Ríkisstjórn Venezúela virðist ekki enn í bráðri fallhættu - þrátt fyrir óeirðir á landamærum við Brasilíu og Kólumbíu á laugardag

60 liðsmenn hers Venezúela eru sagðir hafa notað ringulreiðina á landamærum við Brasilíu og Mexíkó - til flótta frá Venezúela. Einn generáll í her landsins, lýsti yfir stuðningi við stjórnarandstöðuna -- eru þeir orðnir 5 er hafa það gert. Rétt að hafa í huga að generálar eru yfir þúsund í hersveitum landsins. 
--Óeirðirnar á landamærunum, virðast hafa orðið 4. að aðldurtila, og valdið meiðslum hundruða.

The last 48 hours in Venezuela news, explained

After Venezuelan troops block aid, Maduro faces 'diplomatic siege'

Mynd sýnir óeirðirnar á brú á landamærum við Kólumbíu

Óeirðir á landamærum Brazilíu og Venezúela

Image result for People throw stones at Venezuelan national guard members, at the border, seen from Pacaraima, Brazil

Nicolas Maduro heldur sig við augljóslega óvinsæla afstöðu!

Hann fullyrðir að fregnir af neyðar-ástandi í landinu, séu lygar vestrænna fjölmiðla.
Hann heldur því fram að engin þörf sé fyrir aðstoð - enn neitar að heimila alþjóða hjálparsamtökum fullt aðgengi.

Til samanburðar: Skýrsla VENEZUELA Humanitarian crisis

SÞ þvert á móti skilgreinir að innan landsins sé - humanitarian crisis.

  1. Að sjálfsögðu eru andstæðingar hans, að notfæra sér þetta - með því að gera tilraunir til að senda stórar sendingar yfir landamærin - af mat og annarri aðstoð.
    --Hinn bóginn, með því að halda sig við sinn keip, beita hernum til að hindra að þessu sé dreift til af stjórnarandstöðunni, til þeirra er vilja.
    --Þá auðvitað er hann að veita andstæðingum, ókeypis pólitískar keilur.
  2. Ég vil meina, Maduro sé í reynd sjálfum sér verstur - með þessari afstöðu.
    --Þvert á móti, ætti hann að - veita matnum móttöku, og láta dreifa honum.
  • Áhugaverðasta fregnin er líklega - að 60 liðsmenn hers Venezúela hafi stungið af.
  • Það horfa allir til hersins í landinu.

En það er enginn möguleiki að ástandið í landinu - þ.e. skortur á mat - skortur á lyfjum - skortur á lækningatækjum -- stjórnlaus óðaverðbólga; sé ekki að bitna á fjölskyldum hermanna.

Jafnvel þó Maduro hafi fært hernum stjórn olíulyndanna fyrir ca. tveim árum síðan - augljós leið til að kaupa með digrum mútum, hollustu yfirherstjórnar landsins.

Þá stórfellt efa ég að það fé sem streymir til æðstu herforingja, sjáist að nokkru verulegu leiti hjá fjölskyldum lægri settra foringja eða óbreyttra hermanna.

Það kæmi mér ekki á óvart, ef mikil óánægja kraumi undir hjá óbreyttum og foringjum í lægri tignarstöðum.

En ekki síst, reikna ég með því, að gríðarleg spilling sé til staðar hjá toppunum innan hersins.

  1. Vegna þess, að herinn stjórnar olíulyndunum sl. 2. ár -- þá væntanlega er tilgangur refsiaðgerða Donalds Trumps gegn olíuframleiðslu landsins er hófust í febrúar, ekki síst sá -- að minnka það fjárstreymi sem óhjákvæmilega fer til hersins úr þeirri átt.
    --Tilraun til Þess að taka mútuféð af yfirmönnum hersins.
  2. Á sama tíma, af hálfu stjórnarandstöðunnar, er þeim sömu aðilum - lofað skjóli gegn lögsókn, ef herinn samþykkir að styðja stjórnarandstöðuna í stað Maduros.
    --Hluti hinna nýlegu höfnu aðgerða Bandaríkjanna gegn olíuyðnaði landsins, felst í því að afhenda þær tekjur til stjórnarandstöðunnar.
    --Þannig væntanlega að veita þeim tækifæri, til þess að veita yfirherstjórn landisns tilboð.
  3. En það er hvað mér virðist í gangi --> Nokkurs konar uppboð á hernum.

En ég held að ekkert annað en herinn haldi Maduro enn við völd -- ef herinn snúist gegn honum, falli hann þann sama dag.

Þar sem plottinn eru sennilega flest undir yfirborðinu -- er líklega engin leið til að spá því, akkúrat hvenær Maduro hugsanlega fellur.

--En honum hefur verið boðið af stjórnarandstöðunni, að fara - og hann yrði ekki lögsóttur ef hann héldi sig síðan utan landsteina þaðan í frá.

 

Niðurstaða

Ekkert í því sem gerðist um sl. helgi, er augljós vísbending þess að fall Maduros sé yfirvofandi alveg strax - hinn bóginn, bendir flótti nokkurra tuga hermanna til þeirrar óánægju undir niðri sem mér virðist augljóst hljóti vera til staðar meðal almennra hermanna.

Hinn bóginn á sama tíma, sérstaklega vegna þeirra aðgerða gegn ríkisolíufélagi Venezúela sem Bandaríkin hófu snemma í febrúar sl. - þar sem olíutekjur eru nánast einu tekjur þess, að með þeim heldur Maduro ekki einungis ríkisstjórn sinni gangandi - heldur mútar hernum til áframhaldandi stuðnings við sig.

Þá virðist það vart geta farið með öðrum hætti en svo að einhverntíma á þessu ári falli ríkisstjórn Nicolas Maduro -- helst von þess að það gerist án umtalsverðra blóðsúthellinga væri að herinn snerist gegn honum - sem heild.

  1. En það væri mögulegt, að tilraunir til að höfða til hersins af hálfu andstæðinga, leiði til klofnings innan hans - þ.e. hlutar hans gangi í lið andstæðinga, meðan hlutar haldist hollir Maduro.
  2. Ef hluti hersins risi upp, en stór hluti væri áfram hollur ríkisstjórninni.
    --Gæti það orðið möguleg endurtekning Sýrlands þ.s. er borgaraátök hófust, hluti hers landsins gekk til liðs við fjölmenna uppreisn - eða sambærilegt við upphaf borgaraátaka í Líbýu, en þar reis einnig herinn að hluta gegn ríkisstjórn landsins samtímis að stór hluti hans hélt áfram hollustu við hana.

--Stríðin í Sýrlandi og Líbýu urðu svo harkaleg strax í upphafi, vegna þess einmitt að í liði með uppreisnum í báðum tilvikum, voru hlutar liðsmanna herja hvors ríkis um sig.
--Það var einnig hvers vegna, að uppreisnin í Sýrlandi varð ekki sigruð með hraði, þrátt fyrir miklar tilraunir Assads til að ganga milli bols og höfuðs á liðsmönnum hennar.

Þetta væri mjög slæm útkoma - ef það færi þannig að herinn í Venezúela klofnaði, eins og herir Sýrlands og Líbýu gerðu.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. febrúar 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 846735

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband