Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19! Færður síðan á bráðadeild á mánudag, ástand forsætisráðherra Bretlands alvarlegt bersýnilega!

Þegar ég var að lesa athugasemdir við grein Financial Times um málið, þá virtust margir telja sennilegt að Johnson væri alvarlega veikur. Eiginlega vegna þess hversu brátt að innlögn hans virðist hafa borið.
Undanfarna daga hefur Boris Johnson stjórnað landinu heiman að frá sér vegna veikinda.
Bent er á, að Johnson sé klárlega tregur til að láta leggja sig inn, því hljóti ástand hans hafa verið slæmt fyrst hann samþykkti að fara á sjúkrahús.
--Auðvitað eru þetta vangaveltur, en kannski sennilegar sem slíkar.
-----------
Á sunnudag bárust fregnir af því Boris Johnson hafi verið færður á sjúkrahús.
Á mánudag komu þær fregnir að sóttin hafi versnað, og Boris Johnson hafi verið færður á gjörgæslu.

Boris Johnson - Wikipedia

Boris Johnson taken to hospital over coronavirus symptoms

  1. On the advice of his doctor, the prime minister has tonight been admitted to hospital for tests,
  2. This is a precautionary step, as the prime minister continues to have persistent symptoms of coronavirus 10 days after testing positive for the virus.

Nokkrum fannst ótrúlegt að það gæti staðist  sem talsmaður forsætisráðherra sagði.
Að Johnson væri lagður inn - til að fara í frekari próf.
--Hingað til hefur manni virst að þeir sem verða nægilega veikir til að þurfa spítalavist, séu þá virkilega alvarlega veikir - þ.e. með lugnabólgu, er getur í verstu tilvikum krafist öndunarvélar.
--Lungnabólgutilfelli þurfa ekki að verða alveg það skæð á hinn bóginn.

  • Ef hann er greindur með lungnabólgu vegna COVID-19 virðist rökrétt að leggja hann inn.
  • Þó hann sé ekki endilega það alvarlega veikur að þurfa aðstoð við öndun.

---------------
Frétt mánudags: Boris Johnson moved to intensive care as condition worsens.

Over the course of the afternoon the condition of the prime minister has worsened and, on the advice of the medical team, he has been moved to the intensive care unit of the hospital.

Yfirlýsing ríkisstjórnar Bretlands ekki orðlöng.
Það lítur sannarlega ekki vel út að hann sé kominn yfir á gjörgæslu.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að spá því að Boris sé á förum úr þessu lífi - en nú þegar ljóst er að Boris hafi verið færður yfir á gjörgæslu virðist á tæru að ástand forsætisráðherra Bretlands er alvarlegt.
Óskum honum góðs bata!
--Hef aldrei haft skoðun á hvort Bretland á að Brexitera eða ekki, Brexit sé ekki tilfinningamál hjá mér.

Það mundi sannarlega geta skapað flókið pólitískt ástand á Bretlandi ef Boris væri lagður af velli af COVID-19 vírusnum, en þá mundi aftur þurfa leiðtogakjör í breska Íhaldsflokknum. Sá sem var næst efstur síðast - er ekki harður fylgismaður BREXIT.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. apríl 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 846641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 696
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband