Trump kominn með nýjan forsetabíl - Cadillac auðvitað

Dálítið gaman að bera þetta saman við nýjan forsetabíl Pútíns: Ekkert slor nýr Rússnesk smíðaður lúxusbíll Pútíns - sömu helgi og bifreiðasýning var í Moskvu voru aldraðir Rússar að mótmæla.

New GM-built 'Beast' presidential limo makes Trump debut

Here's The New Presidential Beast Limo

This Is President Donald Trump's New Cadillac "Beast" Limo

 

Forsetabíll Pútíns!

Forsetabíll Pútíns hefur greinilegt Rolls Royce "vipe."

 

Forsetabíll Trumps

Meðan að ég fæ ekki séð að forsetabifreið Trumps sé annað en - Cadillac. 

  1. Bifreiðin hans Trumps, meðan hann fer með embætti forseta, kvá vega ca. 9 tonn.
    --Meðan uppgefin þyngd bifreiðar Pútíns er ca. 6,5 tonn.
  2. Ekkert hefur verið gefið upp um aflvél nýrrar bifreiðar embættis Bandar. forseta.
    --En bifreið Pútíns kvá hafa 8 sýlindra vél með forþjöppu og 600hö.
  3. Það sem vitað er um nýjan forsetabíl Trumps - að:
    --Hann er með sömu sætisskipan og sá fyrri: 2 - 3 - 2.
    --Hann er byggður á trukka-undirvagni, ekki fólksbíls-undirvagni. Og sá undirvagn af sterkustu gerð sem GM hefur yfir að ráða. En mjög styrktur samt þar fyrir utan.
    --Þannig boddýið er þá eiginlega - klætt í líkingu fólks-bifreiðar, frekar en að vera slík í raun og veru.
    --Það er að sjálfsögðu öflug brynvörn væntanlega til allra átta, neðan frá einnig.
    --Bifreiðin innanfrá er varin frá hvers konar formi hugsanlegra árása með gasvopni eða eiturvopni af öðru tagi. M.ö.o. er með algerlega lokað eigið umhverfiskerfi meðan henni er ekið.
    --Og hún er búin mjög öflugum samskiptakerfum, væntanlega kerfum sem eru varin með þeirri bestu tækni sem Bandaríkin ráða yfir, gegn hugsanlegum innbrotum eða njósnum.
  • Síðasta bifreið kostaði 1,5milljón.$ stykkið, en embættið átti 15 stykki af þeirri.
    --Verðmiðinn á þessari er ekki enn kominn.
  • En einhvern veginn grunar mig, að forsetabifreið Pútíns - kosti í háu margfeldi miklu meira.

Það kemur til af því, að Bandaríkin byggja á grunni sérsmíðaðra bifreiða sem þó eru framleiddar á grunni þess sem til er fyrir.
Meðan að bifreið Rússlands-forseta virðist á engum grunni sem fyrir var, þó hún sé smíðuð innan Rússlands - heldur var búinn til ný framleiðsla ofurlúxusbifreiða sem ekki var til áður, þ.e. allt þróað nýtt frá grunni - vél, annað kram, innréttingar, undirvagn, o.s.frv.
--Kostnaðurinn hlýtur að hafa verið óhugnanlegur!

Það sé algerlega óhugsandi að framleiðsla ofurlúxusbifreiða í líklega fáeinum eintökum per ár, seld til rússn. plútókrata og hugsanlegra einhverra erlendra plútókrata með tengsl við Rússland -- komi til með að skila nema mjög litlu brotaboti af þeim kostnaði til baka.

Í samanburði sé bifreiðin hans Trumps líklega - fjárhagslega séð, skítur og kanell.

 

Niðurstaða

Verð að viðurkenna enn fullkomlega hneykslaður á því verkefni sem liggur að baki bifreið Pútíns, því ákveðið var greinilega - allt yrði vera smíðað í Rússlandi. Þó það þíddi sennilega verja til þess tugum milljarða dollara a.m.k. til að búa til það framleiðslubatterý sem gat smíðað og þróað frá grunni - allt það sem fer í bifreið skv. ströngustu kröfum.

Meðan býr Bandaríkjaforseti við það að þar í landi eru til framleiðendur með 100 ára sögu, og er ráða yfir miklum fjölda nýtilegra hluta og undirvagna, véla og annars krams - fyrir utan að hafa að auki langa reynslu af því að smíða "limousines." Þá sparast að sjálfsögðu mjög mikið fé, því unnt er að ganga í þær smiðjur - nota þ.s. til er sem grunn.

--En einhvern veginn, finnst mér að Pútín hefði frekar átt að fjármagna bætt heilsufar eigin landa -- en enn er meðalaldur karlmanna þar innan við 70 ár.
--Ég meina, það er engin alvöru afsökun til staðar, af hverju þetta er enn þannig eftir meir en 20 ár við völd!
--Tugir milljarða dollara hefðu örugglega haft veruleg áhrif þar um.

Mér finnst þetta eiginlega sýna hvaða tillit stjórnar-elítan í Kreml tekur til síns eigin fólks, nákvæmlega ekki neitt.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. september 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 846641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 696
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband