Donald Trump virðist hafa gert Bandaríkin áhrifalaus í samhengi Sýrlands -- samkomulag Mike Pence virðist uppgjöf gagnvart Erdogan, Erdogan og Pútín ráða niðurstöðu mála á fundi nk. þriðjudag

Ákvörðun Trumps sem hann tók á símafundi við Erdogan forseta Tyrklands - virðist ætla hafa töluvert dramatískar afleiðingar, en útkoma fundar Mike Pence við Tyrklands-forseta rétt fyrir umliðna helgi, þar sem Erdogan virðist hafa fengið allar sínar kröfur samþykktar af Bandaríkjastjórn.
--Bendir til þess að ákvörðun Trumps á símafundinum við Erdogan, hafi leitt til fullkominnar uppgjafar Trumps á þeirri stöðu sem Bandaríkin höfðu byggt upp í samvinnu við sýrlenska Kúrda síðan 2014.
--Ég fæ ekki séð að Bandaríkin fái nokkurn skapaðan hlut í staðinn, gegnt því að - að virðist, gefa aðstöðu sína á Kúrdasvæðum Sýrlands að best verður séð algerlega eftir.

Það er eins og að undanhald liðsveita Bandaríkjanna hafi verið flótti, sbr. allt skilið eftir - ekki einu sinni tími til að taka niður tjöld!

Image result for abandoned US bases syria

Svipmynd um flótta verður skýrari er litið er inn í tjöldin!

Image result for abandoned US bases syria

Tæki og búnaður skilinn eftir!

Image result for abandoned US bases syria

  1. Skv. myndunum hlýtur Trump að hafa samþykkt í samtali við Erdogan.
  2. Að liðssveitir Bandaríkjanna færu án tafar!

Eins og fréttir sýndu, fór Tyrkjaher strax af stað meðfram öllum landamærunum - fregnir bárust af að hermenn Bandaríkjanna hefðu í tilvikum, hörfað undan þegar stórskotahríð var komin afskaplega nærri þeim -- sem væntanlega skýrir snöggan flótta!

Þetta minnir á svipmyndir frá Saigon -- þegar Bandaríkjamenn flúðu hreinilega.

 

Bandaríkin voru búin að vera þarna síðan a.m.k. 2015 - 4 ár! Þar af allan tímann fram að þessu eftir Trump var kjörinn!

Bandaríkin geta beint nægilegum ógnunum gagnvart Tyrklandi -- til þess að Tyrkland ráðist ekki að 2000 manna liðssveitum.
--Þau hafa nægan flugher í Mið-Austurlöndum, til að líklega eyða flugher Tyrklands.
--Geta beitt nægum sprengju-árásum eftir það, til að sprengja í tætlur framrás hvaða hers sem er.
--Fyrir utan að geta sett sambærilegar refsiaðgerðir beitt er á Íran til að eyðileggja efnahag Tyrklands.

  1. Maður verður að álykta, að Trump hafi sannfært Erdogan -- að Tyrkland hefði ekkert í hættu!
  2. Annars er erfitt að skilja þessa snöggu breytingu, að Erdogan var búinn að vera frústreraður alla forsetatíð Trumps -- fram að símafundinum fræga, er allt breytist.
  • Síðan, virðist fundur Mike Pence við Erdogan -- ekki hafa falið annað í sér.
  • En að formalisera -- uppgjöf ríkisstjórnar Bandaríkjanna!

--Myndirnar skýra þetta var - rout - ekki skipulagt undanhald!
--Ákvörðun Trumps er svo afdrifarík, að snöggur flótti verður nauðsynlegur.
Þetta er auðvitað auðmýkjandi fyrir þessar hersveitir!

 

Afleiðingar ákvörðunar Trumps og Pence!

Það mun koma í ljós eftir fund Erdogans við Pútín á þriðjudag!

  • Mikilvægi punkturinn er sá, Bandaríkin urðu allt í einu snögglega áhrifalaus innan Sýrlands - fyrir tilstuðlan snöggrar ákvörðunar Trumps.
  1. Kúrdar í Sýrlandi eru settir í fullkomna óvissu.
  2. Þeim ber að hörfa 40 km. meðfram öllum landamærunum, eða sæta árásum Tyrkjahers að nýju.
  3. Erdogan og Pútín munu ákveða þeirra - status.

Vitað er að Erdogan vill -- setja 2 milljónir af flóttamönnum frá Sýrlandi inn á 40 km. landræmuna.
--Þar hafa búið a.m.k. 300þ. Kúrdar, ca. 1,8 milljón Kúrdar í öllu Sýrlandi.

Ekki er vitað enn, hvort Pútín mun samþykkja umtalsverðar þjóðernis-hreinsanir á Kúrdum. En Bandaríkin hér eftir hafa ekkert um það að segja!
--Trump og Pence afgreiddu mál með þeim hætti að þannig verður það.

  • Augljóslega skilar þetta til muna veikari stöðu Bandaríkjanna á svæðinu.
    --Ekki sjáanlegt hvað Bandaríkin fá í viðskiptum.
  • Staða Tyrklands hver hún akkúrat verður, háð samkomulagi nú við Rússland.
    Ekki Bandaríkin, sem er mikilvæg breyting.
    --Tyrkland virðist a.m.k. í sterkari samningsstöðu en áður.
    --Rússland heilt yfir er ekki eins sterkt ríki og Bandaríkin.
    --Erdogan ætti því að standa sterkt að vígi í samningum við Pútín.
    Líkur virðast því miklar Erdogan fái að hreinsa Kúrda.
    Þó það sé ekki öruggt enn.
  • Íran óneitanlega einnig fær út úr þessu styrkari stöðu en áður.
    En Íran hefur til muna fjölmennara herlið í Sýrlandi en Rússland.
    Meðan að liðssafnaður Rússar stærstum hluta snýr að rekstri stórrar herstöðvar þaðan sem haldið er uppi flugsveitum af orrustu- og sprengjuvélum.
    --Íran fær þar með óhindrað af Bandaríkjunum áhrifasvæði frá eigin landamærum -- eiginlega að landamærum Ísraels.
  • Staða Assads styrkist greinilega, en útkoma virðist -- háð því hve Pútín samþykkir miklar tilslakanir til Tyrklands.
    --Assad fær mikið til aftur það umráða-svæði er hann hafði áður en stríð skall á.
    --Megin undantekningin verður -- það svæði hvað sem það verður - er verður einhvers konar -öryggissvæði- Tyrklands, m.ö.o. protectorate.
    **Það getur þítt, nokkurs konar skiptingu Sýrlands - Tyrkland fái sneið eða ræmu.

 

Frekari afleiðingar ákvörðunar Trumps og Pence

  1. Bandaríkin hafa svikið Kúrda -- það er ekki hægt að færa bætifláka fyrir það.
    Eins skýr svik og nokkur svik geta verið!
  2. Afleiðingar eru að sjálfsögðu víðtækar -- Obama hóf samstarf við Kúrda, fyrst þegar sveitir Kúrda voru undir ásókn innrásar ISIS liðsveita á svæði Kúrda, síðan eftir að tókst að stöðva þá innrás inn á svæði Kúrda, fengu sveitir Kúrda aðstoð við að ná til baka -- Kúrdasvæðum er fallið höfðu til liðssveita ISIS.
    Síðan í framhaldi þaðan í frá, aðstoðuðu Bandaríkin Kúrda - ásamt liðssveitum skipuðum sýrlenskum flóttamönnum er Bandaríkin bjuggu til, við það verk að hernema svæði innan Sýrlands er ISIS hafði hertekið.
    --Mannfall Kúrda ca. 10þ.
  3. Slík svik -- valda að sjálfsögðu öllum þeim er hafa samstarf við Bandaríkin áhyggjum.

Það sem Trump virðist segja -- enginn geti treyst því að næsti forseti, virði nokkuð af því sem -- fyrri forseti ákveður.
Ef svo er -- er allt langtímasamstarf við Bandaríkin í augljósri óvissu.

  • Bylgja af vantrausti er óhjákvæmileg.

Það skipti engu máli hver næsti forseti verður!
Sá mun þurfa að glíma við þá snöggu aukningu á vantrausti sem ákvörðun Trumps skapar.

  1. Það þíðir, þjóðir og hópar verða hér-eftir mun tregari til samstarfs við Bandaríkin en áður.
  2. Þetta getur varað í mannsaldur a.m.k.

--Tjónið getur því orðið mjög stórfellt fyrir Bandaríkin.

 

Hugsanleg langtímaáhrif svika Trumps og Pence gagnvart Kúrdum!

Bandaríkin eru enn mesta herveldi heims -- hinn bóginn, samtímis eru þau í hlutfallslegri hnignun, þ.e. mörg önnur lönd eflast hraðar!
Vaxandi áhrif margvíslegra 3-ju landa, veikir stöðu Bandaríkjanna.
Sem fyrir bragðið, er minna mæli drottnandi.

  1. Málið er að ef staða Bandaríkjanna er að veikjast.
    --Verða bandalagsríki Bandaríkjanna mikilvægari en áður.
    --Ekki minna mikilvæg en áður.
  2. Veikari Bandaríki, þurfa vaxandi mæli á Bandamönnum sínum að halda.
    --Þess vegna sé það óskynsamlegt, að efla vantraust meðal eigin Bandamanna.
    --Samtímis og staða Bandaríkjanna er að veikjast.
  3. En ef bandalög Bandaríkjanna -- flosna upp.
    --Samtímis því er Bandaríkin sjálf hlutfallslega veikjast.
    --Gæti drottnunarstaða Bandaríkjanna tekið snöggan endi.
  4. Höfum á móti í huga, Bandaríkin + öll bandalagsríki Bandaríkjanna eru meir en 60% alls heims hagkerfisins enn.
    --Það þíðir á mannamáli, svo lengi sem bandalög Vestuverlda halda.
    --Er ekki að sjá að yfirburða-staða þess bandalags taki enda.

Eins og ég hef áður sagt -- Bandaríkin geta hent stöðu sinni frá sér.
En, svo lengi sem þau gera það ekki, eru Bandaríkin + bandamenn þeirra.
--Sterkari en nokkurt það afl sem sennilegt er að ríki í líklegri framtíð.

 

Ætti Evrópa að verja Kúrda?

Þetta bull hefur dúkkað upp á netinu.
--Hið augljósa er að Evrópa megnar ekki að verja Kúrda.
--Henni er það ekki mögulegt.

Ef allir herir Evrópu eru lagðir saman, næst tala nærri milljón.
Erdogan einn sér hefur 900þ. hermenn.
Pútín hefur rétt rúmlega milljón!

Þetta þíðir, Evrópa getur - tæknilega varist Rússlandi.
En ekki samtímis farið í harnað við Erdogan.
Og varist Rússlandi!

M.ö.o. ef Evrópa ímyndað sendi nægar liðssveitir til að tékka af Erdogan í samhengi Mið-Austurlanda.
--Væri Evrópa augljóslega með ónógar varnir á A-landamærum sínum.

Maður gæti ímyndað sér Evrópu 2-falda herafla sinn.
Slíkt tæki aldrei minna en nokkur ár.
--Sem aftur leiðir mig að ályktuninni, að umtalið sé bull.

  1. Bandaríkin ein gátu varið Kúrda, því að 2þ. Bandaríkjamenn hafa allan herafla Bandaríkjanna sér að baki.
    --Ef þ.e. ljóst árás á 2000 Bandaríkjamenn þíðir stríð við gervöll Bandaríkin, ræðst enginn með lágmarksviti á 2000 Bandaríkjamenn.
  2. Það skiptir máli í þessu samhengi, að Bandaríkin búa ekki við það ástand -- að hafa óvinveitt herveldi með milljón manna sterkan her, við eigin landamæri.
    --Bandaríkin geta því sent fjölmenna heri yfir höf, án þess að ástæða vakni til að óttast eigið öryggi.

 

Ekkert bendir til að liðssveitir fari heim frá Sýrlandi!

Sumir meina DT hafi staðið við kosninga-loforð!
Hinn bóginn, virðist liðið á för til Saudi-Arabíu, ekki heim.

Hitt, forðast stríð -- augljóslega skall á stríð um leið og Trump gaf Erdogan loforð um tafarlausa brottför, m.ö.o. 2000 Bandaríkjamenn héldu stríði niðri.
--Allt í allt létu 3 Bandaríkjamenn lífið af völdum átaka meðan þeir aðstoðuðu Kúrda.
--Líklega færri en dóu í slysum.

Meðan Erdogan hélt atlaga að 2000 liðssveitum Bandaríkjanna, gæti leitt til hamfara fyrir Tyrkland.
--Þá var þetta líklega afar áhættulítil staða fyrir þessa 2000 Bandaríkjamenn.

Ég sé ekki að ástæða hafi verið að ætla að Erdogan réðist á þær liðssveitir.
--Meðan Bandaríkin tjáðu honum skírt, að árásir á þær liðssveitir leiddu til hamfara fyrir Tyrkland.

  • Hin snögga breyting er varð við samtalið milli Trumps og Erdogans -- hlýtur því að hafa verið sú, hann hafi lesið Trump þannig.
    --Að Trump mundi ekki taka ákvarðanir er alvarlega mundu skaða Tyrkland.
    --Þó Erdogan ákveddi að hjóla í 2000 manna liðssveitir Bandar.

Erfitt er þbí að skilja útkomuna annað en hreina uppgjöf af hálfu Trumps!

 

Hvernig verkar uppgjöf Trumps á stöðu Bandaríkjanna í Sýrlandi í samhengi við önnur málefni Mið-Austurlanda?

Væntanlega veit einhver, að Trump hefur verið að færa þúsundir hermanna til Saudi-Arabíu.
Að hann sagði upp samkomulagi við Íran er Obama gerði 2013.
Og að Trump hefur sett óskaplega harðar efnahagsþvinganir á Íran.

  1. Opinberlega er stefnan að veikja Íran í Mið-Austurlöndum.
  2. Þvinga Íran til stórfelldra eftirgjafar.

--Í því samhengi, hljómar það sérkennileg ákvörðun.
--Að gefa eftir aðstöðu á ca. 1/3 af Sýrlandi.
Þannig stækka umtalsvert áhrifasvæði Írans í Mið-Austurlöndum.
Samtímis fjarlægja hugsanlega ógn fyrir Íran!

  • Ákvörðunin virðist m.ö.o. ganga þvert á yfirlýst markmið.

Þó SA sé ekki mitt uppáhaldsríki - þá hljóta bandamenn Bandaríkjanna við Persaflóa vera rasandi yfir ákvörðun Trumps.
--Ekki vegna þess þeir elski Kúrda.
--Heldur vegna haturs þeirra á Íran.

Ekki verður séð að Trump hafi fengið nokkurn skapaðan hlut á móti.
M.ö.o. ákvörðun hans eins skírt dæmi um uppgjöf og ég hef séð dæmi um í langan tíma!

 

Niðurstaða

Ákvörðun Trumps um allsherjar uppgjöf á stöðu Bandaríkjanna innan Sýrlands, er tekin í einu samtali -- Trump virðist hreinilega hafa gert í buxurnar, undan hótunum Erdogan.
Hann virðist hafa tekið þá ákvörðun, án þess að ráðgast við nokkurn af ráðgjöfum sínum.
Niðurstaða fundar Pence með Erdogan, virðist einungis -- innsigla ákvörðun um uppgjöf.
--Myndir af búðum Bandaríkjanna sína skýr merki um hraðan flótta.

Líklegt virðist Erdogan hafi hótað að ráðast á liðssveitir Bandaríkjanna.
Í stað þess að hóta eldi og brennisteini á móti.
--Fæ ég ekki betur séð, en DT hafi reynst sannkölluð heybrók.

Ef hann hefði rætt við hernaðar-ráðgjafa sína t.d., hefðu þeir bent honum á að styrkur Bandaríkjanna væri slíkur -- þau gætu gereytt flugher Tyrkja, einnig landher.
--En enginn landher getur haldið uppi skipulegri sókn gegn nákvæmu sprengjuregni.

Gagnvart hótunum um eld og brennisteyn - hafði staða þessara liðssveita verið fram á þann punkt, örugg.
Um leið og að best verður séð Trump gaf eftir allar í gildi hótanir um alvarlegar afleiðingar, þá eins og myndir sína gáfu Tyrkir sveitunum afar lítinn tíma til að fara.

  1. Með þessu hefur DT stórum hluta kollvarpað stöðu Bandar. í Mið-Austurlöndum.
  2. Þau hafa enn sterka stöðu við Persaflóa - en ákvörðun Trumps, sáir vantrausti meðal bandamanna Bandaríkjanna þar einnig.
    --Það vantraust, einnig veikir stöðu Bandaríkjanna - Persaflóa-megin.
    --Því nú hljóta þeir bandamenn að spyrja sig, hve mikið er að marka yfirlýsingar um stuðning.

Nettó útkoma gæti því reynst -- stórsigur Írans og Rússlands.
Gegn eiginlega nákvæmlega engu!
--Að rétta fram sigur á silfurfati virðist eiga vel við þetta dæmi.

Hvað kemur fyrir Kúrda ræðst af fundi Erdogan og Pútín nk. þriðjudag.
Vegna sterkrar samningsstöðu Erdogans er hefur mun fjölmennari herlið nærri vettvangi en Rússland -- líklega fær Erdogan kröfur sínar megin atriðum fram.
--Yfirlýst vill Erdogan færa 2 milljónir Sýrlendinga er flúðu frá öðrum svæðum Sýrlands á 40 km landræmu milli Sýrlands og Tyrklands.
--Erfitt að sjá hvernig það ekki felur í sér umtalsverða hreinsan á Kúrdum er búa þar, en vart er pláss fyrir þá og aðrar 2 milljónir á sama tíma.
Ef mál enda svo að mikill fjöldi Kúrda verði landlaus ger -- verða það afar slæm verðlaun fyrir mikilvæga aðstoð veitta.
-----------------------
Varðandi ásakanir Kúrdar hafi staðið í hreinsunum!
Bendi ég á að sókn ISIS var langt komin inn á þeirra svæði, áður henni var hrundið.
Síðan sóktu Kúrdar inn á svæði er ISIS hafði hernumið og ráðið í nokkurn tíma.
--Nú mega menn útskýra, af hverju er það sennilegar að fólk hafi flúið Kúrda er síðar hröktu ISIS í burtu - en ISIS, eða stjórn ISIS á þeim svæðum er vitað er að var hræðileg?

Ég sé engar sannanir fyrir slíkum ásökunum. Mun sennilegar ef einhverjur flúðu frá svæðum er Kúrdar náðu á sitt vald - hafi þeir flúið ISIS nokkru á undan.

 

Kv.


Bloggfærslur 20. október 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband