Trump segir ekki lengur kjarnorkuógn frá Norður Kóreu

Eftir komuna til Bandaríkjanna kom runa af Twítum frá forseta Bandaríkjanna:

  1. Donald Trump - "Just landed - a long trip, but everybody can now feel much safer than the day I took office, - There is no longer a Nuclear Threat from North Korea."
  2. Donald Trump - "Before taking office people were assuming that we were going to War with North Korea. President Obama said that North Korea was our biggest and most dangerous problem. No longer - sleep well tonight!"
  3. "So funny to watch the Fake News, especially NBC and CNN. They are fighting hard to downplay the deal with North Korea. 500 days ago they would have “begged” for this deal-looked like war would break out. Our Country’s biggest enemy is the Fake News so easily promulgated by fools!"

Þetta kemur mér dálítið fyrir sjónir eins og yfirlýsing George Bush 2003 - að verkinu væri lokið, eftir að Bandaríkjamenn höfðu hrakið Saddam Husain frá völdum.
--En ekki löngu síðar brast út borgarastríð í Írak er stóð í nokkur ár og olli Bandaríkjaher miklum vanda!

Hið augljósa er að það eina sem hefur breyst varðandi NK - er afstaða Donalds Trumps.
Enn á NK sama fjölda langdrægra eldflauga, og sama fjölda kjarnavopna.
Enn virðist eftir að ganga frá eiginlegu samkomulagi við Norður Kóreu.

Mike Pompeo hélt því þó fram við blaðamenn - að meira hefði verið um samið en kom fram í yfirlýsingu Trumps og Kim: Trump and Kim's joint statement.

Mike Pompeo loses temper when asked about North Korean disarmament

Trump says North Korea no longer a nuclear threat

Ef marka má Pompeo þá verði gengið frá kjarnorkuvopnaafvæðingu NK fyrir lok kjörtímabils Trumps.
En ef marka má yfirlýsingu er barst til fjölmiðla frá NK - hefur ríkisstjórn Trumps samþykkt skref fyrir skref afvopnun - gegn skref fyrir skref eftirgjöf refsiaðgerða!
--Yfirlýsingar virðast stangast á!

  1. Pompeo virtis meina að ekki yrði gefið eftir refsiaðgerðum, nema eftir fullkomlega staðfesta kjarnorkuvopna-afvæðingu!
  2. Hinn bóginn, spurning hvor útgáfan er rétt.

Ef það væri rétt, að Trump samþykkti skref fyrir skref aðferðafræði!
Þá væri það verulega umtalsverð eftirgjöf gagnvart NK!

En fyrir fundinn, talaði Washington um fulla og staðfesta afvæðingu, áður en eftirgjöf refsiaðgerða gæti komið til greina! Orð Pompeos benda til þess að sú afstaða enn ríki, en spurning hvað Trump sagði við Kim -- en Trump hefur ekki alltaf sagt sínum ráðgjöfum frá því ef hann hefur skipt um skoðun.

  • Það væri verulegur -- samningssigur hjá Kim Jong Un ef hann fékk í gegn, skref fyrir skref leiðina!

En ef hann fær m.ö.o. minnkun refsiaðgerða per hvert staðfest skref fyrir sig.
Þá er NK líklega fær um að fara sér nægilega hægt til þess að aðgerð sé líklega ekki lokið fyrir lok kjörtímabils Trumps!

Líklegt virðist að algerlega sé enn ófrágengið akkúrat hver þau staðfestu skref þó ættu að vera! Það kom heldur ekkert fram í yfirlýsingu krafa um eftirlit - sem vakti athygli sérfræðinga. Né virtist yfirlýsingin skýr um það að skrefin ættu að vera staðfest.
--Sérfræðingar bentu á að NK hafi í fortíðinni nýtt sér ef samkomulag innihélt óljóst orðalag.

  • Mér virðist skv. þessu líklega langar samningaviðræður framundan!

Í dag er mitt ár 2018 - 2020 þarf Trump að hugsa um kosningar, og þá væntanlega þarf að vera ljóst ekki seinna en það ár, að þessi deila sé raunverulega leyst með hætti sem hann getur gortað af!

Samkomulag gæti klárlega tekið fram á 2019 að klárast, og síðan gæti framkvæmd skrefa og staðfesting þeirra einnig reynst tafsöm - spurning hve mörg, og væntanlega mundi NK ekki stíga næsta skref í hvert sinn fyrr en hlutaaflétting refsiaðgerða liggur fyrir í hvert sinn.

Það gæti því reynst spennandi hvort málin mundu raunverulega klárast fyrir lok kjörtímabils.
--En málið verður auðvitað ekki búið fyrr en það verður búið.

 

Niðurstaða

Yfirlýsing Trumps um að öll hætta sé úr sögunni, minnir mig dálítið á gamalt orðatiltæki - að það sé ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Fyrir utan þ.s. ég nefni, er rétt að benda á að viðræður við NK gætu orðið leiksoppur deilu Trumps við Kína - en skv. fréttum sama kvöld er Trump að íhuga að formlega ræsa refsitolla á Kína. 

Það sé algerlega hugsanlegt að ef Trump formlega hefur viðskiptastríð við Kína, að það muni koma til með að trufla viðræður Bandaríkjanna við stjórnendur NK.

Það er að sjálfsögðu viðbótar hætta fyrir Trump, að mál NK verði leiksoppur í deilunni við Kína -- eins og ég hef bent á, þá virtist mér alltaf skynsamlegra að taka eina deilu í einu.

Kína getur auðveldlega grafið undan málinu fyrir Trump, ef samskiptin við Kína versna mjög mikið. 

 

Kv.


Bloggfærslur 14. júní 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 846748

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband