Tyrkland vs. Bandaríkin: stundar Tyrkland gíslatökustefnu? Er fall tyrknesku lírunnar sönnun um efnahagsstríð gegn Tyrklandi? Er Trump með ósanngjörnum hætti að vega að bandamanni?

Það vaknar fjöldi stórra áhugaverðra spurninga í tengslum við það sem vart verður kallað annað en - hrun samskipta Tyrklands og Bandaríkjanna sl. daga, eftir að Donald Trump tók þá ákvörðun fyrir helgi að 2-falda ál og stál tolla sem gilda fyrir allan heiminn og eru þá 20% fyrir stál og 10% fyrir ál, í 40% og 20% í tilviki Tyrklands.

Viðbrögð markaða voru harkaleg, stórfellt fall tyrknesku lírunnar er heilt yfir hefur fallið 40% á þessu ári - en fallið fyrir helgi um 16% eða þar um bil; þannig að líran hefur verið að falla greinilega áður en núverandi ástand skall yfir.

  1. En vikurnar og mánuðina á undan, voru markaðir farnir að óttast um stöðu efnahagsmála í Tyrklandi - en landið hefur verulegan viðskiptahalla og hefur haft hann í mörg ár reyndar.
  2. En vandi Tyrklands er ólíkt þegar Bandar. eða Bretland eða Japan hefur viðskiptahalla - hve mikið af honum virðist vera fjármagnaður með, gjaldeyri - meðan Bandar., Bretland og Japan geta selt ríkisbréf í eigin gjaldmiðlum.
    --En það auðvitað skapar allt annan áhættustuðul að safna gjaldeyrisskuldum.
    --En uppsöfnun gjaldeyrisskulda fyrir þjóðarbú, er einmitt sögulega séð klassískur undanfari efnahagskrísa og sérstaklega - gjaldmiðilskrísa.
  3. Síðan viðskipta-aðgerðir Trumps, til að þrísta á um að Tyrkland afhendi Bandaríkjunum bandaríska þegna í varðhaldi þar - sakaðir um m.a. um meint tengls við svokallað "gulemista plott."

Á laugardag var Erdogan að venju harður í ummælum, talaði þá um "economic war" en hann þverneitar og hefur síðan líran fór að falla fyrr á árinu - þverneitað því að nokkur ástæða sé til þess að efast um efnahagsstöðu Tyrklands.
--Sakar markaði um skilningsleysi eða jafnvel um samsæri gegn Tyrklandi.
--Sannast sagna hef ég heyrt sambærilegar áskanir áður, rétt að ryfja upp að rétt fyrir hrunið á Íslandi - heyrðust ummæli frá íslenskum ráðherrum, eins og að menn ættu að sækja endurmenntun - þegar erlendir aðilar fóru að benda á hættumerki í ísl. atvinnulífi - mánuðina fyrir hrun.

Það er því miður algengt að ríkisstjórnir þverneiti að kannast við að allt sé ekki með felldu.
Að haldið sé fram að þegar útlendir aðilar byrja að hafa efasemdir - að þær séu ósanngjarnar - á misskilningi byggðar - eða jafnvel form árásar á landið!

  • Þekktasta dæmið í seinni tíð er auðvitað - Venezúela.
  • Hinn bóginn er Tyrkland langt í frá að vera - Venezúela.

--Ég held að samlíking við Ísland rétt fyrir kreppu - sé nærtækari.
--Að sjálfsögðu er mjög skaðlegt að þegar hriktir undir efnahagsstoðum Tyrklands, sé skollin á versta kreppa í samskiptum við Bandaríkin - síðan tyrkir réðust inn í Kýpur fyrir áratugum.

En ég sé ekki Donald Trump blikka - sérstaklega er hann veit Tyrkland í veikri stöðu.

https://legacy.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_physio-2006.jpg

Tyrkland viðist stunda hreinar gísatökur!

En í kjölfar valdaráns tilraunar - hóf Erdogan hreinsanir innan Tyrklands gegn svokölluðum Gulemistum - hátt á annað hundrað þúsund manns voru reknir, innan stofnana ríkisins allt frá skólum - embættismannakerfi yfir til hers og lögreglu -- og tugir þúsunda voru handteknir.
--Mjög margir þeirra hafa síðan beðið allt fram á daginn í dag eftir réttarhöldum.

Í tengslum við þær hreinsanir - var fjöldi útlendinga einnig handtekinn, fyrir meint gulemista tengsl -- gjarnan hafa önnur lönd dregið í efa sanngyrni málmeðferðar fyrir tyrkneskum dómstólum.
--Rétt að benda á að Þýskaland og Grikkland, veittu tyrkneskum hermönnum er flúðu Tyrkland, pólitísk hæli.
--Á Erdogan einnig í deilum við Þýskaland, og Grikkland eins og við Bandaríkin, um afhendingu þess fólks til að sæta réttarhöldum í Tyrklandi.

Tyrkland hefur á móti haldið fólki með ríkisborgararétt í þeim löndum í varðhaldi - ásakanir hafa verið háværar að Tyrkland - haldi þeim í varðhaldi til að þrýsta á um að þeir tyrkir sem stjórnvöld í Ankara heimta að fá afhenda, verði sendir til Tyrklands.

Ég bendi á að slíkar deilur eru ekki einungis milli ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Tyrklands.
Svo fólk haldi ekki að málið milli Bandaríkjanna og Tyrklands sé alveg einstakt.
--Hinn bóginn, hafa stjórnvöld í Evrópu ekki gengið eins hart fram!

Greek soldiers are ‘political prisoners’ of Turkey, says Weber

Tyrkland heldur grískum hermönnum í varðhaldi - grísk stjórnvöld hafa veitt tyrkneskum flóttahermönnum hæli í Grikklandi -- ásökun, Tyrkland sé að taka grikki til að þrýsta á um afhendingu - þeirra sem Grikkir veittu hæli.

Angela Merkel demands Turkey release German prisoners

Merkel hefur lengst af þagað opinberlega yfir þýskum ríkisborgurum í varðhaldi í Tyrklandi, en fyrir kosningar fyrr á sl. ári tók hún það mál upp í miðri kosningabaráttunni.

‘Hostages’ in ErdoÄŸan’s new Turkey

Ásakanir gegn Brunson sem fer fyrir róttækri kristinni kirkju - um Gulemista tengsl, en það er íslamistahreyfing - sannarlega hljómar ekki með því sennilegasta sem ég hef heyrt.

Þetta hefur einkennt ásakanir gegn útlendingum þegar Tyrkland - greinilega vill fá einhvern þaðan, að flestum utan Tyrkland - virðast ásakanir fjarstæðukenndar.
--En tvær tegundir ásakana virðast mest áberandi, þ.e. meint Gulemistatengsl.
--Eða meint samúð með Kúrdum -- einna helst blaðamenn virðast lenda upp á kannt við tyrknesk stjv. í því samhengi, virðist þá ekki meir þurfa til en hafa tekið viðtal við einstakling og umfjöllun ekki verið í samræmi við frásagnir tyrkneskra stjórnvalda af þeirra átökum við tyrkneska Kúrda -- nokkur fj. erlendra blaðamanna hefur lent þannig upp á kannt við stjv. Tyrklands - en oftast nær veriðs sleppt síðar, reknir frá Tyrklandi.

En í tilvikum ásakana um - meint Gulemista tengsl, virðist annað gilda - þeim sé ekki sleppt.
Sérstakt að Tyrkland virðist einna helst - finna ríkisborgara frá löndum sem hafa í fórum sínum einstaklinga sem tyrknesk stjv. vilja fá afhenda - seka um slík meint tengls.
--Þannig að ég get skilið grunsemdir þess efnis, að Tyrkland sé að taka gísla.

Orð Erdogans sjálfs hafa einnig ítt undir slíkan grun, sbr:

"“‘Give us the pastor back,’ they say. You have one pastor [Gülen] as well. Give him to us,” ErdoÄŸan said in a speech on September 28 at the presidential palace. “Then we will try [the American] and give him to you.”"
-- Erdogan átti við Brunson í skiptum fyrir Gulem, margir tóku orð Erdogans frá sl. ári sem staðfestingu grunsemda.

Trump Shouldn't Play Hostage Diplomacy With Turkey

Turkey's Dangerous Game of 'Hostage Diplomacy'

Rétt að benda á að í tilviki Grikklands - voru það grískir dómstólar er tóku ákvörðun um að veita hópi tyrkneskra hermanna hæli, gegn vilja ríkisstjórnar síns lands.

Ég þekki ekki eins vel hvernig það gerðist að öðrum hópi hermanna var vætt hæli í Þýskalandi, nema að ég veit eitt um það mál - að þeir höfðu starfað lengi fyrir NATO, og þekktu marga innan þýska hersins - einn þeirra hafi verið hershöfðingi innan höfuðstöðva NATO og notið trausts.
--Líkur máski að sú forsaga hafi legið að baki því að þeim var veitt hæli.

Deilur Tyrklands við Bandaríkin um klerkinn hann Gulem - hafa verið meir í alþjóðafjölmiðlum. Tyrkir fyrir utan prestinn hann Brunson - halda þrem fyrrum sendiráðsstarfsmönnum Bandaríkjanna, sem einnig eru sakaðir um meint - Gulemistatengsl.
--Það virðist alltaf fylgjast að, ásakanir um Gulemistatengsl - þegar Tyrkland sjálft vill fá einhverja meinta eða raunverulega Gulemista afhenda.

Mér virðist m.ö.o. Tyrkland raunverulega stunda gíslatökur.
Það er auðvitað afar undarleg hegðan bandalagsríkis að halda þegnum sinna bandalagsríkja í gíslingu - meðan veifað er ásökunum sem lítil eða engin sannleikstengsl virðast hafa.
--Ég skil því mæta vel pyrring Donalds Trumps.

  • Sá pyrringur virðist mér réttmætur - þannig séð virðast mér viðbrögð Trumps ekki of harkaleg.

Myndin sýnir stöðu gjaldeyrisforða seðlabanka Tyrklands og spá um þróun hans

Forecast Data Chart

Staða efnahagsmála innan Tyrklands erfið!

Langvarandi viðskiptahalli hefur oft verið undanfari kreppu í landi - bendi á að fyrir svokallaða evrukreppu, höfðu öll löndin innan evrunnar er síðan lentu í vanda - viðskiptahalla er skóp uppsöfnun skulda fyrir ríkissjóð þeirra landa!

Málið er að langvarandi viðskiptahalli þíðir yfirleitt að viðkomandi land fjármagnar þann halla með skuldasöfnun - mjög einfalt, seðlabankinn kaupir gjaldeyri og selur á móti skuldabréf á eigin ríkissjóð.

Þegar um er að ræða skuldasöfnun í gjaldeyri - þá er slík skuldasöfnun sögulega séð oft undanfari alvarlegra efnahagsvandamála; ég bendi á þetta því Tyrkland virðist einmitt hafa viðhaft viðskiptahalla árum saman!
--Þó virðist gjaldeyrissforðinn ekki hafa gufað upp, en það getur vart þítt annað en að seðlabankinn hefur reglulega keypt gjaldeyri - og skuldfært kaupin á ríkið.

Why is the Turkish lira tumbling?

  1. Eins og á Íslandi fyrir hrun, hefur verulegt erlent fjármagn leitað til Tyrklands - að njóta háu vaxtanna þar.
    --Eins og gerðist á Íslandi, gæti það fjármagn flúið snögglega.
    --Þekki ekki hvaða upphæðir er um að ræða.
  2. Árleg þörf Tyrklands fyrir gjaldeyri til að þjóna skuldum - ríkisins, fyrirtækja og einstaklinga, kvá vera 218ma.$.
    --Sem er greinilega verulega meira fé en er akkúrat núna í gjaldeyrissjóði.
  3. Viðskiptahalli er 5% af þjóðarframleiðslu - sem er ekki lítið, og gengur rökrétt stöðugt á forðann.
  4. Verðbólga kringum 15% - vextir 16,25% hjá seðlabanka Tyrklands.
    --Þannig það má koma með nokkra samlíkingu milli Tyrklands og Íslands, rétt fyrir hrun.
  • Síðan hækkar Donald Trump tolla á stál og ál frá Tyrklandi í 40% og 20% á föstudag.
    --Skv. fréttum hafði Tyrkland selt verulegt magn af stáli til Bandar.

Eins og mér virðist málið líta - þá er tyrkneska hagkerfið með greinileg einkenni efnahagslegrar yfirhitunar.
Neysla bersýnilega meiri en hagkerfið hefur gjaldeyrisinnkomu fyrir, þannig hagkerfið safnar gjaldeyrisskuldum ár frá ári.
--Eins og gerðist árin fyrir evrukreppuna, þá voru öll löndin í evru er síðan lentu í kreppu, með áralanga halarófu af uppsöfnuðum viðskiptahallaskuldum.
--Mér virðast vísbendingar uppi, að Tyrkland hafi verið að taka áhættu með sitt hagkerfi.

  • Klassískar aðgerðir eru að kæla hagkerfið!
  • Kannski mun nú gengisfall lírunnar einmitt leiða fram þannig kólnun.
  • A.m.k. ætti hún að þurrka upp viðskiptahallann er virðist hafa verið viðvarandi.

Donald Trump virðist hafa skapað - trigger atburð - þ.e. hrutt af stað atburðarás er líklega hefði annars hvort sem er orðið innan Tyrklands.
--Erdogan ber af sér allar sakir, enda hefur hann verið við völd sl. 20 ár.
--Talar um "economic war" og árásir fjárfesta -- auðvitað árás frá Bandaríkjunum.

Erdogan says U.S. turned its back on Turkey, upsetting Ankara

Turkey is not in a crisis, will fight 'economic war', Erdogan says

Turkey is a 'target of economic war', Erdogan says

  1. "If there are dollars under your pillow, take these out... Immediately give these to the banks and convert to Turkish lira and by doing this, we fight this war of independence and the future,"
  2. "I am asking you. What possible reason could there be behind the lira which was at 2.8 against dollar in July 15, 2016 to slide below 6 yesterday? During this period, Turkey has set records in its exports, production and employment,"

Áhugavert hvernig í öðru orðinu, biður Erdogan landsmenn að kaupa lírur - með hverri þeirri gjaldeyriseign sem þeir hafa í sínum fórum.
Og í hinu orðinu, þverneitar hann að nokkuð sé athugavert við stöðu efnahagsmála.

Auðvitað hefur hagkerfi í yfirhitnun fulla atvinnu. Þ.e. alltaf þannig er hagkerfi er að yfirhitna.
Það getur verið öflugur útflutningur - en í yfirhitin sigrar neysla gjarnan samt.

Ég bendi á verulegan viðskiptahalla til sönnunar!

Rétt samt að benda á að ólíklegt sé samt sem áður að tyrkneska hagkerfið lendi í mjög djúpri kreppu - nema að tyrknesk stjórnvöld lendi í vanda á alþjóða skuldamörkuðum.

Það verður að koma í ljós hvort slíkt er í farvatninu.
--En gengisfall virkar yfirleitt til að laga viðskiptajöfnuð.
--Hinn bóginn er spurning um verulega útistandandi þörf fyrir endurnýjun lána.

Markaðir geta hækkað vaxtakröfuna mjög mikið ef óttabylgjan rís mjög hátt.
Þá gæti Tyrkland þurft að óska eftir - erlendum neyðarlánum!

--Erdogan segist vera að ræða við Kína og Rússland.
--En Rússland er ólíklegt að geta lánað fé í þeim mæli sem Tyrkland mundi þurfa á að halda.
Ég efa að lán frá Kína mundi koma alfarið ókeypis.

  • Ég mundi ræða við ESB - það gæti verið skársti möguleiki Erdogans.
    --Annars að ræða við AGS, sem Erdogan líklega vill síst af öllu.

En ef tyrkland lendir í vandræðum með endurnýjun lána - mundi líklega skella á allsherjar fjármagnsflótti, og Tyrkland sennilega skella á - höftum.
--Þau gætu orðið mjög lamandi fyrir svo stórt hagkerfi.

Tyrkland gæti lent í því sama og Ísland, að þurfa að leita til AGS -- en að aðgengi að neyðarláni sé blokkeraður, þangað til Tyrkland lætur undan kröfum.
--Í tilviki Tyrklands þarf Tyrkland ekki að samþykkja kröfu upp á hálfa þjóðarframleiðslu sbr. Icesave kröfu Hollendinga og Breta á Ísland.

Heldur einungis afhenda 4-einstaklinga ríkisborgara Bandaríkjanna.

 

Niðurstaða

Tyrkland virðist standa frammi fyrir raunverulegri krísu - öfugt við einbeitta neitun Erdogans virðist mér hann sjálfur bera umtalsverða ábyrgð; en neitun hans hljómar í mín eyru nokkuð sambærileg við neitun íslenskra stjórnvalda mánuðina fyrir hrun.

Varðandi aðgerðir Donalds Trumps - þá eykur það mjög trúverðugleika Bandaríkjanna í deilu við Tyrkland um einstaklinga sem Tyrkland hefur í varðhaldi; ásakaðir um meint Gulemista tengsl.

Að Tyrkland á reyndar í sambærilegum deilum við fleiri Vestræn lönd af algerlega sambærilegu tagi, þó deilur af því tagi við Bandaríkin -- veki miklu meiri athygli.

Síðan hafa stjórnvöld í Evrópu sem hafa deilt við Erdogan, ekki verið með verulegan hávaða í sínum deilum við Tyrkland -- frekar að stjórnmálamenn sem sitja utan ríkisstjórnar hafa tekið stórt upp í sig.

En þær deilur virðast í allar vera af sambærilegu tagi - Tyrkland vill einstaklinga framselda.
Hefur í öllum tilvikum handtekið einstaklinga frá þeim löndum - sem sakaðir eru um meint Gulemistatengsl.

Áskanir um "hostage politics" fljóta yfir.

En mér virðast ásakanir augljóslega búnar til - ég meina, kristinn öfgasinnaður prestur sem rekur kirkjur í Tyrklandi í 23 ár -- sakaður um tengsl við íslamistahreyfingu.
Eða grískir hermenn sem Tyrkir halda - eða þýskir borgarar vs. tyrkneskir hermenn sem grikkir og þjóðverjar hafa veitt - pólitísk hæli.
--Í öllum tilvikum heimta stjórnvöld Tyrklands að fá fólk afhent frá þeim löndum.

Spurning um það hver er með yfirgang?
--Ef ég væri Donald Trump mundi ég líklega beita refsiaðgerð á Tyrkland og mál væri algerlega sambærileg.

Erdogan þarf að íhuga hvort það sé virkilega þess virði að halda 4-Bandaríkjamönnum.
En Trump á örugglega eftir að herða aðgerðir frekar ef Erdogan skilar þeim ekki.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. ágúst 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband