Pútín virtist hóta vandræðum fyrir Vesturlönd - ef það yrði önnur árás framkvæmd á yfirráðasvæði Damaskus stjórnarinnar í Sýrlandi

Áður en ég vík að viðbrögðum Pútíns, er rétt tel ég að tæpa á því er virðist heimssýn Pútíns - en hún virðist snúast um vilja til að snúa til baka til þess heimsfyrirkomulags er var til staðar fyrir Fyrra-Stríð.

Ég er að vísa til krafna, sbr:

  1. Heimta að Rússland hafi viðurkennt yfirráðasvæði, er nái yfir lönd - með viðurkennt fullveldi, þannig að viðurkennt væri að Rússland hefði rétt til að hlutast til um innanlandsmál þeirra, og auk þess rétt að ákvarða þeirra framtíð - í samræmi við skilgreinda hagsmuni stjórnvalda Rússlands hverju sinni á þeim rússnesku hagsmunum.
  2. Ákall hans eftir nýrri - Yalta ráðstefnu er í takt við þetta, en þá skiptu þáverandi ráðamenn Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna - Evrasíu á milli sína.
    --Vart er Pútín þó svo óraunhæfur að halda að unnt væri að endurtaka þann leik með þau svæði sem komin séu í dag undir áhrif Kína.
  3. En Pútín sem sagt endurtekið krefst þess, að viðurkennd Vestræn stórveldi fundi með honum - og einhvers konar ný skipting Evrópu fari fram.
  4. Ég hef veitt þess að auki athygli, að Rússland þ.e. Pútín - virðist styðja flokka fólks á Vesturlöndum, sem eru í andstöðu við núverandi -- alþjóðasamfélag, þ.e. stofnanabyndingu alþjóðakerfisins sem búin var til eftir Seinni-Styrrjöld.
    --Svokallaðir, "anti globalistar"
  5. Þetta sé væntanlega í samræmi við heimsmynd Pútíns, að vilja snúa til baka aftur til þess tíma - er stórveldin höfðu leppríki - og þau vösuðust með heiminn á fundum þ.s. einungis fulltrúar þeirra funduðu.
    --Væntanlega yrði Xi Jinping boðið á slíka fundi, ef vilji Pútíns næðist fram.
    **Íslenskir "anti globalistar" sem gjarnan eru einnig ofur-þjóðernissinnaðir eru einstaklega heimskir, því Ísland hefði ekkert sjálfstæði í slíku heimskerfi -- einungis í kerfi með bindandi reglum, getur það haft eitthvað sem nálgast raunverulegt sjálfsforræði.
  6. Mig grunar, að Pútín væri áhugasamur um að sannfæra Xi - um að gangast inn á hans heimssýn.
    --Hinn bóginn, virðist Xi - frekar vilja aukin áhrif Kína innan þeirra stofnana, en að snúa aftur til fyrirkomulags 19. aldar.


Punkturinn í þessari samantekt er sá, að þ.e. líklega í takt við andstöðu Pútíns við stofnana- og regluvæðingu heims-samfélagsins, að vilja grafa undan alþjóðalögum!

Rétt að hafa í huga, að það voru Vesturlönd er komu á þessu stofnanakerfi - og hugmyndin að því, er hvorki meira né minna en sú - að skapa reglukerfi þ.s. öll lönd skuldbinda sig til að fylgja tilteknum reglum.
--Sem einnig þíði, að þau skuldbindi sig í tilvikum - til að láta vera tilteknar athafnir.

Eins og við vitum, hafa ekki allir raunverulega fylgt þessum reglum.
Raunverulega hafa Bandaríkin sjálf æði oft brotið þær - þó þeir hafi einnig gætt sín á að ganga ekki heldur það langt sjálfir að það kollvarpi kerfinu.
--Hinn bóginn, virðist Pútín beinlínis reglukerfið sjálft feigt, þ.e. brottnuma það alfarið.

  1. Hann virðist halda, að Rússland sé sterkt.
  2. Það mundi þrífast í kerfi, þ.s. engar reglur eru til staðar, nema samkomulag hinna sterku.

--Rétt að ryfja upp, að gamla kerfið þ.s. engar reglur -- einnig þíddi, mjög reglulegar styrrjaldir milli stórvelda fyrri tíðar.

Hinn bóginn, gæti verið að tilvist kjarnorkuvopna leiddi til annarrar niðurstöðu.
Hinn bóginn, held ég að kerfi með bindandi reglum - sé síður líklegt að leiða fram átök.
--En kerfi þ.s. engar reglu gilda, heldur einungis hvað samkomulag stórvelda gildi í það skiptið, þangað til að eitthvert þeirra - brýtur það næst.

 

Pútín lét ekki fylgja með sögu, akkúrat hvaða vandræði!

Russia's Putin predicts global 'chaos' if West hits Syria again

Eins og ég benti á síðast: Trump sagður hafa fyrirskipað hernaðarárásir á Sýrland.

  1. Ef engin framfylgir alþjóðalögum t.d. banni við notkun eiturgasvopna, þá fljótlega verður slíkt bann - markleysa, og lönd hundsa með öllu.
  2. Vegna innra skipulags SÞ-getur SÞ ekki virkað sem heimslögga, því einhver mun alltaf beita neitunarvaldi í Öryggisráði SÞ.
  3. Mig grunar sterklega, að Pútín - einmitt vilji gera notkun eiturgasvopna - normal. Ekki endilega vegna þess að hann elski þannig vopn -- heldur því hann vilji veikja eins og hann getur, það alþjóða reglukerfi sem Vesturlönd komu á fót.
  4. Það sé í takt við, stuðning Pútíns við "anti globalista" jaðarflokka á Vesturlöndum, sem virðast gjarnan fylgja Pútín að málum í alþjóðadeilum - kannski vegna þess að komið hefur í ljós að Pútín lætur þá fá peninga.
  • Mig grunar, að Pútín hafi gert sér vonir við - America first - stefnu Trumps, vegna augljósrar óánægju Trumps einmitt gagnvart SÞ -- óánægju sem gætir einnig meðal þeirra róttæku þjóðernissinna innan Bandaríkjanna, er fylgja gjarnan Trump að máli.
    --Það hafi verið líklega, draumur Pútíns, að Trump mundi að einhverju verulegu leiti - vinna vinnuna fyrir hann, að grafa undan þeirri stofnanabindingu heimsins sem Pútín vill losna við.

Hinn bóginn, gera bandamenn Bandaríkjanna - sitt ítrasta til að sannfæra Trump um að vinna með kerfinu -- ekki gegn því.

Pútín geri sítt ítrasta til að breiða hugmyndir um að stofnanabinding heimsins sé samsæri gegn ríkjum heims.
--Pútín líklega sér það sem samsæri gegn Rússlandi.
--Pútín virðist hafa á seinni árum gert sér grein fyrir því hvað netið sé öflugt tæki í að útbreiða áróður.

Við sjáum því stað í ótrúlegri útbreiðslu samsæriskenningasíðna, sem virðast mjög margar - afar andvígar Vesturlöndum.
--Og merkilega oft, fylgnar heimssýn þeirri sem Pútín heldur á lofti.

Ég stórfellt efa það sé tilviljun.
Heldur séu leynistofnanir Rússlands, komnar á netið og vinni í því að halda uppi þúsundum síðna er breiða út nær allar afar sambærilegan áróður!

--Þær notfæri sér hrekkleysi margra netverja, er virðast alltof oft blekkjast þegar áróður er sagður vera staðreyndir.

 

Niðurstaða

Ég er óviss um það hvaða óskunda Pútín hefur í huga - hvaða hefnd akkúrat. En rétt að árétta að árásin um daginn á stöðvar í eigu Damaskus stjórnarinnar, olli engu mannfalli ef marka má orð Damaskus stjórnarinnar - þannig væntanlega var aðvörun send út.
--M.ö.o. einungis urðu mannvirki fyrir tjóni en væntanlega má treysta Assad í þetta sinn, því ef einhver hefði fallið hefðu myndir af líkum fallinna borist strax út á vefinn.

Það þykir mér afar væg refsins ef út í þ.e. farið hafandi í huga að sérfræðingar Sþ telja alls Damaskus stjórnina hafa framið 11 eiturgasárásir - á undan. Það sé einmitt vegna tíðni slíkra árása, að það sé ekkert sérstaklega ótrúverðugt að árásin nýverið hafi farið fram.

Fullyrðingar þess efnis að Vesturlönd hafi einhvern veginn sett allt á svið - hljóma barnalegar, er haft er í huga að svæðið sem ráðist var á - er steinsnar frá Damaskus borg, hluti úthverfa þeirrar borgar og hafði verið alfarið umkringt árum saman.

Með hermenn Assads allan hringinn, og flugher Assads yfir nánast stöðugt - auðvitað svæðið innan færis frá öflugum loftvarnarkerfum er gæta Damaskus borgar -- þá er algerlega óhugsandi virðist mér að Vesturlönd hafi getað komið þangað nokkrum sköpuðum hlut.

Einungis spilling liðsmanna Assads sjálfs, gæti leitt til þess að eitthvað bærist þangað sem ekki ætti. Eða, að liðsmenn Assads hefðu sjálfir auðvitað sent sprengjuna.

Það hlýtur að vera merkilegt afrek fyrir þann uppreisnarhóp er sat þarna svo lengi að halda þetta út allan þennan tíma. Og eiginlega óhugsandi eftir stöðugar sprengjuárásir allan liðlangan tímann og fyrir utan að vera umkringdir allan þennan tíma, að þeir hafi getað ráðið yfir efnaverksmiðju til eitursprengjugerðar.

--Í seinni tíð, virðist frásögnin ekki lengur beinast að þessari afar heimskulegu samsæriskenningu, heldur því haldið fram -- að árásin hafi einfaldlega ekki farið fram.

--Nú þegar rússn. sérfræðingar hafa farið um svæðið, er auðvitað tæknilega mögulegt að þeir hafi gert sitt besta til að afmá verksummerki -- enda mundi það þjóna tilgangi Pútíns, að ekkert mundi finnast, til að varpa upp þeirri nýju ásökun þá -- að þetta væri eins og fyrir árás Bush á Írak 2003. Næg er tortryggnin á netinu enn út af því dæmi.

--Pútín vill auðvitað gera Vesturlöndum það ómögulegt að framfylgja alþjóðalögum, með því að skapa slíkt vantraust meðal eigin borgara Vesturlanda - að pólitíkin á Vesturlöndum snúist algerlega gegn öllum aðgerðum, ætlað að verja reglukerfið sjálft sem Vesturlönd komu upp á sínum tíma.

Allt í þeim tilgangi Pútíns, að því markmiði, að leiða fram hrun þess kerfis.
Snúa heiminum aftur til baka til kerfis 19. aldar, er einungis gilti vilji stórveldanna.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. apríl 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband