)En, vextirnir magna samdrátt hagkerfisins. B)Aukinn hraði samdráttar lækkar vermætamyndun innan hagkerfisins, og minnkar heildarverðmæti þess. C)Minnkun heildarverðmætis hagkerfis, að öllu jöfnu, ætti að leiða til lækkun gengis gjaldmiðils þess. En, þá á svipað við, og ef samdráttur er hjá fyrirtæki, þá leiðir það til minnkunar verðmæta mats fjárfesta á því fyrirtæki, ergo - lækkun verðs hlutabréfa þess. Þetta virkar með sambærilegum hætti.
  4. Hátt vaxtastig er mjög bagalegt einmitt vegna þess, hve fyrirtæki landsins eru skuldug og einnig heimili þess. En, vextir eru því alvarlegri bremsa, eftir því sem alvarlegur skuldavandi er útbreiddari innan samfélags. En, á Íslandi ríkis sennilega versta skuldakreppa almennings og atvinnulífs, í hinum vestræna heimi.

3. áfangaskýrsla AGS

End-January 2010 data shows the level of non-performing loans at 50 percent for the corporate sector, and 41 percent for small and medium sized enterprises (bls. 4)"  - "(about 30 percent of retail loans under ISK 100 million at the banks are in default while about 15 percent of loans at the Housing Finance Fund (HFF) are in default or under payment suspension)"  - bls. 4.

  • Heimilin skulda bönkunum, 114% af landsframleiðslu.
  • Fyrirtækin, á sama tíma, skulda þeim 110% af landsframleiðslu.

------------------------------

Skuldavandi atvinnulífsins og almennings, er einmitt alvarlegasta hagkerfisvandamál Íslands.

  • Það þarf að takast á við þann vanda, ef mögulegt á að vera fyrir hagkerfið ísl. að vaxa.
  • En, sjálfsprottinn hagvöxtur, mun sennilega fara af stað, nánast um leið - og þessi vandi hefur verið mildaður.
  • Lækkun vaxta, er einmitt sú aðgerð, sem mestu mun skila. Og, hún skilar svo miklu, akkúrat vegna þess, hve alvarlegur skuldavandi er útbreiddur.

Stór vaxtalækkun:

  1. Þíðir að skuldug heimili, eiga meira af peningum eftir, um hver mánaðarmót - akkúrat vegna þess, að vaxtalækkun lækkar kostnaðinn af skuldunum sem hver fjölskylda þarf að bera sérhvern mánuð.  Eftir því sem skuldirnar eru hærri, því stærri verður munurinn. Ég fullyrði, engin önnur leið, myndi færa heimilunum, stærri kjarabót.
  2. Sama á við um fyrirtækin, þ.e. skuldug fyrirtæki hafa meiri peninga eftir með alveg sama hætti. Kjarabótin er því stærri, sem skuldirnar eru hærri.
  3. Þetta þíðir, að færri skuldug heimili/fyrirtæki fara í þrot. Skuldug heimili/fyrirtæki, geta fjárfest meira. Skuldug heimili/fyrirtæki, standa undir fleiri störfum í samfélaginu.
  4. Að lokum, ef vextir eru lækkaðir, þá munu bankar loks geta þjónað atvinnulífinu. En, í dag með grunnvexti í 9% - þá eru bankalán sennilega of dýr. En, sú ástæða, er líklegasta skýring þess, að lítið er lánað út á þessu ári. 

Skv. AGS skúrslunni, eru inneignir almennings í bönkunum í kr., 1.480 ma.kr. - 91% VLF

Þetta fé liggur í bönkunum, atvinnulífinu til lítils gagns, vegna þess að of háir vextir valda því, að atvinnuífið og almenningur, hefur ekki efni á að taka lán til nýframkvæmda eða nýfjárfestinga.

Stór vaxtalækkun, hefur því mjög margvísleg jákvæð áhrif. 

 

Í ljósi þess, hve hátt vaxtastig hefur mörg alvarleg neikvæð áhif, verður vart séð að vextirnir geti verið að skila nokkrum jákvæðum áhrifum á móti, sem komist nokkru nærri því að vega upp á móti.

  • Vaxtavandinn, er okkar heimatilbúni vandi.
  • Við eigum þegar í stað, að skera á þann vanda, og lækka vextina mikið. 
  • Sú aðgerð ein og sér, getur farið langleiðina til þess, að framkalla hagvöxt.

---------------------En fleira má gera, til að hjálpa.

  • Skattalækkun, sérstaklega til þeirra sem vilja hefja nýjan útflutning, ætti einnig að hjálpa til. A) Þá á ég við, að aðilar sem vilji stofna til nýs útflutnings rekstar, eigi að fá skatta-afslátt um t.d. 5 ár, t.d. 50% afslátt. B) Sama eigi að gilda um eldir fyrirtæki, sem vilji umbreyta forsendum eldri rekstrar með þeim hætti, að skili útflutnings tekjum þaðan í frá.
  • Með því að beita skattkerfinu, til að hvetja til útflutnings, þá um leið er hvatt til hagvaxtar.
  • Síðan, má íhuga aukningu veiða um tíma, t.d. +40 þúsund tonn af þorski og +60 þúsund tonn, dreift á aðrar tegundir. Þetta, ætti ekki að vera of áhættusamt.

 

Samanlagt:

  1. Lággengi krónu.
  2. Mjög lækkaðir vextir.
  3. Útflutnings hvetjandi skattakerfi.

Hlítur að skila endurkomu hagvaxtar.

En, möguleikar okkar til hagvaxtar, eru einmitt mun betri, en möguleikar S-Evrópu til hagvaxtar, - - en, aðeins ef skipt er um stjórnarstefnu.

  • Ef núverandi hávaxtastefnu + háskattastefnu, er áfram framhaldið, þá er alveg mögulegt, að framkalla hér, viðvarandi ástand efnahags samdráttar.
  • En, þ.e. einmitt útlitið, ef ekki er snarsnúið af leið.
 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rosalega er ég sammála þér í þessu Einar.

Það þarf að örva kerfið til að stunda útflutning (þ.e. gjaldeyrisskapandi starfssemi) þetta væri t.d. hægt að gera í gegnum skattkerfið. Ef hægt er að koma kerfinu af staða aftur í gegnum framleiðslu sem yrði seld fyrir USD, Evru, pund o.s.fv. þá væri gífurlegur sigur unninn. Mér finnst t.d. vanta netsíðu þar sem þessi mál og hugmyndir að gjaldeyrisskapandi verkefnum væri komið á framfæri. Það gerist ekki neitt nema hugmyndir komist í verk og það eru ekki endilega sömu aðilarnir sem fá góðar hugmyndir og eru svo í aðstöðu sjálfir til að framkvæma það.

Það er bara ekki önnur leið út úr vandanum. Svo einfalt er það.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 21:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Var að kíkja við og vill þakka þér fyrir stórgóðan pistil, fróðleiksbrunnur fyrir okkur hin.

Hann er kominn í Fróðlega möppu á tölvu minni.

Takk kærlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2010 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 846658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband