Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósigrinum - á fjáröflunarfundi réðst hann í ræðu að Mitch McConnell, sem enn er leiðtogi Repúblikana í efri deild Bandaríkjaþings!

Málið með Mitch McConnell, hann var aldrei Trumpari -- Trump er í reynd að ráðast að honum fyrir það, að aldrei hafa verið stuðningsmaður Trumps sérstaklega, m.ö.o. fyrir að aldrei hafa verið Trumpari.
Skv. því ég man eftir, tók McConnel aldrei formlega afstöðu með Trump, í kjölfar kosninganna!
Aftur á móti, ítrekað sagði McConnel að Trump hefði fullan rétt til að kæra kosninganiðurstöðuna.
--Sem Trump sannarlega gerði í 62 dómsmálum, tapaði 61 - eitt endaði í dómssátt.
Það er fyrir utan 2-skipti er Hæsta-réttur Bandaríkjanna vísaði frá máli!

Donald Trump: If that were Schumer instead of this dumb son of a bitch Mitch McConnell they would never allow it to happen. They would have fought it,

Hann virðist íja að því, að Schumer hefði líklega staðið betur með honum, en McConnel -- ef hlutverkum hefði verið umsnúið.

Stóri glæpurinn skv. ræðunni, virtis skv. Trump vera sá -- McConnel hafi ekki gert sitt til að hindra embættistöku Joe Biden.

Hann beindi sjónum einnig að Mike Pence, sem hann einnig taldi hafa svikið sig -- m.ö.o. ekki gert þ.s. honum hafði verið uppálagt.

Trump Calls McConnell a ‘Dumb Son of a Bitch’ and ‘Stone Cold Loser’ at Donor Event

'Dumb son of a bitch': Trump rips McConnell at Mar-a-Lago

Aftur á móti virðist það orðinn að -trúisma/truthiness- meðal meirihluta Repúblikana kjósenda, og samtímis þeirra er vilja vera áfram í pólitík!
Að kosningunni hafi verið stolið!
--Þó svo að allar tilraunir til að kæra málið fyrir rétti, hafi ekki skilað árangri.
--Samtímis, hafi meira að segja Dómsmálaráðherra Trumps - og hans ráðuneyti, tekið þá afstöðu í formlegum yfirlýsingum ca. mánuði eftir kosningar, að ráðuneytið hefði ekki fundið sannanir fyrir umfangsmiklu kosningasvindli er hefði getað haft áhrif á kosninga-niðurstöðu.

  • Vandamálið við -trúisma- eða -truthiness- að það snýst ekki um lógík.
    Einungis um spurninguna að trúa.
  • Bendi á, að fjölda tilvika sáu dómarar er Trump sjálfur hafði skipað um mál.
    Skipti það engu máli.
  • Bendi auki á að -- Trump skipaði a.m.k. 2 dómara í Hæsta-rétt, var kominn íhaldssamur meirihluti þar -- samt vísaði rétturinn báðum tilraunum Trumps frá, og að auki máli framsettu af aðilum í Texas-ríki.

M.ö.o. þ.e. ekki hægt að segja að -- það hafi verið -partisan- afstaða gegn Trump í þessu.
Þ.s. greinilegt var, að í mörgum tilvikum - stóðu skipaðir Repúblikanar ekki með honum!

En Trump hefur alltaf gert kröfu um -- skilyrðislausa fylgisspekt.

 

Trump hefur síðan hann tapaði -- uppnefnt Repúblikana er ekki stóðu með honum RINO (Republicans in Name Only)!
Sem sagt, að ef menn standa ekki og sitja nákvæmlega eins og Trump vill, séu menn falskir Repúblikanar!

Það sem ér er að gera í þessu, er að útskýra af hverju Trump í ræðu, kallaði McConnel -- Son of a bitch.
--Hann getur ekki fyrirgefið, skort á fylgis-spekt.

Nokkru fyrir embættisútnefningu Joe Biden -- lýsti McConnel því yfir, Biden væri réttkjörinn. Og að auki, mælti með því við Repúblikana, að þeir hættu að berjast gegn yfirvofandi embættisútnefningu Joes Biden. Í kjölfar mótmæla er leiddu til þess að múgur stuðningsmanna Trumps réðst inn í þinghúsið í á Capitol Hill Washington, þá brást McConnel þannig við með því að gagnrýna Trump og lísa yfir ábyrgð Trumps.
--Þessi atriði mun væntanlega Trump aldrei fyrirgefa. 

Skv. Trump -speek- þíðir þetta að Mitch McConnel hafi svikið Trump.
Þó McConnel hafi aldrei lýst yfir formlegri fylgis-spekt!
--McConnel hefur alltaf staðið með McConnel, tja eins og Trump stendur með Trump.
Báðir tveir eru m.ö.o. stór ego þó Trump væntanlega taki McConnel fram í að líta stórt á sig.

 

Niðurstaða

Eiginlega verður að segjast að þrátt fyrir væntingar um Trump - þá virðist hann mér eiginlega hafa gert miklu mun minna en margir væntu, m.ö.o. sem dæmi virðast flestar stuðnings-yfirlýsingar frá Trump til '22 framboða vera til - þekktra Repúblikana.
M.ö.o. ekki að sjá stað að Trump sé að gera tilraun til að skipta út þeim sem ekki eru augljóslega harðkjarna Trumparar, fyrir þá sem lengi hafa verið í pólitík.
M.ö.o. að ekki virðist mikið fara fyrir hinni meintu -- Trump byltingu.

Eiginlega virðist mér sífellt fleira benda til þess, að þ.s. sumir aðrir spáðu sé farið að gerast, að Trump hreyfingin hægt og rólega lognist út af - m.ö.o. fjari út.
Sannarlega virðast flestir talsmenn innan flokksins gæta þess að styggja ekki Trump og Trump-sinna.
En menn geta treyst því að langsamlega flestir þeirra, gleyma Trump fljótt og öllum hugsanlegum loforðum gagnvart honum -- um leið og þeir óttast hann ekki lengur.

--Þess vegna er svo áhugavert, að Trump virðist ekki sjálfur nenna að keyra þá -byltingu.-
Ég hugsa að Trump muni líklega ekki hafa nokkur langtíma áhrif á flokkinn.
En meðan hann vofir enn yfir honum, ca. áratug í mesta lagi, haldi flokkurinn hugsanlega áfram í ræðum að tala um þau atriði Trump og Trump-arar halda á lofti.
--En mér virðist fátt benda til þess, að það rysti dýpra en - umtal.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. apríl 2021

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 810
  • Frá upphafi: 846638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband