Trump hótar Mexíkó slitum á NAFTA - nema Mexíkó stöðvi flæði ólöglegra innflytjenda og ólöglegra eiturlyfja yfir landamæri Bandaríkjanna!

Það áhugaverða er að Trump virðist búinn að tapa hinum langa slag um fjármögnun veggjarins við landamæri Mexíkó sem hann háði svo lengi á þingi - en fyrir mánaðamót undirritaði hann samkomulag þingflokkanna tveggja, þó hann hefði áður hótað að beita neitunarvaldi.
--Mótbárur hans voru þær sömu og þær höfðu verið sl. mánuði, að tillögur flokkanna væru ekki nægilega öflugar þegar kæmi að innflytjendamálum, og að veggurinn hans fengi ekki nægilegt fjármagn.
--Síðan undirritaði Trump eigi að síður frumvarpið -- þarna er greinilega stór eyða, sem menn geta haft sínar getgátur um!

Trump says DACA deal for young immigrants is off:"Trump last month threatened to veto a spending bill because it did not address the fate of Dreamers and did not fully fund his border wall but he ultimately signed the bill."

Hafandi í huga hve skeleggur Trump var mánuðina á undan síðan sl. haust eftir að deilur um fjárlög hófust - er hann ítrekaði hafnaði frumvarpi þingflokkanna, nokkurn veginn af sömu ástæðum.
--Svo langt gekk málið, að það kom til stutt svokölluð stöðun á alríkinu, en þá sömdu flokkarnir um nokkurra vikna frest, meðan samið væri um málið.

Svo virðist að flokkarnir hafi eina ferðina enn, samið sín á milli.
Af hverju Trump virðist -- lyppast niður í það sinnið, veit ég ekki.
--En augljósa getgátan getur verið, að ljóst hafi verið að 2/3 meirihluti hafi myndast.
--Þá geta þingflokkarnir samþykkt frumvarpið aftur og forsetinn getur ekkert gert.
--Ef mál voru þannig komin að slíkur aukinn meirihluti hafði myndast, var orðið ljóst að Trump gæti ekki náð lengra með málið - á þinginu.

 

Ég er að velta fyrir mér hvort þ.e. örvæntingarfull tilraun Trumps að hóta Mexíkó út af NAFTA?

Twít Trumps um helgina - ca. klukkutími líður frá "Happy Easter" að næsta.

  1. "HAPPY EASTER!"
  2. "Border Patrol Agents are not allowed to properly do their job at the Border because of ridiculous liberal (Democrat) laws like Catch & Release. Getting more dangerous. “Caravans” coming. Republicans must go to Nuclear Option to pass tough laws NOW. NO MORE DACA DEAL!"
  3. "Mexico is doing very little, if not NOTHING, at stopping people from flowing into Mexico through their Southern Border, and then into the U.S. They laugh at our dumb immigration laws. They must stop the big drug and people flows, or I will stop their cash cow, NAFTA. NEED WALL!"
  4. "These big flows of people are all trying to take advantage of DACA. They want in on the act!"

Fyrst uppryfjun hvað "DACA" er - en um er að ræða prógramm sem Obama bjó til, sem heldur utan um ólöglega innflytjendur sem komu sem börn til Bandaríkjanna.
Rétt að benda á skv. vestrænni réttvísi eru börn alltaf saklaus og óábyrg sinna gerða, er því bannað með öllu skv. þeirri grunn reglu allra Vestrænna lagahefða, að refsa börnum ef þau fremja þ.s. augljóslega er lögbrot -- er þá rætt frekar við foreldri eða forráðamenn.
--Þannig, að þegar foreldrar skilja börn sín eftir í Bandaríkjunum, skapast lagaflækja því skv. grunni sjálfrar lagahefðar landsins - er ekki hægt að refsa börnunum sjálfum.
--Það væntanlega gildir einnig síðar, eftir viðkomandi er ekki lengur barn - ef glæpurinn var framinn sem viðkomandi græddi á "þannig séð" fór fram er sá eða sú var barn.

Þegar Trump á sl. ári gerði tilraun til að slá af "DACA" prógrammið, þá hélt hann því alltaf fram - að hans vilji stæði til þess að þessir einstaklingar fengu áfram að dvelja í landinu.
--En margir þeirra þ.s. þeir komu sem börn til Bandar. þekkja í reynd ekkert annað land, hafa vinnu - hafa gengið í gegnum skóla, eru fúnkerandi hluti bandar. samfélags, o.s.frv.

  • Hinn bóginn, líta andstæðingar innflytjenda samt á þetta sem ólöglega innflytjendur - sem tæknilega séð er - rétt.
  • Hinn bóginn vilja þeir einnig reka þetta fólk úr landi.

--En það sennilega rekst á grunn lagahefðarinnar - því brottrekstur fyrir að hafa komið ólöglega yfir landamærin -- vísar til glæps sem viðkomandi gat ekki borið ábyrð á sem barn.
--Og líklega má ekki skv. þeirri lagahefð, refsa viðkomandi fyrir - þó sá sé ekki barn lengur, þ.s. það sem máli skipti líklega, sé að sá var barn er þetta henti - brottvísun með vísun á þann glæp væri þá skv. því klárlega slík tilraun til refsingar og skv. ofangreindu líklega stjórnarskrárbrot.

Demókratar hafa verið með dómsmál í gangi, gegn tilvísun Trump - tilraun Trumps til að slá af DACA. Skv. tveim dómum fyrr á þessu ári, er DACA eigi að síður virkt - og Trump má ekki reka fólkið úr landi.
--Það "stay" eins og þ.e. kallað - gildir meðan dómstólar fjalla um lögmæti þess að ætla stefna að því að vísa þessu fólki úr landi.

  1. Miðað við hver vestræn lagahefð er - er ekki endilega líklegt að Trump vinni það dómsmál.
  2. Kannski hefur Trump loks áttað sig á þessu - þá hefur hann kannski fyrir þær ástæður, þessa nýju tilraun - að beita NAFTA sem svipu í staðinn!

Það klárlega setur samninga um framlengingu NAFTA í uppnám, ef Trump heldur þessari nýju tengingu til streitu.
En kannski er það í takt við hans nýjustu stefnu, sbr. tolla á stál - yfirvofandi viðskiptastríð við a.m.k. Kína, kannski ESB einnig - jafnvel enn flr. lönd.

Að Trump vaði enn á þennan nýja "tangent."
--Á þessari stundu er líklega hver ágiskun eins góð og hver önnur.
--Að enginn viti á þessum punkti, neitt meir en kemur fram í þessum twítum.

 

Niðurstaða

Rétt að nefna að í Mexíkó er í gangi hörð kosningabarátta fyrir forsetakosningar nk. haust. Vinstrimaðurinn sem er hærri í könnunum, fer stórum um það að hann ætli ekki heimila Trump að vaða yfir landið.
--En punkturinn í að nefna það er sá, að pólitískt séð getur það þítt að forseti Mexíkó geti ekki tekið afstöðu, sem getur virst vera eftirgjöf gagnvart Trump.
--Í þeirri pólitísku stöðu innan Mexíkó sem sé til staðar.

Trump sé m.ö.o. líklega að núa þau mál -rangt- þannig séð, hvernig hann talar væntanlega sé beint vatn á myllu þjóðernissinnaðra Mexíkóa - þeir hafi alltaf haft ákveðna minnimáttarkend gagnvart Bandaríkjunum, auk þess að vissrar fórnarlambshugsunar gæti.

Punkturinn sé sá, að ef Trump setur fram skýra kröfu að Mexíkó taki það að sér, sem Trump sjálfur virðist sjá nú loks sjálfur - að hann sé ekki fær um að tryggja heima fyrir innan Bandaríkjanna, en Trump virðist hafa beðið ósigur á þingi í "immigration" málinu.

Þá geti vel verið að forseti Mexíkó sé það bundinn af innanlandspólit. stöðu, að hann sé ófær um annað - en láta Trump slíta NAFTA skv. þeirri kröfu.

Það gæti þítt, að Bandaríkin lendi í viðskiptastríði - að auki við núverandi NAFTA lönd, til viðbótar við viðskiptastríð við Kína - hugsanlega einnig ESB, kannski Japan.
--Það væri þá afar hátt hlutfall viðskipta Bandaríkjanna undir.

Ég fullyrði að sjálfsögðu ekki neitt - en Trump hefur sl. 2-3 vikur verið á hreyfingu með sín mál, og maður ætti ekki að fyrirfram ákveða heldur, að yfirlýsingar Trumps á Twitter - skipti ekki máli.

 

Kv.


Bloggfærslur 2. apríl 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 48
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 867
  • Frá upphafi: 846623

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 801
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband