Recep Tayyip Erdogan ætlar ekki að gefast upp fyrir Donald Trump

Það tók nokkra daga fyrir svar Tyrklandsstjórnar að koma fram en í annan stað hefur nú Tyrklandsstjórn svarað tollaðgerð Donalds Trumps frá sl. föstudegi og aíðan hefur seðlabanki Tyrklands fyrirskipað aðgerðir til að styrkja gengi lírunnar - er virðist hafa skilað nokkrum árangri í dag!

Turkey doubles tariffs on some U.S. imports

Lira rallies after Turkey introduces measures to curb short selling

  1. Erdogan skellir 120% tollum á bifreiðainnflutning frá Bandaríkjunum - 60% tolli á innflutning á tóbaki frá Bandaríkjunum og 140% tolli á innflutning á áfengi frá Bandaríkjunum.
    --Bendi á að sl. föstudag hafði Trump hækkað tolla á stál frá Tyrklandi í 40% og á ál í 20%.
    --Það má velta fyrir sér þeim möguleika að Donald Trump muni hækka þá tolla - aftur. Það væri í tón við tolladeilu hans t.d. við Kína, hvernig sú deila hefur þróast.
  2. Rétt að benda á að fram í fréttum kemur að tyrkneskir dómstólar hafa neitað áfrýjun fyrir bandarískan strang kristinn prest, Brunson - þó enn eigi æðsta dómstig eftir að fjalla um málið.
    --Þá útkomu má einnig skoða sem svar, að Tyrkland hafni þrýstingi.
    --Talsmaður Erdogans sagði, að deilan við Bandaríkin yrði leyst - en akkúrat hvernig er spurning: Erdogan spokesman says problems with U.S. will be resolved
  3. Eitt áhugavert atriði fyrir utan þetta -- að Tyrkland hefur sleppt grískum hermönnum óvænt sem Tyrkland hafði haldið um nokkurt skeið.
    --En Tyrkland hefur einnig verið með kröfu á Grikkland um að afhenda einstaklinga sem hefur verið veitt hæli innan Grikklands.
    --Þetta er álitið af þeim er telja sig vit á hafa - friðarboð frá Erdogan til ESB.
    **En áfram stendur krafa Tyrklands á Bandaríkin um múslima klerkinn Gulem, sem Tyrkland vill greinilega eiga viðskipti við Bandaríkin þ.e. skipta honum fyrir 4. bandaríkjamenn sem Tyrkland heldur --> Ásakanir fyrir meint -eer- gulemistatengsl.
    --Þá mér virðist sú ásökun afar fjarstæðukennd sérstaklega í tengslum við róttækan kristinn klerk - af hverju ætti sá að tengjast íslamista samtökum?
  4. Seðlabanki-Tyrklands, minnkaði um helming það fjármagn sem tyrkneskir bankar hafa heimild til þess að verja í formi líra - í skiptum við erlenda aðila á öðrum gjaldmiðlum - með því að draga úr gjaldmiðils-skiptum þá minnkar Seðlabanki-Tyrklands aðgengi erlendis að tyrknesku lírunni.
    --Þeir sem telja sig hafa vit á, meta að leitast sé við að minnka möguleika erlendra aðila til spákaupmennsku gegn tyrknesku lírunni.
    --Hinn bóginn grunar mig, að minnkað aðgengi að lírum geti mjög vel komið niður á fleiri aðilum - en þeim sem kaupa lírur í spákaupmennsku-tilgangi.
    **T.d. hvað um ferðamannastraum til landsins?
  5. Fyrir utan þetta, takmarkaði Seðlabanki-Tyrklands réttindi til þátttöku tyrkneskra banka í gerð - framvirkra samninga þ.s. tyrkneska líran kemur við sögu. En slíkir samningar eru oft notaðir af fyrirtækjum sem vilja tryggja sér aðgengi til framtíðar að gjaldmiðli á tilteknu umsömdu fyrirfram verði.
    --En slíkt er einnig unnt að nota til spákaupmennsku.
    --Það samtímis takmarkar möguleika fyrirtækja er starfa innan Tyrklands sjálfs, til að minnka sína gjaldmiðils áhættu - en tyrknesk fyrirtæki eru einna líklegustu aðilarnir til að kaupa framvirka samninga til að tryggja sér líru á fyrirfram umsömdum kjörum.

Líran virðist hafa rétt við sér upp á 6% -- bendi á hún féll 16% sl. föstudag.
Þessar aðgerðir leysa í sjálfu sér ekki þau efnahagsmál sem ríkisstjórn Tyrklands hefur verið gagnrýnd fyrir, sbr. viðskiptahalla upp á 5% af þjóðarframleiðslu sem greinilega er fjármagnaður með aukningu gjaldeyrisskulda - verðbólgu upp á 15% - auk annarra vísbendinga um hagkerfi í yfirhitun.
--En líran hafði fallið um 40% mánuðina á undan, hefur verið sá stóri gjaldmiðill í heiminum sem langsamlega mest hefur fallið í virði.

Spurning um frekari viðbrögð Donalds Trumps?

  1. Frekari hækkun tolla virðist sennileg - Trump gæti bætt við fleiri tollum, auk hugsanlega frekari aðgerða -- tæknilega gæti hann farið að banna tyrkneskum fyrirtækjum að eiga viðskipti í dollar.
    --Þó manni virðist ekki sennilegt að svo langt verði gengið a.m.k. að sinni.
  2. Það gæti verið að Tyrkland fái ekki afhentar F35-þotur sem Tyrkland vill kaupa nokkra tugi af, fyrirfram umsamin kaup.

En ég á ekki von á því að Donald Trump blikki - nú þegar Erdogan ætlar a.m.k. ekki gera það að sinni! 

Talsmaður Erdogans segir þó deilan verði leyst - án þess að útskýra málið.

Ég sé þó ekki Donald Trump gefa eftir kröfu sína að bandarískir þegnar í varðhaldi fyrir furðulegar sakir í Tyrklandi verði sleppt, sbr.

"One of them is Serkan Golge, a 38-year-old Nasa physicist who was sentenced to seven years in prison for terrorism in February. Evidence against him included a savings account at a Gulen-affiliated bank  and the discovery in his home of a single dollar bill, which Turkish authorities sometimes say is a sign of Gulenist conspiracy." 

Svo hann átti reikning í tyrkneskum banka, tékkaði ekki á hver væri eigandi bankans, og hann átti dollaraseðil í skúffu -- vá!
--Þetta virðist einkenna ásakanir um Gulemistatengsl, að þær virðast stórfurðuleg steypa.
--Samt er dæmt fyrir þetta - sem virðist sterklega benda til þess að réttarkerfinu í Tyrklandi sé nú beitt í - utanríkis tilgangi.
**En Erdogan getur mjög auðveldlega með forsetavaldi náðað síðan fólkið.
**En hótunin er að það sé varðveitt í varðhaldi árum saman.
Fyrir utan þennan mann, heldur Tyrkland klerkinum Brunson og a.m.k. tveim starfsmönnum bandarísku utanríkisþjónustunnar er störfuðu á skrifstofu á vegum hennar í Tyrklandi - við það hræðilega verk að útbúa VISA fyrir tyrki sem vilja koma til Bandaríkjanna.

Upphafið af deilunni er krafa Tyrklands um múslima klerkinn Gulem, sem Erdogan sakar um að hafa skipulagt samsæri gegn sér -- hinn bóginn er sá einstaklingur með varanlega landvist í Bandaríkjunum -- ekki einu sinni Donald Trump getur líklega fyrirskipað að hann sé sendur úr landi.

Þetta er eitt atriði sem virðist erfitt að fá Tyrklansstjórn til að skilja, að þá þarf líklega Tyrklandsstjórn að höfða mál gegn viðkomandi innan Bandaríkjanna -- Tyrklansstjórn hefur hingað til ekki vilja það; sem margir taka sem vísbendingar um raunverulegan skort á sönnunum gegn Gulem.

Svipuð deila við Grikkland - þá hafði grískur dómstóll heimilað tyrkneskum hermönnum landvist þar -- svokallað pólitískt hæli, vegna þess að gríski dómstóllinn samþykkti rök þeirra fyrir því að ekki yrði réttað í málum þeirra innan Tyrklands með sanngjörnum hætti.
--Þetta gerðist í reynd í andstöðu við ríkisstjórn Grikklands er hafði engan áhuga sjálf á deilu við Erdogan.
--Þarna hófst svipað stapp - eins og kemur fram að ofan - hefur Tyrkland nú allt í einu sleppt grískum hermönnum er tyrknesk yfirvölt virtust halda í von um að geta skipt á þeim.
**Hinn bóginn þá á það sama við, að grísk stjórnvöld geta ekki gripið fram fyrir sínum dómstólum.

Mig grunar að Erdogan átti sig á því að hann geti ekki staðið samtímis í harðri deilu við Bandaríkin -- og átt í hugsanlega jafn erfiðri við ESB lönd!

 

Niðurstaða

Eina sem ég er viss um að deilan milli Tyrklands og Bandaríkjanna - um klerkinn Gulem annars vegar og hins vegar a.m.k. 4 Bandaríkjamenn sem tyrknesk yfirvöld halda og beita fyrir sig langsóttum ásökunum um meint gulemistatengsl; að sú deila á eftir að vinda upp á sig frekar.

En Donald Trump er líklegur grunar mig að svara mót-tollaðgerð Erdogans, með frekari tollaðgerðum -- ef ég miða við þróun deilu hans við Kína. En í grunninn er deilan við Tyrkland ekki viðskiptadeila, heldur hófst með kröfu Tyrklands um afhendingu múslima klerks, Gulem að nafni. 

Hinn bóginn vegna þess að hann var áður búinn að fá varanlega landvist í Bandaríkjunum, þá hefur Donald Trump - ekki einu sinni hann, líklega rétt til að - afhenda hann eins og krafist er.

Þá virkar kerfið þannig, að ef Tyrkland hefur ásakanir - þarf Tyrkland að sanna þær fyrir rétti innan Bandaríkjanna. Hingað til hafa tyrknesk yfirvöld þó hafnað boði um réttarhöld innan Bandaríkjanna. Sem margir taka sem vísbendingu um raunverulegan skort á sönnunum.

Það væri að sjálfsögðu alvarlegt fordæmi að afhenda - einstakling, einungis vegna þess að þess er krafist. En t.d. ef vestræn lönd vilja fá einstakling, þá eru öll gögn ásökunum til sannana -- send um hæl, svo yfirvöld sem fá slíka beiðni hafi tækifæri til að meta þau.

Bendi á að Tyrkland var einnig í sambærilegri deilu við Grikkland - en allt í einu virðast tyrknesk yfirvöld hafa sleppt grískum hermönnum.

Þekki ekki hvort tyrknesk yfirvöld hafa sleppt öllum Þjóðverjum í haldi líka, en á sl. ári a.m.k. voru tyrknesk yfirvöld með nokkra Þjóðverja í haldi -- en tyrknesk yfirvöld hafa að auki viljað fá þýsk yfirvöld til þess að afhenda tyrkneska ríkisborgara er hafa fengið hæli í Þýskalandi.

Germany may 'rethink' Turkey ties after two more Germans detained

Skv. þeirri frétt voru 12 Þjóðverjum haldið í Tyrklandi í sept. 2017. 

Germany 'waiting for details' on citizen's arrest in Turkey

Skv. þessari frétt frá apríl 2018 er 5. Þjóðverjum haldið í Tyrklandi.

Hef ekki séð fregnir um að þeim hafi verið sleppt - þýsk yfirvöld virðast almennt ekki hafa verið með hástemmdar yfirlýsingar í málum sem slíkum.
--Þekki því ekki hvort þessu fólki hefur verið sleppt.

 

Kv.


Bloggfærslur 15. ágúst 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 846657

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband