Olíufélag Venezúela í kattar og músar leik við erlenda kröfuhafa

Þetta kemur fram á vef Nasdaq og hjá Reuters: Venezuela dodges oil asset seizures with export transfers at sea - Venezuela dodges oil asset seizures with export transfers at sea.

Kattar og músar leikurinn er sá, að erlendir kröfuhafar hafa í seinni tíð leitast við að gera lögtak í eignum ríkisolíufélags Venezúela þar á meðal talið - olíuförmum.

Það þíðir, að PDVSA getur ekki lengur tekið þá áhættu að láta eigin skip sigla með farma, heldur virðist uppáhalds aðferðin orðin sú - að umskipað sé á hafi úti milli skipa.

Einhverjum förmum hafi einnig verið skipað út í Kúpu, þó það sé ekki vinsæll áningarstaður vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Kúpu.

  1. Það sem sé alvarlegast þessa dagana sé, að útflutningur standi í 1,3 milljón tunnum.
  2. Meðan að PDVSA sé samningsbundið um útflutning á 2,2 milljón tunnum.

Þetta sé alvarlegt hrun miðað við: Venezuela’s oil production

"In 1997, Venezuela was producing about 3.2 million barrels of oil per day. Production hovered around 2.5 million barrels per day from 2002 to 2015, and then slumped, hitting 1.6 million barrels per day in January 2017."

Að framleiðslan sé 1,34 millj. tunna per dag nýlega sýni verulega minnkun milli ára, en þó var staðan á sl. ári - alvarleg hrun staða miðað við þá framleiðslu er hafði staðið í yfir 3 milljón tunnum.

Klárlega er landið í því ástandi að geta ekki staðið við langtímasamninga - sem ólíklegt virðist að lagist. 

Auðvitað, þíðir þessi hnignun olíuiðnaðarins þrátt fyrir gnótt af olíu til staðar í landinu - en samdrátturinn hefur ekkert að gera með skort á olíu, heldur hræðilega óstjórn ríkisstjórnar landsins á öllum þáttum - framleiðslan hnigni vegna skorts á viðhaldi er hafi greinilega staðið yfir árum saman, nema að á síðustu misserum sé komið að skuldadögum.

Ofan í þetta hræðilega ástand er stundaður hreinn stórþjófnaður!

How Venezuela gets plundered - Venezuela's Maduro Suspect in Probe as U.S. Keeps Pressure On

Hátt settir embættismenn, þar á meðal forseti landsins grunaður um hlutdeild - hafa verið stunda hreinan þjófnað á gjaldeyri sem stungið sé undan hungruðum landsmönnum, til að auðga eigin vasa þeirra sem standa fyrir þjófnaðinum og vasa þeirra erlendu einka-aðila er hafa komið til aðstoðar til þess að þvo þá peninga!

Síðan sé þeim komið fyrir á erlendum leynireikningum.
Þetta kemur mér ekki á óvart - ég er nú búinn að nefna stjórnarfar landsins a.m.k. tvö sl. ár, þjófaræði.

En ég kem vart auga á nokkurn annan tilgang sem verið geti úr þessu til staðar hjá þeirri fámennu elítu sem nú stjórni landinu - en að rupla og ræna eins lengi, og stætt er.

Á sama tíma, fjölgi hungruðum í landinu stöðugt - og flóttamönnum frá landinu í nágrannalöndum.

 

Niðurstaða

Það sé það sorglega að líklega hefur í tíð Maduro ríkið í Venesúela fallið í hendur á þjófum er náð hafa valdi innan valdaflokksins í landinu - það sé besta skýringin sem ég kem á til að skýra annars fullkomlega absúrd stjórnun landsins þ.s. bilið milli opinbers gengis og markaðs sé meir en 10/1 - sem gefi innanhúsaðilum möguleika til þess að kaupa gjaldeyri á opinberu gengi, til þess að auðgast með afar einföldum hætti.

Þannig sé ástandinu viðvarið vegna þess að fámennur hópur græði óskaplega.
Meðan fjölgi hungruðum - soltnum og látnum vegna sjúkdóma er grassera í vaxandi mæli er auðvelt er í dag að lækna með lyfjum - en grassera samt því ekki eru peningar til að kupa lyf.

Stjórnin hafi líklega þróast yfir í tæra glæpamennsku.

 

Kv.


Bloggfærslur 7. ágúst 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband