Er Trump forseti í alvarlegri hćttu en áđur á embćttismissi?

Ég rakst á mjög áhugaverđa umfjöllun: President Trump has never been in more trouble than right now. En ţar tćpir Paul Waldman hjá Washington Post á nokkrum áhugaverđum stađreyndum, um leit ađ gögnum sem fór fram á skrifstofu Michael Cohen, eins af lögfrćđingum Donalds Trump.

En leitin fór fram skv. beiđni Robert Mueller, en áhugaverđustu punktar Waldmans, snúast um ţau skref sem Mueller ţurfti ađ stíga, til ađ fá ţá leitarheimild á skrifstofu Chohens samţykkta:

  1. Ţurfti Mueller ađ fá stuđning ađstođar alríkissaksóknara, Rod J. Rosenstein fyrir ţeirri beiđni.
  2. Síđan ţurfti Mueller eftir ađ hafa fengiđ heimild Rosensteins, ađ leita til hérađs-saksóknara í ţessu tilviki, Geoffrey Berman sem er fyrir - "Southern District of New York."
    --Rétt ađ taka fram, Donald Trump skipađi Geoffrey Herman, vart ţví unnt ađ kalla hann, Demókrata-samsćri.
  3. Til ađ fá samţykki Bermans, ţurfti Mueller ađ eftirláta honum öll ţau gögn sem hann hafđi í sínum fórum sem útskýrđu af hverju hann taldi sig ţurfa ađ fá leitarheimild hjá Cohen.
  4. Ţau gögn ţurftu ađ sýna fram á - líkur á tengslum lögfrćđingsins og ţar međ fullri vitneskju, um glćpsamlegt athćfi.
  5. Einungis međ ţví ađ sannfćra - saksóknara, sem Trump skipađi, ađ líklegt vćri ađ einn lögfrćđinga Trumps, hefđi í fórum sínum vitneskju um glćpsamlegt athćfi -- gat Mueller fengiđ ţetta fram.
    --Ţarna er rannsóknin komin bersýnilega, langt umfram ţ.s. nokkur heilvita mađur getur kallađ, Demókrata-samsćri.
  6. Waldman bendir síđan á, ađ leitin hafi síđan veriđ fyrirskipuđ óhjákvćmilega af ţeim dómara sem Geoffrey Hemann ţá leitađi til - og sannfćrđi sjálfur persónulega á grunni gagna ţeirra sem Mueller hafđi eftirlátiđ honum, ađ fyrirskipa leit á skrifstofu Cohens. Leitin hafi ţví ekki tengst međ beinum hćtti - embćtti Muellers.
  7. Mueller hafi ekki ţau gögn undir höndum líklega enn, sem tekin voru af skrifstofu Cohens, heldur embćtti Geoffrey Harmanns - skv. leitarheimildinni frá dómaranum.
  8. Ţar muni ađ líkindum vera skipađ sérfrćđiteymi til ađ líta yfir ţau gögn "taint team" til ađ meta gögnin út frá ţví ađ hvađa mati ţau innihalda vísbendingar um glćpsamlegt athćfi.
  9. Einungis ef slík gögn koma í ljós, fái Mueller ţau í hendur.
  • Punkturinn í ţessu sé sá, ađ ţađ sé sennilega orđiđ of seint fyrir Trump ađ reka Mueller.

Jafnvel ţó Mueller vćri rekinn, mundi máliđ tengt ţeim gögnum sem náđust á skrifstofu Cohens, mala áfram í kerfinu í NewYork. Og ef ţau gögn sannarlega innihalda upplýsingar um glćpsamlegt athćfi og ef ţ.s. Cohen er einn lögfrćđinga Trumps - Trump tengist ţví persónulega!
--Ţá vćri Trump kominn í sama djúpa skítinn og Nixon, eftir ađ Watergate komst upp.

 

Niđurstađa

Ég viđurkenni ađ ég gerđi mér ekki fulla grein fyrir ţví hve miklum vandrćđum Trump getur veriđ kominn í, í kjölfar leitar á skrifstofu Micheal Cohen. En punkturinn um ţá leit, er ađ skv. upplýsingum - snerist sú leit einmitt ađ ţví ađ ná taki á samskiptum Cohens viđ skjólstćđing sinn, sem vanalega eru lögvernduđ.

Ţađ sé einmitt vegna ţess, ađ beiđnin snerist um ađ komast yfir lögvernduđ trúnađarsamskipti lögfrćđings og skjólstćđings, ađ beiđni Muellers hafi ţurft ađ fara í gegnum allar ofangreindar hindranir.

Til ţess ađ sannfćra saksóknara sem Trump skipađi, ađ sjálfur leita til dómara til ađ fá leitareimild samţykkta - ţá greinilega ţurfti Mueller ađ hafa í sínum fórum eitthvađ ákaflega sannfćrandi.

--Ţetta ţíđir einfaldlega, herrar mínir og frúr, ađ Trump líklega klárar ekki kjörtímabil sitt.
--Meira ađ segja ţingmenn Repúblikana, munu ekki standa međ Trump, ţegar sönnuđ alvarleg lögbrot liggja fyrir.

Ţađ ţarf einungis ađ sannfćra nćgilega marga Repúblikana til ađ ná fram meirihluta í Fulltrúasadeild fyrir ţví ađ Öldungadeild Bandaríkjaţings hefji formlega glćparannsókn.
--En beiđnin ţarf ađ koma frá Fulltrúadeildinni, síđan rannsakar Öldungadeildin máliđ, en eftir ađ niđurstađa liggur fyrir - hittast deildirnar báđar sameiginlega og greiđa sameiginlegt atkvćđi um niđurstöđuna, og ţá rćđur einfaldur meirihluti.
--En til ađ hefja rannsókn, ţarf 2/3 meirihluta í Fulltrúadeild fyrir beiđni til Öldungadeildar.

 

Kv.


Bloggfćrslur 11. apríl 2018

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband