Ný viðskiptastríðshótun frá Bandaríkjunum gagnvart ESB

Erfitt að ímynda sér annað en að orð viðskiptaráðherra Bandaríkjanna séu með blessun Donalds Trumps -- ef einhver ekki veit hafa viðræður milli ESB og ríkisstjórnar Bandaríkjanna verið í gangi um hugsanlegar breytingar á viðskiptasamningum síðan 2017.
--En þær viðræður hafa engum árangri skilað og ekki neitt bent til þess að það lagist.

  1. Vandamálið virðist vera -- ríkisstjórn Bandaríkjanna vill stóra opnun í viðskiptum með landbúnaðarafurðir.
  2. En ESB hafnar því að ræða viðskipti með landbúnaðar-afurðir yfir höfuð.

--Þetta er auvðitað megin opnunin sem ríkisstjórn Trumps vonast eftir.
Þannig að samninga-nefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur ekki gefið þá kröfu eftir.
En, þar sem ESB hafnar því að ræða viðskipti með landbúnaðar-afurðir yfir höfuð.
Hafa einungis verið rædd atriði sem eru ekki hluti af megin-kjarna viðskipta-deilunnar.

  • Vandamálið er að ég sé engan möguleika á samningi.
  • Því það sé enginn möguleiki, ekki nokkur hinn minnsti, að ESB veiti Bandaríkjastjórn þá stóru opnun á landbúnaðar-varningi sem Bandaríkjastjórn óskar.

--Þó væri ekki fyrir einungis það, að fullkomlega ómögulegt væri að fá slíkan viðskiptasamning samþykktan af aðildarþjóðunum - sem mundu án nokkurs vafa hafna sérhverjum slíkum gerningi.
--Þ.s. samningamenn ESB vita að ómögulegt væri að fá slíkt samþykkt -- er eðlilega miklar líkur á hörðum viðskipta-átökum.

A.m.k. benda orð Lighthizer til þess - að Donald Trump muni líklega fyrirskipa nýja tolla á vörur frá Evrópusambandinu -- óvíst hvenær!

Image result for Lighthizer

Robert Lighthizer: US may boost tariffs on EU goods

  1. We're looking at that, we may increase that, our objective is to try to get some kind of negotiated solution, -- (orð vísa til þegar álagðir tollar verði hækkaðir)
  2. But we have a very unbalanced relationship with Europe.
  3. That can't continue. -- (vísað til viðskiptahalla í varningi.)(Ríkisstj. Bandar. hafnar því enn að taka tilli til viðskipta-afgangs af þjónustu-viðskiptum)(Sumir vilja meina, það sé ekki í raun viðskipta-halli fyrir bandar. af heildar-viðsk. v. ESB)(Dálítið sérstakt hvernig ríkisstj. Donalds Trumps einblýnir á -- vöru-viðskipti, eins og að þjónustu-viðsk. skipti ekki máli.)(Kannski er málið, að Trump metur málið einungis út frá því hverjir kusu hann til valda - þ.e. hvaða fylki hann vann, og hvaða atvinnuvegir eru í þeim fylkjum.)(Hann vilji atkvæði landbúnaðarsvæða áfram - sem skýri þá ofur-fókus á það að fá útlendinga til að kaupa meira af bandar. landbúnaðar-vörum.)(Ef svo er þá er það áhugavert, ef hann keyrir viðskipta-stefnuna eingöngu út frá persónulegum hagsmunum).
  4. There are a lot of barriers to trade there, and there are a lot of other problems that we have to address -- (Það er enginn vafi, að miklar takmarkanir eru gagnvart innflutningi á landbúnaðar-vörum til ESB landa frá Bandaríkjunum. Þar sem að viðskipti með iðnvarning eru mjög frjáls þegar - tollar lágir. Getur vart verið annað, en að Lighthizer sé að vísa til landbúnaðar-afurða).
  5. You can't get the global trade deficit down without getting the trade deficit down with Europe, at least significantly. So that's a really important focus for us. -- (Endurtek, ég sé ekki nokkurn hinn minnsta möguleika til að ríkisstjórn Bandaríkjanna fái sitt fram).

Ríkisstjórn Frakklands sem dæmi, mundi verja sinn landbúnað fram í rauðann dauðann!

Best er að skoða nýlegan tiltölulega samning ESB og Kanada - þegar Framkvæmdastj.ESB hafði lokið viðræðum - heimtuðu þing tveggja aðildarríkja að meta samninginn sérstaklega fyrir sitt leiti -- hollenska þingið heimtaði breytingar og fékk þær fram.
--Ríkisstj. Hollands hefði fallið, ef hún hefði ekki tekið upp hanskann fyrir þann þingmeirihluta er þá myndaðist.

Það yrði afar sterk andstaða innan landbúnaðar-geira ekki bara í Frakklandi, heldur líklega víðar meðal aðildarlanda ESB -- gegn því að fá stór-aukna samkeppni frá þeim stóru aðilum er reka landbúnað innan Bandaríkjanna.
Þarna mætist einnig, víðtæk andstaða meðal íbúa V-Evrópu gegn -genabættum- afurðum, þ.e. afurðum er nota t.d. genabættar korntegundir -- en ekkert annað korn er lengur framleitt í Bandaríkjunum en genabætt.

Ég held að því megi slá sem fullkomlega öruggu, að fleiri en ein aðildarríkisstjórn og aðildarlands þing -- mundu heimta að fulltrúar þess aðildarlands mundu beita neitunarvaldi gegn sérhverjum þeim viðskipta-samningi er mundi leiða til verulegs aukins innflutnings landbúnaðar-afurða frá Bandaríkjunum.

--Það sé af hverju fulltrúar Framkv.stj.ESB hafi ekki viljað ræða viðskipti með landbúnaðar-mál yfir höfuð -- að opna á umræður um þau mál, sé hafnað fullkomlega - eftir því sem ég best veit standa mál enn á þeim punkti; alger pattstaða.
--Ég sjái engan möguleika á að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti þvingað sitt fram.

  1. Hinn bóginn séu samt sennilega líkur á að ríkisstjórn Bandaríkjanna geri slíkar tilraunir.
  2. Það yrði þá hart viðskiptastríð er líklega færi í fullan gang á nk. ári.

Viðskipta-stríð er gæti ekki haft nokkra sjáanlega lausn aðra, en að ríkisstjórn Trumps bakkaði stærstum hluta. En ef það væri óhugandi, gæti slíkt viðskiptastríð stórskaðað samskipti aðildarlanda ESB og Bandaríkjanna.
--Sem gæti haft alvarlega afleiðingar fyrir samstarf um NATO.

 

Niðurstaða

Nú veit enginn hvort að Trump ætlar í raun að - starta aftur viðskiptastríðinu við ESB. Í kjölfar þess að það er hugsanlegt að hann ætli að fókusa frá viðskiptaátökum við Kína. Höfum í huga að nk. ár er kosninga-ár, spurning hversu sniðugt það er að standa í hörðum - jafnvel afar hörðum, viðskipta-átökum á því ári við mörg af sögulega mikilvægustu bandalagsríkjum Bandaríkjanna.
--Kannski gæti Trump notað það í kosninga-baráttuni -tough on trade- eða eitthvað þannig.

Hinn bóginn á móti kemur að slík átök, gætu skapað allsherjar krísu í samskiptum yfir Atlantshafið -- ekki síst, tollar og gagntollar gætu aukið líkur á því að hægari vöxtur seinni hluta þessa árs mundi geta orðið að viðsnúningi yfir til efnahags samdráttar á nk. ári.

Endurtek, ég sé engan möguleika á því að ESB lönd mundu bakka í málinu.
Vegna þess að þetta eru lýðræðisþjóðir, meðal aðildarþjóða sé yfrið næg andstaða við verulega opnun í viðskiptum með landbúnaðar-afurðir, að ég sé ekki nokkurn hinn minnsta möguleika á að Donald Trump gæti keyrt málið í gegn.
--Tilraunir til að þvinga ESB lönd til eftirgjafar, mundu líklega fyrst og fremst efla andstöðu við Bandaríkin innan V-Evrópu -- auka líkur á því að ESB lönd bæti samskipti sín við Kína.

Slík átök gætu orðið að því skeri sem samskipti Evrópu og Bandaríkjanna -- strandi á.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. desember 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 162
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 846883

Annað

  • Innlit í dag: 151
  • Innlit sl. viku: 233
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband