Trump endar G7 fundinn međ viđskiptastríđshótunum

Trump fór af fundinum degi áđur en honum formlega lauk, neitađi ađ sitja umrćđur um ađgerđir í tengslum viđ loftslagsmál. En heimaseta ţíddi ekki ađ Trump hefđi ekkert ađ seja um niđurstöđu fundarins:

  1. Trump fyrirskipađi ađ Bandaríkin mundu ekki taka ţátt í lokaályktun fundarins!
  2. Ţetta gerđi hann í athugasemd á netinu sem lyktađi međ viđskiptastríđshótun!

Donald Trump: "Based on Justin’s false statements at his news conference, and the fact that Canada is charging massive Tariffs to our U.S. farmers, workers and companies, I have instructed our U.S. Reps not to endorse the Communique as we look at Tariffs on automobiles flooding the U.S. Market!"

Eftirfarandi orđ voru höfđ eftir Justin Trudeau um daginn:
'Insulting' To Say Canada's Steel Is A Security Risk To U.S.
Rationale behind Trump’s tariffs ‘insulting and unacceptable’

Trudeau: "The idea that Canadian steel that's in military vehicles in the United States, that makes your fighter jets is somehow now a threat ... the idea that we are somehow a national security threat to the United States is quite frankly insulting and unacceptable," - "Our soldiers who had fought and died together on the beaches of World War II … and the mountains of Afghanistan, and have stood shoulder to shoulder in some of the most difficult places in the world, that are always there for each other, somehow — this is insulting to them,"

Ţetta eru líklega ummćlin sem Trump vísar til!

Trump og ásamt öđrum leiđtogum G7

Image result for trump merkel g7

Tollhótunin sem Trump vísar til!

Um er ađ rćđa hótun um tolla á bifreiđainnflutning til Bandaríkjanna - en nýlega fyrirskipađi Trump viđskiptaráđuneyti Bandaríkjanna ađ athuga ađ hvađa marki innflutningur á bifreiđum vćru -- öryggisógn viđ Bandaríkin!

En ţetta er sama "rationale" og hann beitti ţegar hann setti 25% toll á stál, og 10% á ál.

Ţađ áhugaverđa er ađ ţó hann vísi til orđa Trudeau - ţá eru flestar bifreiđir fluttar inn frá Japan og Ţýskalandi!

Tollur á bifreiđainnflutning t.d. 25% mundi bitna harkalega á ţeim löndum tveim, mun síđur á Kanada -- Trump vísađi einnig til mjólkurvöruframleiđslu í Kanada, en hann er ekki ađ hóta tollum á mjólkurvörur frá Kanada!

Erfitt sé ţví ađ túlka orđ Trumps annađ en sem hótun um viđskiptastríđ!

  1. Bandaríkin eru ţegar í viđskiptastríđi viđ Mexíkó og Kanada, eftir ađ gagnkvćmir nýir tollar hafa tekiđ gildi.
  2. ESB hefur ekki enn formlega tekiđ ákvörđun um refsitolla á Bandaríkin gagnvart tollum Trumps á stál og ál.
    --Skv. ţví mćtti túlka ummćli Trumps sem tilraun til ţess ađ ógna ESB frá ţví ađ tolla á móti.
    --Hinn bóginn er óvíst, ađ ţó ESB mundi láta Trump beygja sig í duftiđ -- ađ Trump mundi samt sem áđur ekki setja toll á bifreiđa innflutning.
  3. Ekki er enn formlega viđskiptastríđ viđ Kína -- en svör ríkisstjórnar Kína voru ekki ţess eđlis ađ ţau svör hljómuđu sem ađ Kína hyggđist beygja sig: China's Xi calls out 'selfish, short-sighted' trade policies.

Fyrst Trump móđgađist yfir ummćlum Trudeau verđur hann vart ánćgđur međ ummćli Xi Jinping.

 

Niđurstađa

Eftir G7 fundinn blasir viđ sá veruleiki ađ Bandaríkin undir Donald Trump virđast stađföst í áformum um viđskiptastríđ; viđ Mexíkó og Kanada, viđ ESB, viđ Japan og viđ Kína -- allt á sama tíma.

Ţetta ćtti ekki koma nokkrum á óvart sem fylgdist međ rćđum Trumps í kosningabaráttunni 2016.

Hinn bóginn er ég ţeirrar skođunar Trump og fylgismenn bersýnilega vanmeti kostnađ Bandaríkjanna af slíkum viđskiptastríđum - en eins og ég hef bent á, ţá fylgir skađi hverju viđskiptastríđi fyrir sig.

Ţannig ađ ţví fleiri viđskiptastríđ, ţví meiri efnahagslegur skađi til baka fyrir Bandaríkin sjálf. Ţó ađ hvert ríki í viđskiptastríđi viđ Bandaríkin skađist einnig á móti.

Ţá grunar mig ađ ef Trump veđur í öll meiriháttar viđskiptaríki Bandaríkjanna - allt á sama tíma. Ţá ţegar skađinn af hverju viđskiptastríđi fyrir sig safnast saman, ţá skađist Bandaríkin heilt yfir meir en viđskiptaađilar Bandaríkjanna!

Eins og ég hef margoft bent á - alla tíđ aftur til ţess tíma er Trump fyrst hótađi viđskiptastríđum međan hann hafđi ekki enn haft sigur í prófkjöri Repúblikana; ađ ţá er fullkomlega mögulegt fyrir Trump ađ snúa bandaríska hagkerfinu í kreppu međ slíkri stefnu.

Svo fremi ađ viđskiptaríki Bandaríkjanna einungis eru í viđskiptastríđi viđ Bandaríkin, en ekki viđ hvert annađ -- ćtti efnahagsskađinn vera ónógur til ađ valda heimskreppu. Eins og ég hef margoft bent ađ auki á, ţá gćti útkoman orđiđ -- pólitískt sjálfsmorđ Trumps sjálfs.

En ég stórfellt efa ađ líkur vćru á endurkjöri hans 2020 ef Bandaríkin hafa snúist yfir í kreppu, međ milljónir manna atvinnulausar ef hafa í dag atvinnu. Ţađ ţíddi grunar mig ađ Bandaríkin mundu líklega mjög fljótt hverfa frá stefnu Trumps međ nýjum forseta.

 

Kv.


Bloggfćrslur 10. júní 2018

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband