Maður veltir fyrir sér hvort að Ísraelar hafi virkilega þurft að skjóta fólk er reyndi að klifra yfir girðingu á landamærum Gaza og Ísraels?

Eins og frést hefur, létust 51 á mánudag í mjög fjölmennum mótmælum á Gaza - þegar hópar fólks í yngri kanntinum, ítrekað gerðu tilraunir til að komast yfir eða í gegnum girðingu sem girðir Gaza svæðið þ.s. rúmlega 2-milljónir Palestínumanna búa í einangrun frá Ísrael!

Drápin voru víða fordæmd eins og fréttir hafa tjáð á þriðjudag!
Á sama tíma, fullyrða ísraelsk stjórnvöld að 24 af 51 hafi verið meðlimir Hamaz!

Þeir sem voru að fylgjast með - af hálfu alþjóða pressunnar, sáu ekki vopn borin af þeim sem reyndu að klifra yfir eða klippa sig í gegnum landamæragirðinguna!

Ísraelskir hermenn!

  1. Það er áhugavert að sjá útbúnað hermannanna - einn virðist halda á vopni sem líklega varpar táragashylkjum, meðan hinir greinlega bera - venjulega hríðskotaryffla!
  2. Maður veltir fyrir sér, af hverju Ísrael beitir hermönnum búnum með þessum hætti.
  3. Í stað t.d. óeirðalögreglu með hjálma - í eldföstum búningum - kylfur - táragas - vantsdælur, o.s.frv.

Eins og Ísraelar bregðast við, þá greinilega er stefnan sú, að ekki sé óhætt að heimila þá nálægð milli mótmælenda - og sveita á vegum yfirvalda, sem óhjákvæmilega fylgdi klassískum lögregluaðgerðum!

Mótmælendur eru metnir það hættulegir, að þeir eru skotnir - frekar en að heimila nokkrum þeirra að komast yfir eða í gegnum girðinguna!

Höfum í huga að jafnvel þó að þarna hafi farið fram meðlimir m.a. í Hamaz - þíðir það ekki endilega mjög mikið -- en líklega eru margir íbúa á Gaza, Hamaz meðlimir án þess að vera við það endilega hættulegri en aðrir.

--En ísraelsk yfirvöld virðast gera ráð fyrir, sjálfsmorðs-sprengjum.
--En þ.e. það eina sem getur hugsanlega réttlætt slíka nálgun, að skjóta fólk frekar en að stöðva það með öðrum hætti!

En þegar fjölmenn mótmæli eiga sér stað t.d. í Evrópu, og þau verða róstursöm - þá er grjótkast og stimpingar öruggar, og mótolof kokteilar sennilegir!
--Oftast nær fylgi slíku meiðingar - en ekki manntjón.

Ísraelsk yfirvöld hefðu getað látið reyna á það, að beita sambærilegum meðölum, að í stað þess að skjóta þá sem reyndu að komast yfir, að mæta þeim með klassískri óeirðalögreglu.
--Slíkt hefði sennilega ekki leitt til mannfalls!

En það hefði þítt, að ef einhver meðal ungmennanna hefði borið sprengju, hefði viðkomandi getað hugsanlega drepið einhverja óeirðarlögreglumenn -- auðvitað fjölda annarra.
--Ekki gott að meta líkur slíks!

Mér virðist sennilegt að það komi betur út fyrir Hamaz, að þeir sem taka þátt í hinum skipulögðu mótmæla-aðgerðum, séu alfarið óvopnaðir.
--Ef málið sé hugsað út frá áróðurshliðinni.

Ef Hamaz beitti sjálfsmorðs sprengju, mundi hreyfingin þegar í stað - tapa mikilli af þeirri samúð sem dráp Ísraela hafa framkallað!
--En ég get auðvitað ekki fyrirfram sannað slíkt.

Ísraelar virðast frekar vilja drepa 50 - Palestínumenn, en taka áhættu á að einn Ísraeli falli!

 

Niðurstaða

Staða mála á Gaza er auðvitað sorgleg. Þar hefst fólk við í sárri fátækt án mikils við að vera. Ungt fólk hefur lítið að gera nema mæla göturnar, og þegar menn hafa lítið fyrir stafni - er auðvelt að laðast að öfgum, sérstaklega þegar það fer saman við sára fátækt og almennt vonleysi.

Þannig hafi Ísrael með einangrun sinni á Gaza, tryggt ákveðinn vítahring - þ.s. fátæktin og vonleysið íti undir fylgi fólksins þar við öfgahreyfingar. Og tryggi þar með áhrifastöðu þeirra hreyfinga meðal íbúa svæðisins.

Ísraelar halda svæðinu einangruðu svo lengi segja þeir, sem að svæðinu sé stjórnað af samtökum er vilja Ísrael feigt.

Skv. því eru mál stödd í klassísku "catch 22."

Almennt séð virðist staða Palestínumanna nær fullkomlega vonlaus, Ísraelar með öll tögl og haldir, samtímis því að Ísrael sé lítt undir þrístingi um að breyta ástandinu í annað form.

 

Kv.


Bloggfærslur 15. maí 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 260
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 343
  • Frá upphafi: 846981

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 328
  • Gestir í dag: 237
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband