Er hugsanlegt Donald Trump gæti reynt að sitja sem forseti, ekki ósvipað Evo Morales virðist hafa reynt, þrátt fyrir að tapa kosningum?

Evo Morales er áhugavert dæmi, maður sem er kominn af fátækum - gerðist forseti Bólivíu, hann sat 3 heil kjörtímabil, en skv. stjórnarskrá mátti ekki sitja flr. en 3, stjórnarskrá sem hann sjálfur hafði átt mikinn þátt í að semja.
--En völdin eru oft sæt, erfitt að sleppa þeim - það hafa margir reynt.

2016 stóð hann fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að fá samþykki þjóðar til að fara fram í 4. sinn -- en tapaði, þjóðin hafnaði því að veita honum þann rétt.
--Hann kaus að leiða hjá sér þá niðurstöðu.

Þess í stað, fékk hann stjórnlagadómstól landsins, sem hann hafði meirihluta til skipað eigin stuðningsmönnum, til að lísa því yfir -- það væri brot gegn mannréttindum hans, að heimila honum ekki að fara fram í 4. sinn.
--Fyrr á þessu ári, fóru þær kosningar fram -- skv. fregnum var stjórnarandstæðingur með sterkari stöðu eftir að fyrstu tölur voru birtar, en síðan var sagt að bilun hefði orðið í talningakerfi, síðan eftir það birtust tölur er sýndu hann með öruggt forskot - úrslit kynnt þannig að hann hefði sigrað.

Þetta leiddi til fjölmennra mótmæla, sem sl. mánudag þvinguðu hann til þess að lísa yfir nýjum kosningum -- síðar sama dag, sagði hann af sér.
--Eftir það hefur eiginlega stjórnleysi verið. En útlit fyrir að einhvers konar bráðabirgðastjórn verði mynduð skipuð andstæðingum.

Fréttir herma að Morales hafi fengið hæli í Mexíkó, og hann sé þangað nú kominn.

Evo Morales leaves an unhappy legacy in Bolivia

 

Donald Trump felicitó al ejército boliviano por exigirle la renuncia a Evo Morales: «Preserva la democracia»

Það sem ég fór að velta fyrir mér er þessar fréttir voru í gangi, hvort maður gæti heyrt nk. ár eitthvað er tónaði við þær fréttir frá Bandaríkjunum!

Við vitum ekki enn hvort að þau mál sem verið er að rannsaka skv. röð alvarlegra ásakana - nái því stigi að sannanir sem unnt væri á byggja dómsmál fyrir almennum sakarétti næðust fram.
--A.m.k. virðist slíkt hugsanlegt.

  1. Pælingin er þessi -- hvað ef þetta gerist, að Donald Trump standi fyrir því nk. haust, að nægar sannanir liggja fyrir - rannsóknarnefndir neðri deildar Bandaríkjaþings hafi sent afrit þeirra gagna til saksóknara í NewYork og Washington - til þess að formlega ákæra hann?
    --Donald Trump nýtur auðvitað einungis lagaverndar, meðan hann er forseti!
  2. Ég geri ráð fyrir því, að flokkurinn hans standi með honum samt sem áður - þannig að lokaútspil verði að senda gögn til saksóknara í þeirri von að þeir beiti sér ef og þegar Donald Trump ekki er lengur forseti Bandaríkjanna, hefur þá ekki rétt umfram hvern annan almennan borgara.
    --Ef síðan ljóst verður, að saksóknarar hyggjast birta honum formlegar ákærur, tapi hann völdum.
  3. Þá yrðu persónulegir hagsmunir Trumps af því að halda völdum, vægt sagt -- ákaflega miklir.
    --Eiginlega gæti það endað sem eina leiðin til að halda sér frá fangelsi, þó aldrei lengur en til jan. 2025.

Það er á þessum grunni sem ég velti því fyrir mér sem möguleika, að ef stefndi í að Donald Trump væri að tapa -- að hann mundi undirbúa ásamt stuðningsmönnum og samstarfsmönnum, tilraun til að halda völdum þrátt fyrir að tapa kosningum!

  • Hann gæti fullyrt, að hann væri réttkjörinn.
    --Fullyrt að svindl hafi orðið af hálfu andstæðinga.
    --Man eftir svindl umræðu 2016, þó hún hefði lognast út af síðar.
  • Ásakanir um svindl mundu að sjálfsögðu vera rannsakaðar.
    --Eins og á Íslandi, eru í Bandaríkjunum yfirvöld sem sérhæfa sig í að rannsaka og úrskurða um hugsanleg kosninga-svindl.
    --Að sjálfsögðu eins og á Íslandi, hægt að áfrýgja til dómstóla.

Spurningin yrði á endanum um afstöðu - US Supreme Court - sem í dag hefur meirihluta skipaðan Repúblikönum!
--Hann hefði þá afrif bandaríska lýðveldisins í sinni hendi.

  1. Höfum í huga, Evo Morales hafði sinn æðsta dómstól í sínum öruggu höndum.
  2. Hans eigin flokksmenn stóðu alltaf með honum.

Það sem gerðist var tvennt:
Fjöldamótmæli - lögreglan og herinn á enda stóð ekki með honum.

 

Gef mér, Donald Trump - eins og Morales, hafi raunverulega tapað kosningunni, streitist við að halda samt völdum!

Slík senna gæti orðið hættuleg einingu Bandaríkjanna!
--Bandaríkin gætu leyst upp - jafnvel í borgaraátök.

  1. Ímyndum okkur að hæsti-réttur stæði með honum, þó að ásakanir raun stæðust ekki -- dómurinn væri klárlega ramm-pólitískur.
  2. Þá mætti reikna með því að eins og í Bólivíu, mundu fjölmennir hópar almennings standa fyrir stórfelldum fjöldamótmælum - litið yrði á dóminn sem pólitískan.

Eins og í Bólívíu, skapaðist þá fljótt þrýstingur á her og lögreglu að taka afstöðu.
--Einstök fylki Bandaríkjanna, væru þá hugsanlega jafnvel líklega farin að skipa sér í lið - með eða móti.

  • Sjálf eining Bandaríkjanna væri að komast í stór hættu.

Á 7. áratug 19. aldar, er Bandaríkin síðast klofnuðu -- klofnaði herafli landsins einnig.
--Slíkt gæti endurtekið sig, að herstöðvar fylgdu þeim fylkjum þ.s. þær væru staðsettar, og sá herstyrkur er þar væri þar af leiðandi.

-------------------------

Til að hindra slíka sennu -- yrði Trump að tapa málinu fyrir hæsta-rétti.
Þá væri tilraun hans á enda runnin!

  • Hæsti-réttur hefði hreinlega tilvist Bandaríkjanna hugsanlega í eigin hendi.

En ef hann úrskurðaði gegn Trump, þá væri afar ólíklegt annað en að - stjórnarskráin í landinu stæðist áhlaupið, og þar með það kerfi sem skilgreint sé henni skv.

--Trump gæti auðvitað tapað málinu fyrr - ef hans eigin flokkur sneri við honum baki, lýsti úrslit kosninganna gild - af sinni hálfu.
--Þá yrði Trump afar einangraður ef hann gerði tilraun til að streitast við.

 

Ég ætla ekki að gefa þessu líkur - tel þetta mögulegt!

Flestir sem ég hef rætt við, eru sannfærðir að hans eigin flokkur - mundi aldrei styðja tilraun til þess að vísvitandi ganga gegn úrslitum forsetakosninga.
--Hinn bóginn, hefur Trump í seinni tíð virst hafa náð ótrúlegum tökum á flokknum, svo ég er ekki sannfærður að það sé rétt.

Fyrir utan, að þeir sem ég hef talað um virðast flestir á því, að hæsti-réttur mundi algdrei ganga gegn lögum landsins og stjórnarskrá.
--Það auðvitað veit maður ekki fyrr en á reynir, en sá dómari sem Trump skipaði á honum auðvitað mikið að þakka - en auðvitað ræður sá ekki einn.

  • Spurningin er m.ö.o. hvort dómurinn er orðinn -- pólitískur?
  • Eða hvort hann enn gegnir sínu hlutverki lögum skv?

A.m.k. er ég á því að áhugaverð senna geti skapast í Bandaríkjunum.
Ef stefnir í að Trump sé raunverulega að tapa.
Og ef það fer saman við það, að Trump standi frammi fyrir alvarlegum dómsmálum ef hann tapar.

 

Niðurstaða

Það er nefnilega málið að Trump gæti staðið frammi fyrir því jan. 2021 að handtökuskipun liggi fyrir jafnvel líklega, þannig laganna verðir bíði eftir honum við mörk lóðar forsetabústaðar Bandaríkjanna í Washington dc.
Sennan sem ég tala um, mundi að sjálfsögðu hefjast fyrr þ.s. kosið er nk. haust.
Sitjandi forseti er síðan forseti landsins a.m.k. til loka jan. á nýju ári.
Það væri að sjálfsögðu mögulegt jafnvel líklegast, að endanlegur úrskurður í málinu frá dómskerfi Bandaríkjanna mundi liggja þegar fyrir undir lok jan. 2021.
Og ef maður gefur sér að dæmt verði lögum skv. og ef ég gef mér að Trump hafi tapað, þá gæti hann orðið fyrsti forseti Bandaríkjanna til að vera handtekinn á lóðamörkum.
--Það mundi þá allt standa og falla á því hversu pólitískur rétturinn væri orðinn, og einnig því - hvernig pólitískur!
--En það væri líklega í reynd ekki skv. langtíma hagsmunum flokks forseta, að styðja forsetann í þessu tilviki, þannig rökrétt ættu jafnvel pólitískir dómarar hlynntir Repúblikönum að dæma gegn Trump í þessu tilviki.

Þannig að sú útkoma sem ég velti upp -- getur verið ólíkleg þegar allt er skoðað.
Þá meina ég, jafnvel þó maður gefi sé dómurinn sé orðinn rammpólitískur.

 

Kv.


Bloggfærslur 13. nóvember 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 846659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband