Evrópa sennilega með þveröfuga hagsmuni við Bandaríkin í Írandeilunni/Refsiaðgerðir Bandaríkjanna taka formlegt gildi, einnig aðgerðir ESB ætlað að verja evrópsk fyrirtæki

Af hverju Evrópuríki leggja svo mikla áherslu á að forða því að Íran hugsanlega endurræsi sitt kjarnorkuprógramm ætti að blasa við.
--En Íran ræður þegar yfir eldflaugum er geta dregið til Suður-Evrópu, er tæknilega geta borið kjarnasprengju.
--Þannig að um leið og Íran sprengir sína fyrstu kjarnorkusprengju, stæði Evrópa frammi fyrir hugsanlega nýrri kjarnorkuvá.

Auk þessa má nefna að ef Íran hefur aftur þróun kjarnorkuvopna gæti magnast stríðshætta við Bandaríkin - en slíkt stríð gæti leitt til alvarlegs óstöðugleika innan Mið-Austurlanda í stærri stíl en sést hefur í um 100 ár.
--Á sama tíma geri ef til vill landfræðileg fjarlægð Bandaríkin síður óttaslegin þar um.

Fyrir utan þetta, þá hlýtur Evrópa að reikna með þeim möguleika, að einhver andstæðingaríkja Írans t.d. Saudi-Arabía, gætu brugðist við með því að hefja sín eigin kjarnorkuprógrömm.
--Hótanir um slíkt hafa einmitt heyrst frá Saudi-Arabíu þó ekki nýlega heldur í tíð Obama.

En vegna nálægðar Evrópu við Mið-austurlönd, þá getur Evrópa ekki reiknað með því að sleppa við alvarlegar hliðarafleiðingar hugsanlegs kjarnorkustríðs milli ríkja innan Mið-Austurlanda.

  • Fyrir Bandaríkin sem slík, eru hugsanleg írönsk kjarnavopn ekki eiginleg hætta.
  • Frekar spurning um, stuðning við mikilvæga bandamenn.

Það getur vel verið að fyrir Bandaríkin sé ekki síst útbreiðsla áhrifa Írans, á svæðinu milli Lýbanons og landamæra Írans við Írak -- þyrnir í augum.
Fyrir utan er "proxy" stríð í gangi milli Saudi-Arabíu og Íran í Yemen.

Íran er enn sem komið er, hvergi nærri því að hafa flaugar er draga til Bandaríkjanna.
Þannig hugsanleg írönsk kjarnavopn ekki - strax tæknileg ógn við Bandaríkin.
--Sem geti gert Bandaríkin frekar tilbúin til þess að beita Íran þrýstingi, en Evrópu.

Renewed U.S. sanctions target Iran's economy, Tehran cool on talks

US reimposes economic sanctions on Iran

Iran's Rouhani dismisses Trump call for talks on eve of new sanctions

EU launches counter-measures against US sanctions on Iran

 

Topographic map of Iran shows various physiographic regions (source: www.worldofmaps.net). 

Góð spurning hvort gagnaðgerðir ESB eru líklegar að virka!

En ESB virðist beinlínist ætla að banna evrópskum stórfyrirtækjum að hætta viðskiptum við Íran á grunni þess að þau fyrirtæki verði fyrir barðinu á refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar.

Fyrirtæki er vilja hætta viðskiptum við Íran er starfa innan ESB - verða að óska heimildar Framkvæmdastjórnar ESB að fá að hætta viðskiptum við Íran.

Og ef þau fyrirtæki hætta þeim viðskiptum án heimildar eða þvert á yfirlýsingu að heimild fáist ekki - þá fær framkvæmdastjórnin rétt til að lögsækja þau fyrirtæki fyrir svokölluðum Evrópudómstól.

Fyrirtækin fá heimild til þess að lögsækja innan aðildarlanda ESB stjórnvöld Bandaríkjanna ef stjórnvöld Bandaríkjanna beita viðkomandi fyrirtæki viðurlögum er tengjast refsiaðgerðum Bandaríkjanna á Íran.

--Það er að sjálfsögðu stór opin spurning hvort þessar aðgerðir ESB koma til með að virka.
--Það er augljós ástæða að ætla þær gagnaðgerðir ESB geti valdið árekstrum í samskiptum við ríkisstjórn Bandaríkjanna!

Ekki liggur fyrir hvernig Evrópudómstóllinn mundi innheimta sektarkröfu -- en kannski gæti hann framkvæmt lögtak á einhverjum ótilteknum eignum bandarískra stjórnvalda innan Evrópuríkja.

Þekki ekki hvort hann mundi geta staðið fyrir slíku - en kannski.
En dómstóllinn klárlega mundi þurfa hafa beitt tæki - ef mögulegt ætti að vera að innheimta slíkar sektarkröfur.

 

Ég held það sé alveg ljóst af þessu að ESB aðildarlönd almennt álíta það mikilvæga hagsmuni sína að forða hugsanlegri kjarnorkukrísu innan Mið-austurlanda!

Íran var búið þrátt fyrir samfelldar refsiaðgerðir Bandaríkjanna frá 1979-2015 eða 36 ár að þróa eldflaugar er draga líklega til S-Evrópu, auk þess að vera nærri komið því að geta smíðað kjarnasprengjur.
Rétt að rifja upp að Íran hefur komið fyrir mikilvægum þáttum síns kjarnorkuprógramms í byrgjum er voru reist undir írönskum fjöllum - eins og kortið sýnir, nóg af fjöllum í Íran.

--Á næstunni kemur væntanlega í ljós hvort Íran metur mótaðgerðir ESB nægar.
--En Íran hefur ákallað lönd er stóðu að Írans samkomulaginu, að styðja við samkomulagið þrátt fyrir aðgerðir Donalds Trumps gegn Íran.

Önnur lönd sem stóðu að samkomulaginu - Kína, Rússland, Frakkland, Bretland, Þýskaland.
--Stundum hefur verið talað um, 6-velda samkomulagið, áður en Trump dróg Bandar. úr því.

  1. Bandaríkin virðast vonast til þess að mjög harðar refsiaðgerðir dugi nú.
    --Þó að 36 ár á undan hafi ekki leitt Íran til uppgjafar.
    --Og á því tímabili hafi Íran þróað sínar eldflaugar og byggt upp sitt kjarnorkuprógramm.
  2. Spurninging um hugsanlegan óstöðugleika innan Írans - stjórnin í Íran hrundi ekki fyrri 36 árin.
    --Það hefur gætt nokkurrar óánægju meðal íransks almennings með stöðu efnahagsmála.
    --Það auðvitað þrýstir á Íran - að leita leiða til þess að finna lausn framhjá refsiaðgerðum Bandaríkjanna.
  3. Trump virðist halda að þetta þíði - að Íran líklega gefi eftir.
    --En það þarf ekki endilega vera svo.
    --Það gæti allt eins þítt, að Íran væri líklegra en ella vegna þrýstings almennings, að leita óvenjulegra leiða framhjá þeim hindrunum sem Bandaríkjastjórn setur upp.

Íran þarf á því að halda að fá fjárfestingar - að viðskipti með olíu séu tryggð.

  1. Sumir tala um Rússland - það má sjálfsagt ímynda sér samkomulag þess efnis að rússn. olíufyrirtæki kaupi íranska olíu fyrir rúbblur og endurselji síðan á olíumörkuðum.
    --Galli væri augljós fyrir Íran - að til þess að gera þetta kostnaðarlega framkvæmanlegt fyrir Rússland -- þyrfti Íran væntanlega að veita mikla afslætti á sinni olíu.
    --En Rússland er ekki fjárhagslega sterkt ríki - getur því ekki veitt Íran umtalsverða fjárhagslega aðstoð.
    Rússland hefur ekki þörf fyrir innflutta olíu, þannig öll kaup eða umsjón um olíusölu væri hreinn kostnaður fyrir Rússland. Þannig eins og ég bendi á, yrði Rússland að fá þóknun frá Íran til að geta staðið í slíku.
  2. Hinn bóginn hefur hvort tveggja ESB og Kína - yfrið næg fjárráð til að kaupa alla íranska olíu til nota heima fyrir!
    Og bæði hafa mikla árlega þörf fyrir innflutning á olíu og olíuvörum.
    --Og geta gert þetta í eigin gjaldmiðli!
    --Íran ætti að geta selt þá olíu, fullu verði.
    Hvorki ESB né Kína ættu að þurfa að þvinga fram afsláttarkjör, þar sem kaup í báðum tilvikum mundu geta verið til eigin nota - báðir aðilar þurfa hvort sem er að kaupa mikið magn olíu ár hvert.
  3. Í sameiningu ættu Kína og ESB því ákaflega vel geta tryggt að öll írönsk olía sé seld gegnt sanngjörnu markaðsverði.
    --Sama hversu harkalegar refsiaðgerðir Trump stendur fyrir.

 

Niðurstaða

Aðgerðir ESB þegar fram komnar virðast staðfesta áhuga ESB á því að forða því að Íran segi sig sjálft frá kjarnorkusamkomulaginu - fyrir utan það sem ég nefni virðast fréttir benda til þess að ESB sé einnig að íhuga að standa fyrir beinum olíukaupum frá Íran.
--Alveg örugglega þá í evrum. Það atriði liggur þó ekki formlega fyrir enn.

Kína virðist ekki enn hafa gefið formlega yfirlýsingu, fyrir utan að Kína hefur talað á þeim grunni einnig að rétt sé að verja kjarnorkusamkomulagið - þrátt fyrir refsiaðgerðir Donalds Trumps.

Ég eiginlega hafna þeim möguleika að stuðningur Rússlands sé sennilega verulega gagnlegur - enda er Rússland olíusöluríki, hefur engan áhuga á innflutningi á olíu -- og Rússland hefur óverulega fjárhagslega burði; yrði því klárlega að krefjast þóknunar fyrir sérhverja umboðssölu á íranskri olíu.

Tveir afar fjársterkir aðilar og samtímis með mikla þörf fyrir innflutta olíu, þíðir stuðningur ESB og Kína a.m.k. tæknilega séð getur fullkomlega dugað til að halda Íran á floti.

--Ég held að fyrir frið innan Mið-austurlanda sé auk þessa mikilvægt að tryggja að Íran segi sig ekki frá samkomulaginu.
--En þá virðast miklar líkur á að Íran færi aftur að auðga úran til sprengjugerðar, og þ.s. engin leið er að eyðileggja það prógramm með loftárásum - gæti skapast mikil stríðshætta, þ.e. líkur á innrás mundu sennilega vaxa.

Slík stríðsaðgerð gæti hratt af stað atburðarás innan Mið-Austurlanda er virkilega gæti orðið Evrópu skeinuhætt! Meðan að fjarlægð Bandaríkjanna sjálfra frá því átakasvæði, leiði til þess að Bandaríkin þurfa mun síður að óttast alvarlega neikvæðar hliðarverkanir.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. ágúst 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 844899

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband