Spurning hvort samkomulag við Norður-Kóreu er sennilegt

Á sunnudag áréttaði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, að stefna ríkisstjórnarinnar væri -- staðfest, óafturkræf skref í átt að kjarnorkuvopna-afvæðingu. Áður en til greina mundi koma að gefa í nokkru eftir í refsiaðgerðum gagnvart NK.

Mattis: "We will continue to implement all UN Security Council resolutions on North Korea,...North Korea will receive relief only when it demonstrates verifiable and irreversible steps to de-nuclearisation."

Manni virðist afar ólíklegt að NK samþykki slíka afarkosti.

Relief for North Korea only after clear, irreversible steps to denuclearization: Mattis

US pledges total North Korean de-nuclearisation

 

Höfum í huga að nýleg uppsögn Donalds Trump á kjarnorkusamningnum við Íran hlýtur að hafa einhver áhrif á stjórnendur NK!

Mér virðist það ítrekað einkenni ríkisstjórnar Donalds Trumps - framsetning krafna er virðast víðsfjarri því sem sennilegt sé að mótaðilinn eða mótaðilar við samningaborðið séu líklegir til að samþykkja.

Sumir halda því fram, þarna fari samningatækni - að setja fram mun stífari kröfur en viðkomandi telur líklegt að ná fram, í von um að það skili meiri eftirgjöf mótaðilans en annars muni vera líkleg niðurstaða.
--Þetta virðist vinsæl kenning sérstaklega meðal stuðningsmanna ríkisstj. Bandar.

Hinn bóginn, hafandi í huga hver "consistent" þessi framsetning virðist vera - mætti allt eins túlka það svo, að ríkisstjórn Bandaríkjanna núverandi, einfaldlega hafi óraunhæfar væntingar um það - hver raunveruleg áhrif Bandaríkjanna séu, og því líkleg geta þeirra til að knýja fram niðurstöðu í samræmi við sinn vilja!

  • Ég er eiginlega í vaxandi mæli farinn að hallast að seinni túlkuninni.

Höfum t.d. í huga samninga við Kanada og Mexíkó - þar sem Bandaríkin enn halda frast í kröfu um að NAFTA samningurinn hefði endurskoðunarákvæði er virkaði þannig, að fimmta hvert ár yrðu aðildarþjóðir NAFTA að samþykkja að samkomulagið gilti áfram -- annars félli það sjálfkafa niður.
--Algerlega augljóst er, að ekkert fyrirtæki mundi fjárfesta á grunni NAFTA ef slíkt ákvæði væri sett inn, og vitað er að samningamenn Kanada og Mexíkó hafa þverneitað að íhuga endurskoðunarákvæði er virkaði með þessum hætti.
--Þó kom það fram í sl. viku, að Washington stendur fast við þá kröfu, þó það jafngildi eyðileggingu NAFTA - að klárlega sé engin von um að Mexíkó og Kanada, samþykki slíkt.

--Þetta er fyrsta deilan sem ríkisstjórn Trumps hóf
--Að hún sé enn föst á þessum punkti, er bendi til mjög mikillar stífni.

Ég á erfitt með að trúa því að svo ósanngjörnu ákvæði sé haldið svo lengi til streytu, nema að Washington haldi að það sé mögulegt að knýja það fram!
--Það mætti einmitt túlka tolla á stál 25% og ál 10% sem gilda einnig fyrir NAFTA lönd, sem í og með tilraun Washington, til að beita Mexíkó og Kanada frekari þrýstingi.
--Í þeirri von, að það sé hægt að knýja löndin tvö til að ganga að vilja Washington, með stigvaxandi þrýstingi.

  1. M.ö.o. virðist mér aðferðafræði ríkisstjórnar Bandaríkjanna benda til þess.
  2. Að núverandi landstjórnendur Bandaríkjanna - trúi því að unnt sé að ná slíkum einhliða kröfum fram, ef nægum þrýstingi sé beitt.

Sem sagt, að það geti verið að ríkisstjórnin virkilega trúi því að það sé unnt að knýja NK til fullkominnar uppgjafar -- án þess að NK hafi nokkra tryggingu fyrir því nema óskuldbundið loforð að í staðinn fengi NK eftirgjöf refsiaðgerða.

En væntanlega mundi ríkisstjórn Bandaríkjanna gefa sér nokkurn tíma til þess að ganga úr skugga um það, að sú uppgjöf væri í raun og veru -- í samræmi við þær kröfur. Sem gæti þítt jafnvel þó að staðið væri við eftirgjöf refsiaðgerða, gæti það tekið marga mánuði jafnvel meira en ár fyrir eftirlitsmenn að skrifa upp á að verkinu væri fullu lokið.

  1. En hvernig gæti NK treyst því, að Bandaríkin stæðu við sína hlið?
  2. Eftir að NK væri búin að eyðileggja öll sína kjarnavopn, eldflaugar sem og öll tæki til smíði kjarnavopna og eldflauga?
  3. Augljóslega væri það margra ára verk að endurreisa bæði prógrömminn - kostaði mjög mikið fjármagn og fyrirhöfn aftur, ef það mundi koma í ljós að Bandaríkin stæðu ekki við sína hlið.

M.ö.o. á ég erfitt með að koma auga á að NK sé sennileg að ganga að þessum kostum.
Þó Bandaríkin hafli þessum kröfum stíft fram, tja - eins og þeir hafa nú í rúmt ár haldið fram stífum kröfum frammi gagnvart Mexíkó og Kanada, án þess að það bóli á uppgjöf þeirra landa.

Afleiðingarnar eru auðvitað aðrar sem NK getur hugsanlega vænst.
Enda eftir allt saman, ef NK mundi ganga að þessum kröfum -- mundi áhættan af hernaðarárás á NK af hálfu Bandaríkjanna minnka mjög stórfellt.

  • Einhver gæti bent á, að slík fyrirfram eftirgjöf gæti einmitt leitt til slíks.

Ég er ekki að segja að stjórn NK eigi nokkra samúð skilið, enda ógnarstjórn er hefur í gegnum áratugi stjórnartíðar sinnar leitt til ótímabærs dauða sennilega yfir milljón eigin íbúa - þó núverandi landstjórnandi virðist nokkuð hafa slakað á miðað við forfeður Kim Jong Un, þá hafi landið lengi virkað sem nokkurs konar fangelsi fyrir landsmenn.

--Hinn bóginn, þó það sé svo að landstjórnin eigi enga samúð skilið.
--Þá ef menn ætla að semja yfirhöfuð við slíka landstjórnendur hvort sem er, þá vart komast þeir hjá því að íhuga hverjir hagsmunir slíkra landstjórnenda séu.
--Þ.e. ef menn eru í alvörunni að leita niðurstöðu við samningaborð.

 

Niðurstaða

Mér virðist margt benda til þess að líkur á samkomulagi við Norður Kóreu fari þverrandi. Eins og virðist mega m.a. sjá á stöðu samninga við Kanada og Mexíkó - er enn virðast fastir nokkurn veginn á sömu punktunum. Þá virðist mér kröfur ríkisstjórnar Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum - hvort sem í hlut eiga deilur við Íran eða NK, eða viðskiptadeilur. Benda til þess að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi óraunhæfar væntingar um möguleika Bandaríkjanna til að beita stigvaxandi hótunum - til að knýja vilja sinn fram.

Eins og að núverandi ríkisstjórn átti sig ekki á því, að áhrif Bandaríkjanna eru ekki þau sömu og t.d. fyrir 30 árum.

 

Kv.


Bloggfærslur 4. júní 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 209
  • Sl. sólarhring: 269
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 846930

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 279
  • Gestir í dag: 192
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband