Er ammóníak, NH3, eldsneyti framtíðar fyrir almenning? Unnt að rafgreina vetni með vindmyllum, sækja Nytur úr andrúmslofti binda við vetnið!

Ég er þá að tala um hringrás, þar sem Nytur er hluti af loftinu sem við öll öndum að okkur -- nytur er ca. 78% af andrúmslofti Jarðar, súrefni ca. 21% - margvíslegar aðrar lofttegundir í lægra hlutfalli. Þannig, ef maður gerir ráð fyrir því að rafgreina vetni - t.d. með vindmyllum er væri komið fyrir í þyrpingum, svokallaðir vindmullugarðar, þeim væri unnt að koma fyrir á vindasömum stöðum - utan alfaraleiðar. Þá væri unnt að koma fyrir búnaði við hverjar vindmylluþyrpingu, sem tæki Nytur úr loftinu í kring - og hvarfaði nytruð við vetnið.

Missing link for solar hydrogen is... ammonia?

  1. Ammóníak hefur suðumark −33,34°C meðan suðumark vetnist er −259,16°C. Miðað við meðalloftþyngd við sjávarmál. 
    Þetta þíðir, að mun minni orku eða þrýsting þarf til að varðveita ammóníak.
  2. Fyrir utan er vetnis mólíkúlið það smæsta í heimi, sem þíðir það lekur úr mörgum tegundum efna -- hreinlega milli mólekúlanna.
    En ammóníak sameindin er það stór, hún gerir slíkt ekki.
    Þetta gerir gríðarlegan mun á geymslukostnaði.
  3. Ammóníak er þegar mikið notað í iðnaði, t.d. við fiskvinnslu hér -- því þekking og reynsla til af notkun þess, starfsmenn til sem vanir eru að vinna við það - gæta fyllsta öryggis; og ekki síst - nóg framleitt af ammóníaksgeymum.
  4. Hver lítri ammóníaks skilar 2-falt meiri orku, en lítri af hreinu vetni. Meira er af vetni í einum lítra af ammóníaki en einum lítra af hreinu vetni.
  5. Ammóníak eins og vetni er unnt að brenna á sprengihreyflum sem breytt hefur verið til þess lítillega.
  6. Bruni skilar: 2NO þ.e. og H2O - þ.e. vetnið verður að vatni, nytur skilað til baka.
  • Ég get því ekki komið auga á að efnasamsetningu lofthjúps sé raskað.
    Að sjálfsögðu ekkert CO2. Kolefni kemur hvergi við sögu.

 

Hvernig gætu bifreiðar brennt - Ammóníaki án þess að setja fólk í hættu? Ammóníak eftir allt saman eitrað!

Hef pælt í þessu síðan ég skrifaði:
Er NH3 eða ammóníak eldsneyti framtíðar? Einn lítri af NH3 inniheldur meira vetni en einn lítri af hreinu vetni

  1. Ímyndum okkur uppsetningu svipað því bifreið fari inn á þvottastöð, af þeirri tegund að til staðar er færiband og starfsfólk.
  2. Starfsmaður mundi ganga úr skugga, allir gluggar kyrfilega lokaðir -- slökkt á bifreið, loftinntak lokað.
  3. Eigandi gæti sjálfur ekið að punktinum þ.s. færiband byrjar - starfsmaður tekur við bifreið, og lykli -- tékkar á ofangreindum atriðum. Og setur bifreið á færiband, slekkur á.
  4. Færiband færir bifreið inn fyrir dyr, rennihurð lokar á milli -- þar bakvið starfsmaður heilgallaður, mikil loftræsting þar en loft síað áður en fer út, sá starfsmaður dælir á.
  5. Eldsneytistankur væri með mjög traustu loki ásamt innsygli, sérstakt áhald þyrfti til að opna og loka. Eldsneytistankur væri auk þessa, sterklega smíðaður til muna umfram gerð bensíntanka - svo ólíklegt væri að gat kæmi á við hugsanlegan árekstur.
  6. Þegar búið væri að dæla á, kyrfilega læsa loki á að nýju. Færi bifreið áfram aftur um rennihurð er lokaði á milli -- inn í rými með öflugum loftblæstri til að blása í burtu öllu hugsanlegu ammóníaki -- lykt mætti bæta við það loftstreymi.
  7. Við endann tæki eigandi við lykli að nýju, eftir að hafa greitt og æki af stað að nýju.

--Með ofangreindum öryggis-atriðum huga ég að notkun ammóníaks á bifreiðar væri nægilega örugg. Ef sett væri á mótorhjól, yrði það að virka svipað - þ.e. kyrfilega lokað með sérstöku loki, auk þess tankur væri þykkari sterkari og þyngri en bensíntankur.
--Megin ástæða umfram styrks, væri að hindra möguleikann að gat gæti komið á við árekstur.

  • Ekki væri selt eldsneyti á brúsa.

 

Hef sjálfur komist í kynni við ammóníaksleka!

Eitt sinn lak á mínum vinnustað pakkning - sem var illa merkt og ekki augljóst að innihélt ammóníak. Út af því var meðferð starfsmanns ekki eins gætileg, og ef viðkomandi hefði áttað sig á að pakkning innihélt ammóníak.
Ég við annan mann, komum öllum út úr húsinu.

Lyktin sem ég fann, var nægilega sterk til að mér súrnaði um augu svo tár láku.
Og óþægilegt var orðið að anda er ég fór út eftir að hafa gengið úr skugga allir aðrir voru farnir.
--Eftir atburðinn fann ég ekki fyrir nokkrum líkamlegum óþægindum.

Einn starfsmaður sem fann fyrir slíkum, fór til athugunar með sjúkralyði, kom til vinnu daginn eftir.

  1. Það er sem sagt - eitrað, en við erum ekki að tala um e-h sambærilegt við eiturgas.
    Lyktin er það sterk, svo fremi sem útgönguleiðir eru greiðar.
    Að lyktin algerlega sannfærir viðkomandi að ganga út.
    Áður en lífshætta er til staðar.
  2. Í tilviki þ.s. einungis finnst smávægileg lykt, er það ekki sama og vera í hættu - ímyndum okkur að einhver lítil lykt væri til staðar er eigandi tekur við bíl.
  3. Takið eftir, mér súrnaði um augu, að anda var orðið óþægilegt.
    En engar afleiðingar samt.
    En það var auðvitað ströng aðvörun að hypja sig út.
  4. Ef einhver smávægileg lykt er -- hægt að loftræsta þar til lykt er farin.

Það er einmitt mín eigin lífsreynsla sem segir mér -- að fyrirkomulagið sem ég sting upp á.
Sennilega sé nægilega öruggt!

 

Fyrir utan þetta, væri unnt að brenna ammóníaki á skipum og flugvélum!

Menn eru að leita leiða til að losna við allt þetta - CO2 - sem brennt er, auk sóts sem einnig kemur við bruna kolefnis.
--Vegna þess að ekkert kolefni er til staðar -- er auðvitað ekkert sót við bruna, NH3.
--En það mætti eins kalla Ammóníak -- Nytur3Hýdríd. 

Það er sérstaklega bagalegt að flugvélar setja megnið af sinni mengun upp í háloftin.
Er kemur að skipum, er það bagalegt - hve magnið af menguninni er óskaplegt.
--Alla þá mengun ásamt sótmengun er hægt að fjarlægja.

  • Og við þurfum ekki einu sinni að hætta að nota -- sprengi-hreyfla.

Galli við orku-skipti yfir í rafmagns-bíla.
Er þessi óskaplega fjárfesting í - bifreiðar með sprengihreyflum.
Hvað á að gera við þær allar?
--Enn eru milljónir þeirra framleiddar ár hvert.

  1. Ef hægt er að gera sprengi-hreyfla umhverfisvæna, a.m.k. ekki síður en batterís rafmagnsbíla.
  2. Væri greinilega óskaplegur heildar-sparnaður í því.
    Ekki satt?

Auðvitað kostar lausnin sem ég sting upp á nokkuð.
En ekkert á við að -- henda allri "ICE Internal Combustion" tækni.

  • Fyrir utan blasir engin lausn er kemur að langflugi.
    Eða skipa-umferð á heims-höfunum!
    --Ef menn einblína á orkuskipti einungis á forminu að skipta yfir í rafhlöður.

Þó þeir tankar sem ég geri ráð fyrir séu þyngri en venjulegir bensín- eða dísiltankar.
--Bendi ég fólki á að í dag kaupa margir bensínbíla sem eru hýbrid þ.e. einnig með rafmótor og batterýi -- sá búnaður bætir gjarnan 200kg. við heildarþyngd.
--Skv. því mættu tankarnir auðveldlega vega yfir 100kg. tómir.

 

Niðurstaða

Síðan sl. í viku netnotandi benti mér á Ammóníak sem brennslu-efni. Hef ég áttað mig á hve stórfelldur sparnaður gæti falist í því -- að svissa um brennslu-efni.
Frekar en að henda öllu því sem inniheldur sprengi-hreyfla. Síðan skipta því öllu út.

Þetta er slíkur kostnaður, ef orkuskipti fara þannig fram -- tölurnar eru langt umfram skilning venjulegrar persónu.
Mér virðist það augljóslega mun einfaldari og líklega til mikilla muna ódýrari leið.
--Að gera sprengi-hreyfla umhverfisvæna!

Þá breytum við núverandi tækni, getum áfram keyrt á bifreiðum með sprengihreyfla.
Og áfram flogið flugvélum með þotu- eða venjulega sprengihreyfla, án þess að leggja plánetuna í leiðinni í rúst.
--Hættum að nota kolefnis-eldsneyti algerlega.

Hver þjóð fyrir sig getur þá framleitt allt sitt eldsneyti.
--Vetni rafgreint - síðan vetni hvarfað við nytur úr súrefninu í kring.

  • Olíuþjóðir hætta þá að skipta máli.
    Ekki satt?
    Þar sem ekki er þá lengur ástæða til að nota olíu.
    --Fyrir utan smurolíu.

 

Kv.


Bloggfærslur 27. október 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband