Er útbreiðsla neikvæðra vaxta sönnun þess að frjálslynd hagkerfi virka ekki, vísbending um yfirvofandi hrun vestrænna hagkerfa?

Var þátttakandi í umræðu á erlendum vef. Fékk athugasemd aðila, sem greinilega er þeirrar skoðunar -- að útbreiðsla neikvæðra vaxta, sé sterk vísbending þess að Vestræn hagkerfi virki ekki lengur - að það þurfi að kúpla frá frjálslyndri hagfræði til að forða yfirvofandi hruni.
Mig grunar þetta sé sennilega nokkuð vinsæl kenning á netinu!

 

Að mínum dómi er útbreiðsla neikvæðra vaxta - þvert á móti vísbending þess að frjálslynda hagkerfið er að virka!

Fyrst að fatta hvað er að baki.

  1. Í sinni einföldustu mynd, eru verð fyrir ávöxtun í fjölda Vestrænna ríkja að hríðlækka!
  2. Vegna þess að of mikið fjármagn er að leita sér ávöxtunar.
  3. M.ö.o. meira fjármagn, en framboð af ávöxtunar-tækifærum.

Þannig, að mínum dómi sé þetta klassíska spurningin um verð á markaði.

Að mínum dómi geti enginn umtalverður vafi verið að ástæða þessa ástands.
Að meira fé leitar eftir ávöxtun - en efnahagslegur grundvöllur sé fyrir.
--Sem sé klárlega af hverju vextir eru orðnir neikvæðir, í vaxandi mæli það.

  • Sé fólksfjöldaþróun!

Vestræn lönd séu að verða eldri - þ.e. hlutfall aldraðra og vinnandi fólks í eldri kanntinum, fari vaxandi -- samtímis fækkar í nýjum hópum inn á vinnu-markað.

Það þíði, sífellt vaxandi hlutfall íbúa!

  1. Annaðhvort vill ávaxta sitt pund - frekar en að fjárfesta eða eyða.
  2. Eða er þegar kominn á elli-lífeyri.

Þetta ástand, dragi úr hagvaxtargetu - því hlutfallslega færri vilja fjárfesta eða verja fé -- samtímis, vaxi sífellt þörfin fyrir að ávaxta fé.

Eðlilega verður e-h að láta undan, það eru vextirnir - í þetta sinn!

  1. Með neikvæðu vöxtunum má segja, markaðurinn sé að aðlaga andvirði þess fjármagns er leitar ávöxtunar.
  2. Niður að því framboði á ávöxtun sem hagkerfið eigi til.
  • Í raun, niðurfærsla á andvirði þess fjármagns!

Það mun auðvitað hafa afleiðingar - að fjármagnið sætti sig við nettó tap.
Þær afleiðingar verða líklega frekar í formi - reiðs múgs af öldruðum.
--Þegar síðar þeir átta sig á, að það sem stendur undir þeirra elli-launum, verði niðurfært að andvirði -- auðvitað þeirra kjör.

Ég sé ekki fyrir mér -- efnahagskreppu.
En það verða væntanlega hressilegar þjóðfélags-deilur!
--Hinn bóginn sé líklega engin leið framhjá því, að virðislækka kröfuna!

Það stafi af því - hún sé klárlega yfir þanþoli hagkerfanna.
Því ósjálfbær - það sé það sem markaðurinn tjái með neikvæðu vöxtunum.
--Niðurfærsla eignanna, leiði aftur fram efnahagslega sjálfbærni.

  • En leiði sennilega fram, harkalega þjóðfélagsdeilu!

Kreppan er þá þjóðfélags-kreppa, frekar en efnahags-kreppa!

 

Niðurstaða

Skv. mínum skilningi, þá sé framundan raun niðurfærsla mikils magns peningalegra eigna. Það fari greinilega ekki fram með verðbólgu, eins og oft gerðist í gamla daga -- fyrir tíma hins opna hagkerfis, heldur með hinum vaxandi neikvæðu vöxtum.

Þegar menn sakna hins gamla lokaða hagkerfis, bendi ég á að lausnir þess er það stóð frammi fyrir þeim vanda - að loforð til fólksins voru of dýr til að hagkerfið réði við þau loforð; voru yfirleitt verðbólga!

Neikvæðir vextir séu sennilega ef maður hugsar út í það - benign - aðferð í samanburði.
En ekkert sem sé efnahagslega ósjálfbært geti gengið upp til lengdar.
Allt slíkt þurfi alltaf að leiðrétta með einhverjum hætti.

--Það sé allt og sumt sem ég tel neikvæðu vextina vera, slíka leiðréttingu.
--Aðferðin sé nýstárleg, en þegar maður íhugar málið - ekki endilega órökrétt leið að markmiðinu að niðurfæra fjárhaglegar eignir niður að því sem sé efnhagslega sjálfbært.

 

Kv.


Bloggfærslur 10. september 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband