Íran og Trump virðast bakka frá stríði að sinni! Hinn bóginn, í ræðu hélt Trump því ranglega fram Íran beri ábyrgð á dauða þúsunda Bandaríkjamanna í gegnum árin! Ræðan virðist heild yfir hatursræða gegn Íran!

Flestir bjuggust við mjög hörðum viðbrögðum Írana í kjölfar morðs Quassem Solmeimani hershöfðingja yfirmanns íranska lýðveldisvarðarins.
Hinn bóginn, aðgerð Írans virðist einungis hafa falist í því að rúmlega 12 eldflaugum var skotið frá Íran í átt að bandarískum herstöðvum -- Bandaríkin gáfu ekki upp nokkurt mannfall.
--M.ö.o. virðist að Íran hafi ákveðið að hætta ekki á stríð, út á dauða eins manns - þó sá hafi verið afar hátt settur, og lengi verið mikilvægur skipuleggjandi aðgerða á vegum Írans.

Trump backs away from military action against Iran

Trump avoids escalating crisis, says Iran is 'standing down'

Iran leaves an off-ramp, and Trump seems inclined to take it

Image result for war president trump

Ræða Trumps: Remarks by President Trump on Iran

At my direction, the United States military eliminated the world’s top terrorist, Qasem Soleimani. As the head of the Quds Force, Soleimani was personally responsible for some of the absolutely worst atrocities...He viciously wounded and murdered thousands of U.S. troops, including the planting of roadside bombs that maim and dismember their victims.

Ræða Trumps er afar sérkennileg -- hann virðist kenna Quassem Soleimani um dauða sérhvers bandarísks hermanns, sem farist hefur -- síðan formlegu stríði lauk í Írak eftir innrás 2003.
--En þ.e. eina leiðin sem ég fæ fullyrðingu hans, um dauða þúsunda hermanna, að ganga upp.

En Bandaríkin sannarlega urðu fyrir töluverðu manfalli, í Írak - þegar átök þar voru við al-Qaeta, og einnig í Afganistan þ.s. átök hafa verið við Talibana.
--En þ.e. algerlega absúrd, að tengja dauða þessara hermanna við Íran.

Eina skiptið sem hugsanlega má tengja dauða bandar. hermanna við Íran -- er á 9. áratug 20. aldar, Lýbanon sprengjutilræði framkv. af Hezbollah.
--En það var auðvitað löngu áður en Quassem Suleimani kom við sögu.

  • Vandamál við tal Trumps -- er hvað það er oft fullt af - bullshit.

Soleimani directed the recent attacks on U.S. personnel in Iraq that badly wounded four service members and killed one American, and he orchestrated the violent assault on the U.S. embassy in Baghdad.

Hópur íraskra Shíta reyndi að storma bandar. sendiráðið í Írak - það var eldflauga-árás á bandar. herstöð sem rakin er til annars vopnaðs shíta hóp í Írak.
--Ef Trump hefur einhverja réttlætingu fyrir drápi á Soleimani, þá er það dauði þessa eina hermanns.

  1. Bandaríkin hafa lengi haft þá stefnu að hefna harkalega fyrir -- fall á eigin hermanni.
  2. Hinn bóginn sé venja að -- senda sprengjur á einhverja herstöð þess lands, sem talið er bera ábyrgð -- ekki að drepa einn af helstu leiðtogum þess.
  • A.m.k. man ég ekki eftir nokkru dæmi þess, Bandar. hefni sín með nákvæmlega þessum hætti - þegar einn maður fellur.
    --Þegar Bandaríkin eru ekki í formlegu stríði.

Hinn bóginn, hafa fullyrðingar Trumps á þann veg Soleimani beri ábyrgð á dauða -- þúsunda bandar. hermanna í gegnum árin, engin veruleika-tengsl.
Að kalla hann, fremsta hryðjuverkamann heims -- farsakennt.

Iran’s hostilities substantially increased after the foolish Iran nuclear deal was signed in 2013, and they were given $150 billion, not to mention $1.8 billion in cash...Then, Iran went on a terror spree, funded by the money from the deal, and created hell in Yemen, Syria, Lebanon, Afghanistan, and Iraq.

Eitt versta vandamálið við ræður Trumps - er bullið í þeim.
Þarna endurtekur hann þráð, sem kennir Íran um allt sem miður hefur farið í Mið-Austurlöndum sl. áratug - sbr. stríðið í Sýrlandi, átök í Afghanistan og Írak.

Rugl er of veikt orðalag - allir vita að Írak varð fyrir innrás ISIS 2013, og meira að segja Trump ætti að vita, að íranskir aðilar tóku þátt í aðgerðum í samvinnu við bandarískan her, til að kveða niður Íslamska ríkið.
Að sjálfsögðu ber Íran ekki ábyrgð eitt á þeirri átakasyrpu sem spratt af stað í Sýrlandi.
Að tengja Íran við átök þ.s. Bandar. voru í árekstri við Talibana -- fær mann til að velta fyrir sér, hvað Trump var að reykja -- þetta er slíkt bull.

They must now break away from the remnants of the Iran deal -– or JCPOA –- and we must all work together toward making a deal with Iran that makes the world a safer and more peaceful place...Peace and stability cannot prevail in the Middle East as long as Iran continues to foment violence, unrest, hatred, and war....Today, I am going to ask NATO to become much more involved in the Middle East process.

Eina ferðina enn, vandamálið við ræður Trumps er bullið í þeim.
Trump sem sagt, miðar út frá kenningu sem á engan stað í raunveruleika, þ.s. Íran er erki óvinur alls góðs í Mið-Austurlöndum, bakvið allt slæmt sem gerist og hefur gerst.
Kenning sem er fullkomnir órar.
--Í ljósi þessa, verð ég að sjálfsögðu að hafna þátttöku NATO hugmynd hans.

  1. En hann á auðvitað við það - að fá NATO til að taka þátt í aðgerðum gegn Íran.
  2. M.ö.o. að blanda Evrópu inn í málið -- sem andstæðing Írans.

Að sjálfsögðu segi ég -- nei takk.
Þetta sé að sjálfsögðu ekki hugmynd að friði.

Finally, to the people and leaders of Iran: We want you to have a future and a great future — one that you deserve, one of prosperity at home, and harmony with the nations of the world.  The United States is ready to embrace peace with all who seek it.

Þetta kemur í endi á ræðu, þ.s. Trump fullyrðir Íran miðju alls hins illa á Mið-Austurlandasvæðinu.
--Trump virðist heimta einhvers konar fullkomna uppgjöf af hálfu Írans.

  1. Vandamálið fyrir Íran er að sjálfsögðu það sama og vandamálið er fyrir Norður-Kóreu.
  2. Nefnilega það, að Trump sjálfur sannaði er hann gekk frá kjarnorkusamkomulagi sem Obama hafði náð eftir margra ára samninga við Íran.
  3. Að það er engin leið að leggja traust á samning sem gerður væri við forseta Bandaríkjanna.

Ef næsti forseti getur einfaldlega -- fretað yfir allt sem forveri hans gerði í embætti.
Er enginn skynsamur tilgangur í að gera samninga yfir höfuð.
--Með því að labba í burtu, eyðilagði Donald Trump alla möguleika á því að gera samninga.

Hann getur því einungis -- leitast eftir því að kremja Íran í duftinu smáa.
Í því samhengi ætti hvatning hans til NATO að skoðast!
--Þ.s. hann getur ekki náð samningum, þarf hann að þvinga fram einhvers konar fullnaðarsigur.

  1. En hvernig það er hægt án stríðs.
  2. Blasir ekki við mér.

Flestir fjölmiðlar tóku þó eftirfarandi orðum Trumps:

Our great American forces are prepared for anything.  Iran appears to be standing down, which is a good thing for all parties concerned and a very good thing for the world.

Ásamt næstu orðum Trumps:

The fact that we have this great military and equipment, however, does not mean we have to use it.  We do not want to use it.  American strength, both military and economic, is the best deterrent.

Að Trump mundi ekki fyrirskipta hernaðarárásir á Íran a.m.k. að sinni!

  1. Þrátt fyrir þetta - hef ég miklar áhyggjur af því hvernig Trump talar um Íran, sem miðju hins illa í Mið-Austurlöndum - fullyrðir tóma þvælu að Íran beri ábyrgð á dauða þúsunda Bandaríkjamanna.
  2. Því þau orð, hljóma sem hugsanleg tilraun til að byggja upp - stuðning meðal Bandaríkjamanna fyrir stríði gegn Íran.

Að því leiti líkist þetta -- lygaherferðinni 2003 um svokölluð - Weapons of Mass Destruction.
En þá byggði Bush stjórnin upp ímyndaða hættu -- fór síðan í stríð til að eyða henni.

 

Niðurstaða

Það sem ég hef mestar áhyggjur af, eru fullyrðingar Trumps að Íran beri ábyrgð á dauða þúsunda Bandaríkjamanna í gegnum árin -- George W. Bush, gerði a.m.k. tilraun til þess fyrir stríðið gegn Írak 2003, að láta líta svo út hann hefði sannanir fyrir fullyrðingum sínum um meint ógnarvopn Íraks.
En ég kem ekki auga á nokkurn tilgang annan fyrir því að halda því fram að Íran sé ábyrgt fyrir dauða þúsunda Bandaríkjamanna í gegnum árin, m.ö.o. að Íran sé sá erkióvinur sem hafi skaðað Bandaríkin hvað mest í gegnum árin, en að Trump sé að leitast við að safna fylgi fyrir stríði við Íran.
Að tala um - frið inni í ræðu þar sem hann aurar með hreinum lygum yfir Íran, er að sjálfsögðu ekki sannfærandi. Hann gerir ekki einu sinni tilraun til að láta lygarnar hljóma sennilegar.
En allir sem hafa fylgst lengi með fréttum af Mið-Austurlöndum, vita að al-Qaeta bar megin ábyrgð á mannfalli Bandaríkjamanna í Írak árin eftir 2003, róttækur Súnní hópur sem hatar Shíta og að Talibanar bera ábyrgð á mannfalli Bandaríkjamanna í Afganistan, annar róttækur Súnní hópur sem hatar Shíta.
Trump getur þar með einungis treyst á að fólk sem hafi enga þekkingu á Mið-Austurlöndum, taki ekki eftir því að fullyrðingar um ábyrgð Írans á þeim átökum -- eru fullkomnar staðleysur.


Kv.


Bloggfærslur 8. janúar 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 846640

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 695
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband