Stealth orrustuvél virðist loksins við það að komast í notkun í Rússlandi!

Framleiðsla á að hafa hafist seint í júlí á þessu ári, þ.e. því hugsanlegt að fyrstu framleiðslu-eintök séu komin í formlega notkun. Vegna vandræða við þróun hreyfla hefur að virðist verið ákveðið að vélin verði fyrst í stað framleidd með eldri gerð hreyfla í uppfærðri mynd. En stefnt að því að sá hreyfill sem fyrirhugað er að verði notaður taki yfir í framleiðslu síðar!

Samanburður á Su57 og F22

Sukhoi Su57

SU57 Sch.jpg

Lockheed Martin F22 Raptor

Höfum í huga að það getur verið flókið að átta sig á hvað er betra/verra.

  1. Skv. óháðum sérfræðingum - virðist Rússland hafa valið að fókusa stealth eiginleika að framan-verðu, sætta sig við að þeir eiginleikar séu lakari frá öðrum sjónarhornum.
  2. Su57 virðist hafa getu til að bera stærri vopn - annaðhvort langdræga eldflaug til að skjóta niður stærri flugvélar, eða stóra stýriflaug til að beita gegn skipum. Með því að rými til slíks staðsett milli hreyfla virðist stærra, lokað rými.
  3. Það geti bent til þess að fókus Rússa sé annar en Bandaríkjamanna, sem virðast hafa fókuað á - stealth - og verið til í að vélin hefði mjög takmarkaða getu til vopnaburðar.
    --En fókus F22 virðist á - air superiority - eingöngu.

Ef ég ætti að tjá tilfinningu mína - er F22 líklega meira - stealthy.
En hvað sem því líður, þá væntanlega getur Su57 komist mun nær t.d. bandarískum skipum, eða t.d. AVACS radar-vélum, áður en radar nær að nema hana - en eldri rússn. vélar.

Það auðvitað einnig, gerir henni væntanlega mögulegt að komast einnig nær F35 --

F-35A off the coast of Northwest Florida

áður en flugmaður slíkrar vélar nær að sjá hina rússnesku. Auðvitað svo fremi að rússneska vélin nái að sjá F35 vélina fyrst.

Rússar segja Su57 liprari í loftinu en F22. Vegna þess að vendi-knýr þeirra hreyfla sem stendur til að verði á endanum notaðir -- þó fyrstu vélarnar verði framleiddar með öðrum eldri hreyflum -- sé stýranlegur í fleiri áttir.

Hinn bóginn til þess að það skipti máli, þarf rússneska vélin fyrst að finna bandarísku vélina.
Báðar virðast hafa svipaðan hámarks-hraða, svokallaður - super cruise - hraði svipaður einnig.
Rússneska vélin er yfir langdrægari væntanlega vegna stærri eldsneytistanka. Munurinn er þó ekki mikill.

--Rétt að benda á að bandaríska vélin var framleidd á árunum 2006-2011, 187 framleiddar.
--Það eru m.ö.o. 13 ár síðan F22 var fyrst tekin í notkun.

Bandaríkin hafa ekki metið að þörf sé fyrir fleiri framleiddar vélar.
Hugmyndir um að smíða nýjar útgáfur af henni, hafa ekki verið fjármagnaðar.
En vélar í notkun hafa þó verið margsinnis tæknilega uppfærðar.

  • Skv. lögum er allur útflutningur á F22 bannaður.
  • Meðan Rússar hyggjast selja Su57 sem víðast.

Þ.e. sennilega óhjákvæmilegt fyrir Rússa - enda hagkerfi þeirra dvergur miðað við Bandaríkin, m.ö.o. þeir þurfa örugglega á peningunum að halda, fyrir prógrammið.
--Líklega þíðir það að mun fleiri Su57 verða fyrir rest framleiddar.

Einungis ef Rússar lentu í slag við Bandaríkin, gæti það gerst að F22 og Su57 tækjust á.
Mun meiri líkur á að F35 og Su57 lendi saman.

Enda ætla Rússar að selja þær væntanlega sem víðast.
Meðan Bandaríkin ætla sér það sama með F35.

  1. Rétt að benda á, F35 er töluvert smærri vél, er með einn hreyfil.
  2. Hún hefur greinilega minni hraða, líklega ekki eins lipur í loftinu og töluvert minna drægi.

Hinn bóginn, skiptir það ekki rosalegu máli - fyrr en rússnesk smíðuð vél getur fundið hana.

  • Rússneska vélin virðist ekki hafa eins öflugan infrarauðan búnað og F35, en á F35 horfir búnaðurinn í allar áttir - meðan að á rússnesku vélinni fókusar hann fram, á smáum turni við hliðina á stjórnklefanum.
  • Rússneska vélin hefur mjög öflugan radar er getur skipt ört um tíðni til að minnka líkur á - jamming - auk þess að vera öflugur, afl einnig minnkar líkur á - successful jamming.

Gallinn við að beita radar - er sá að þ.e. sama og segja -- hér er ég.
M.ö.o. ef Su57 vél væri að leita að F35 vél, og hefði ekki enn fundið F35 vélina - kveikti á radarnum, samtímis hefði F35 vélin ekki heldur enn fundið Su57 vélina. Mundi flugmaður F35 vélarinnar sjá Su57 vélina nákvæmlega hvar hún er strax og radarbylgjurnar eru numdar af þar til gerðum nemum. Ef F35 vélin væri í nægilegri fjarlægð - vegna þess að hún er - stealth - vél þarf sú fjarlægð ekki endilega vera mjög mikil, mundi radar Su57 vélarinnar líklega samt ekki sjá hana! Í slíku tilviki mundi F35 vélin líklega skjóta Su57 niður.

Hinn bóginn, greinilega á flugmaður Su57 betri möguleika á - kill.
En flugmaður nokkurra af hinum eldri gerðum rússnesk smíðuðum enn í notkun.

  • Indland var um hríð samstarfsaðili í Su57 prógramminu, en hætti því á sl. ári - opinber skýring að - stealth - eiginleikar væru ónógir.

Þó ímsir velti því upp að annað hafi hugsanlega komið til, að Rússar hafi að mati Indverja ekki boðið Indlandi, næga möguleika til að framleiða sjálfir - Rússar hafi á enda ekki verið til í að heimila Indlandi að framleiða hana sjálfir.
--Indverjar séu enn að leita að framtíðarvél fyrir Indland, samtímis vill byggja upp flugvélaiðnað.

 

Niðurstaða

Það er auðvitað óþekkt hversu gott - stealth - Su57 raunverulega er. Ekki ástæða til annars en að taka fullyrðingar frá Rússlandi - með saltkornum. Þeir vilja auðvitað selja sem víðast, eins og sölumönnum háttar - gætu verið nokkrar íkjur á ferð.

Spurningin hvaða - stealth - vél er betri. Þegar menn eru að tala um þann feluleik sem framtíðar loftbardagar fela væntanlega í sér. Þá væntanlega verða gæði - stealth - eiginleika jafnvel lykilatriði. Þegar vopn sem vélar bera, eru líklega það öflug. Að sá sem fyrst sér er líklega nærri alveg öruggur að skora fyrsta - kill.

Drægi er sennilega mikilvægt, rússneska vélin er langdræg. En vél skýtur ekki niður þ.s. hún sér ekki - það gildi burtséð frá hvaða vél á í hlut.

--Mig grunar að F35 þrátt fyrir allt, hafi enn forskot vegna infrarauðs myndavélabúnaðar, er gerir mögulegt að sjá andstæðing óháð hvaða átt sá nálgast.
--Án þess að radar sé beitt, og samtímis miða með þeim búnaði án þess að radar sé beitt.

Kannski síðar mun Rússland uppfæra sína vél með jafn góðum infrarauðum leitarbúnaði.
En það er atriði sem síðari tími leiðir í ljós, og auðvitað eru Kanar stöðugt að uppfæra þær vélar sem þeir hafa þegar framleitt - og selja uppfærslur einnig til allra þeirra sem hafa keypt af þeim.

Staðan er því alltaf á hreyfingu!

 

Kv.


Bloggfærslur 28. ágúst 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband