Sýrland hefur sennilega mjög dökka framtíð - spurning hvort það verður Afganistan, Pútíns

Eins og flestir ættu að vita, hefur tímabundið bandalag Írans og Rússlands - unnið stærstum hluta sigur í stríðinu um kjarnahéröð Sýrlands. Enn er stórum svæðum stjórnað af öðrum, en það eru ekki - kjarnasvæði Sýrlands. Þeim svæðum stjórnar Assad - með stuðningi hersveita Írans og Hezbollah, með viðbótar stuðningi flughers Rússlands og rússneskra sérsveita.

  • Hinn bóginn, virðist mér Sýrland - vaxandi mæli líkjast miklu mun stærra Gaza svæði.

Rökin fyrir því, að framtíð Sýrlands sé líklega afar dökk eru nokkur.

  1. Fyrstu augljósu rökin eru þau, að Sýrland mun ekki fá peninga frá Vesturlöndum - meðan fjölmennur Íranskur her er í landinu, Sýrland þar af leiðandi greinilega íranskur leppur - og þar er einnig að finna hersveitir Hezbollah.
  2. Augljóslega, hafa hvorki Íranar né Rússar - þá 200 milljarða dollara til umráða sem lauslega er áætlað að endurreisn kosti.
  • Það leiðir fram þá ályktun, að líklega viðhelst áfram afar afar slæmt ástand í Sýrlandi, þ.s. landið verður áfram stórum hluta rústir - þar með landið ekki með eiginlegan efnahag, heldur algerlega háð peningagjöfum frá Rússlandi og Íran.
  1. Það ástand er að ímsu leiti Vesturlöndum í hag, ef út í þ.e. farið - þ.s. Sýrland er þá myllusteinn um háls þeirra tveggja landa, sem hafa kosið að halda því uppi.
  2. Rökrétt, þ.s. fyrir hvort tveggja Íran og Rússland, væri það óhugsandi að leyfa Sýrlandi að falla aftur í stjórnleysi --: Þá á það líklega við samtímis, að meðan Íran og Rússland hafa ekki efni á eiginlegri endurreisn, munu þau ekki heldur leyfa landinu að falla aftur í það ástand sem það var statt í - er þau hófu afskipti af innanlandsstríði þar 2013.
  • Það þíðir rökrétt, að bæði Íran og Rússland komast ekki hjá því að hafa þar stöðugt líklega her, og að auki að stöðugt senda til Damaskus nægilegt fé til að halda Damaskus a.m.k. gangandi.
    --Meðan hvorugt landið hefur nægilegt fé, til að endurreisa landið þannig að það virki.

 

Þetta þíðir að mig grunar að sigur Írans og Pútíns sé - Phyrrískur!

Mér finnst líking við Gaza eiga við - væntanlega vita allir um Gaza svæðið í útjaðri Ísraels sem Ísraelar hafa haldið einangruðu -- að þar er mikil og stöðug fátækt, íbúar hafa ekki framtíð - þess vegna ungt fólk auðveld bráð fyrir öfgastefnur.

  1. Mig grunar að Sýrland verði svipað, þ.e. án endurreisnar hafi það ekki störf í boði fyrir ungt fólk, hagkerfið nái ekki að fúnkera.
  2. Unga fólkið verður þá án tækifæra - eins og á Gaza auðveld bráð fyrir öfgar.

Því má ekki gleyma - að sjálft stríðið í Sýrlandi hefur án vafa sáð gríðarlegu hatri.
500þ. manns er talið hafa fallið, stór svæði í landinu rústir einar -- 6 milljónir flúnar.

--Viðvarandi slæmt ástand, þíðir auðvitað flóttafólk hefur fáar ástæður til að snúa heim.
--Fyrir utan, að líklega er hluti ástæðu flóttans að margir þeir er flúðu, studdu uppreisn og þar með bætist þá sennilega við, óttast refsingar öryggislögreglu ógnarstjórnar Assads.

Ef ástandið í Sýrlandi verður slæmt, má reikna með því að flóttamannabúðirnar séu ekki endilega ljósárum skárri - það virðist þó að þeir sem þar eru, hafi eitthvað betri séns á störfum, enda flóttamannabúðir í löndum sem ekki eru í rústum.

  • Hinn bóginn, má reikna með því að þeir á meðal flóttamanna er studdu uppreisn, þekki marga af þeim er létu lífið í stríðinu - og eigi harma að hefna.

Rétt að benda á að 1948 stríð Ísraels við Araba - er leiddi til flótta hundruða þúsunda svokallaðra Palestínumanna frá Ísrael, að þeir sem flúðu settust að í flóttamannabúðum í löndum í kring um Ísrael.
--Að síðan mynduðust árum seinna andstöðuhreyfingar PLO áhrifamest út frá þeim flóttamannabúðum.

  1. Flóttamenn frá Sýrlandi eru nærri 10 falt fjölmennari, en þeir er flúðu Ísrael 1948.
  2. Það gæti veitt hugmynd um hugsanlegan skala þess vandamáls, sem framtíðar reiði íbúa þar gæti skapað þeim -- sem ráða Sýrlandi í framtíðinnni, og þeim sem styðja stjórnina þar.

Einhverjum hætti getur hafa myndast öfugt Ísrael!

Ég er að bera saman Ísrael 1948 og áfram, við Sýrland nú.

Nema að Sýrland hefur ekki eins auðuga bakhjarla!

Árum saman var Ísrael umkringt óvinum, sem voru studdir af utanaðkomandi stórveldi.
Það sama á væntanlega við Sýrland - nema að Sýrland er í verulega veikari stöðu, hafandi mun veikari bakhjarla - og samtímis, mun fjárhagslega sterkari óvini en Ísrael.
--Stjórnarfar innan Sýrlands sé mun lakara - miklu spilltara og mun minna skilvirkt.

 

Niðurstaða

Mig grunar að það sem eigi við Sýrland sé gamla máltækið - sá hlær best sem síðast hlær. En mig grunar að vegna þess að hvorki Rússland né Íran hafi fjármagn til endurreisnar Sýrlands. Samtímis að augljóslega, hafa Vesturlönd engan áhuga á að styrkja land undir yfirráðum Assads - sem á Vesturlöndum sé kennt um það blóðuga stríð sem varð í landinu, bent á að sprengjuherferð hans eigin hersveita hafi valdið megni þess eignatjóns er nú við blasi.
Fyrir utan, að nær fullur fjandskapur sé við Rússland undir stjórn Pútíns, Vesturlönd séu því sjálfkrafa treg að styrkja stöðu Rússlands - með slíkum peningagjöfum.

  1. Mig grunar að staðan sé þvert á þ.s. oft fullyrt er, Vesturlöndum í hag - þ.s. Pútín hafi vissum hætti bakkað út í horn, m.ö.o. hafi svo auglýst Sýrland sem rússn. sigur, að hann geti ekki eigin orðstírs vegna -- bakkað út.
  2. Á sama tíma, hafi hvorki Rússland né Íran - nægt fé til að endurreisa Sýrland. Þar með líklega viðhelst áfram, ákaflega slæmt ástand þar í landi, þ.e. efnahagur áfram í rúst, fá tækifæri til góðs lífs fyrir íbúa. Því stöðug þörf til að viðhalda stjórninni í Damaskus með fégjöfum - og að auki, veik staða Sýrlands áframhaldandi þíði líklega, áframhaldandi þörf fyrir rússneskt herlið í landinu og íranskt.
  • Þá fer þetta að líkjast Afganistan.

Sýrland verði sennilega mörgu leiti eins hamingjusamt og Gaza svæði hefur verið á jaðri Ísraels, og þar með sambærileg stöðug uppspretta öfga-stefna meðal ungs fólks er hafi nær engin tækifæri til góðs lífs. Það án þess að nefna flóttamannabúðirnar, er sennilega einnig verða stöðug uppspretta sambærilegra vandamála. Það má ekki gleyma því mikla hatri sem stríði hefur skilið eftir - þeir 500þ. er létust eiga ættingja, og þeir líklega telja sig eiga harma að hefna. Það eitt, án þess að nefna fátækt og hörmungarástand líklega viðvarandi, væri eitt og sér næg ástæða til að vænta stórs vandamáls.

En allt lagt saman blasir við mér að Sýrland verður án líklegs stórs vafa stórfelldur myllusteinn fyrir sérhvern þann sem ætlar sér að ráða því, og fyrir þá sem ætla sér að halda þeirri stjórn sem þar er - gangandi.

Enska orðið - quakmire - á örugglega vel við.

 

Kv.


Bloggfærslur 20. janúar 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband