Ekkert slor nýr Rússnesk smíðaður lúxusbíll Pútíns - sömu helgi og bifreiðasýning var í Moskvu voru aldraðir Rússar að mótmæla

Sjálfsagt heyrðu einhverjir aldraðir Rússar væru að mótmæla - fyrirhuguðum breytingum á fyrirkomulagi greiðsla ellilífeyris, ekki síst breytingum á því - á hvaða aldri einstaklingur kemst á ellilífeyri. 
--Pútín hefur sagt breytingar nauðsynlegar vegna fyrirséðs kostnaðarauka fyrir stjórnvöld, af völdum fjölgunar Rússa í sem komast á ellílífeyrisaldur.

Despite Putin's concessions, Russians protest pension reform law

En það gæti verið að einhverjir meðal hinna öldruðu hafi einnig reiðst yfir nýrri flottræfilsbifreið leiðtogans - Aurus Senat!

Limminn hans Pútíns - videó, eins og sést er hann langur

Sennilega standard týpan sem venjulegir ríkir Rússar kaupa - sjá myndband!

Ef marka má fréttir, er Senat bifreiðin þróuð af "NAMI" sem er rannsóknarsetur rússneskra stjórnvalda - fyrir þróun bifreiða. Og Aurus virðist -- alfarið nýtt lúxusbifreiðamerki.

  1. Það þíðir væntanlega, að bifreiðin hefur ekki nokkurn fyrir-rennara, þ.e. allt er nýtt, sbr. vél - kram - innrétting - undirvagn, o.s.frv.
  2. Miðað við hvað kostar að þróa nýjar bifreiðar á Vesturlöndum frá grunni - þá meina ég, allt nýtt -- er líklegur þróunarkostnaður yfir milljarði dollara, jafnvel - nokkrir.
    --Óþekkt er hve margir verða seldir per ár, en ólíklegt virðist að þeir verði seldir í einhverju verulegu magni.
  3. Á mannamáli eins og ég skil hagfræði - þíðir það, að kostnaður nýja bílsins hans Pútíns hlýtur að vera margfaldur líklega samanborið við -- sennilega þá bifreið sem t.d. Donald Trump notast við.
    --En forsetabifreiðar Bandaríkjaforseta hafa alltaf verið á grunni einhverrar bifreiðar þegar í framleiðslu - þó mjög mikið breyttri frá upphaflegri gerð.
    --En samt, við það að nota mjög tjúnnaða standard vél - standard strúktúr sem þó er lengdur og sérstyrktur, þó bætt sé við margvíslegum sér búnaði; þá ætti að sparast heilmikill peningur.
    --Samanborið við það, að bifreið sé ekki á grunni bifreiðar sem áður hefur verið til, en ef allt kramið er nýtt - allt sem fer í bifreiðina er það einnig; þá er væntanlega um að ræða mjög verulegan þróunarkostnað -- sem leggst þá allur á þau örfáu eintök er verða smíðuð fyrir rússnesku plútókratana.
  4. Skv. upplýsingum WikiPedia, er bifreiðin hans Pútíns -- 6,5 tonn, og með um 600 hestafla vél, þróun hennar var hafin 2013 -- ekki fylgir hve mörgum milljörðum var varið í það.
  5. Venjulegi Senatinn - kvá verða settur í almenna framleiðslu fyrir litlar 160.000$ og verður boðinn til sölu í Asíu og Mið-Austurlöndum.
    --Síðar verði boðið upp á fleiri bifreiðar á sama grunni, t.d. stóran lúxus jeppling.
    Kannski smá von að eitthvað náist inn til baka fyrir þróunarkostnaðinum!
    Það verður að koma í ljós, hvernig það gengur að selja ofurlúxus bifreið frá Rússlandi.

Það sem ég er að segja, að á sama tíma og Pútín er að segja við gamla fólkið -- ríkið þarf að spara, hefur það verið að verja virkilegum haug af peningum í þetta - gæluverkefni.

Og ég gæti trúað því að þær fréttir hafi hleypt einhverjum gömlum kappi í kinn.

Mótmæli í Rússlandi

Myndanifdeg;urstafdeg;a fyrir russia PENSIONERS protesting

Mynd af mótmælum á Spáni fyrir nokkrum árum

Protesters

Það er ekkert sérstaklega óalgengt að fyrirhugaðar skerðingar í tengslum við ellilífeyri leiði til fjöldamótmæla - slík mótmæli hafa undanfarin ár farið fram í nokkrum fjölda landa; enda Rússland langt í frá eina landið - sem býr við hækkandi meðalaldur íbúa.

 

Niðurstaða

Þó nýi lúxusbíllinn sé flottur - þá stórfellt efa ég að hugmyndin um lúxusbifreiðaframleiðslu sé til komin í öðrum tilgangi, en þeim að gera tilraun til þess - að hala inn peningum á móti þeim mikla pening sem farið hefur í að þróa bifreið fyrir Pútín alveg frá grunni alfarið innlennt smíðaða skv. bestu stöðlum.
--Rússneskir bílar hafa sannarlega verið seldir út fyrir landsteina sérstaklega árum áður.
--En í gamla daga voru þetta ódýrir bílar fyrir pöpulinn, eiginlega keyptir vegna þess að þeir voru ódýrir - gjarnan ódýrari en aðrir fáanlegir.
--Að sama skapi voru þeir ekki að háum gæðastandard.
Fyrir bragðið grunar mig að það geti verið nokkuð á brattann að sækja jafnvel þó í þessu tilviki séu framleiðslugæði ef til vill - fyrsta flokks, að ná fram þeim sölum sem stefnt er að. Þar sem að fyrir lúxur kaupendur, skiptir ímynd ef eitthvað er - meira máli, en fyrir venjulegt fólk. Eftir áralanga fjarveru almennt séð frá mörkuðum, séu Rússneskir bílar líklega besta falli lítt til ekki þekktir - gamla ímyndin mundi frekar skemma fyrir.

Það gæti þurft að verja miklu fé til kynningar. Síðan er þetta tegund sem enginn hefur frétt af, þó Pútín sé á einu eintaki!
--Mig grunar að þessu fé öllu hefði verið betur varið til innanlandsmála í Rússlandi.
--Ekki gleyma því, að Pútín er að biðja gamla fólkið að sætta sig við hertar sultarólar.
--Því ríkið þurfi að spara fé -- -- en greinilega þarf ekki að spara fé fyrir gæluverkefni ríka fólksins með sambönd innan stjórnkerfisins.


Kv.


Bloggfærslur 3. september 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband