Novichok eigurgasefni notað af Rússlandi í Bretlandi í eiturgasárás fyrir rúmri viku síðan

Þetta hefur forsætisráðherra Breta eftir lögregslustofnun er sérhæfir sig í hryðjuverkaárásum innan Bretlands - en þeirri sveit var falið að rannsaka dularfulla gasárás á þau Skripal feðgynin er átti sér stað sunnudaginn fyrir viku í breskum smábæ!
--Sergei og Youlia Skripal fundust þá meðvitundarlaus.

Miðað við fréttir virðist rannsókn breskra lögregluyfirvalda hafa gengið vel.
Rannsakendur fundu leyfar af efninu á krá þar sem feðginin höfðu komið við á.
Enn er ekki vitað akkúrat hvaða einstaklingar eitruðu fyrir þeim.
--En um er að ræða skv. breskum yfirvöldum sérstaka tegund af eigurgasi sem hannað var fyrir mörgum árum í Rússlandi - "Novichok."

What is Novichok?

Russia calls British PM's spy attack allegations a 'circus' - agencies

Britain Blames Russia for Nerve Agent Attack on Former Spy

 

Þetta virðist í annað sinn sem rússneskir agentar nota afar sérhæft efni í eiturárás innan Bretlands!

En það getur vart verið á færi hvers sem er að komast yfir "weapons grade" eiturgasefni.

  1. "It can only be produced by highly specialised scientists, according to the researcher who helped develop it, and can only be used with intense supervision."
  2. "This is a more dangerous and sophisticated agent than sarin or VX and is harder to identify."
  3. "It causes a slowing of the heart and restriction of the airways, leading to death by asphyxiation."

Efnið virðist þó ekki eins erfitt til flutnings og geislavirka polonium sem rússneskir agentar notuðu síðast þegar sannað þótti að árás hefði verið gerð á landflótta Rússa.

En áður en efninu hefur verið blandað saman - virðast íblöndunarefnin ekki hættuleg þeim sem halda á þeim, þannig auðveldar að flytja þau og það síður hættulegt þeim sem flytja efnin -- en í tilvikinu er geislavirkt polonium var flutt beint á vettvang.

--Polonium 210 - virðist hreint ótrúlega eitrað, svo eitrað að ef einn agentinn hefði misst flöskuna sem viðkomandi bar á sér t.d. meðan sá ferðaðist í lest, hefði hann getað drepið alla um borð - sjálfan sig að sjálfsögðu einnig.

--Novichok virðist ekki hættulegt fyrr en eftir að efninu hefur verið blandað saman, en það þurfi að gerast af kunnáttu, og auðvitað þaðan í frá er efnið hreint ótrúlega hættulegt -- einnig þeim sem ætla sér að eitra fyrir öðrum.

--Það kom vel í ljós, þegar Skripal feðgynin fundust meðvitundarlaus - að lögreglumaðurinn sem fyrst stumraði yfir þeim, varð hættulega veikur.

--Þau boð gengu út í Bretlandi, til allra þeirra sem heimsóktu sömu krá sama dag, að allir ættu að þvo fötin sín vel og vandlega. Henni var lokað í einn dag, meðan sérstakt teimi fór yfir.

Ég verð að segja eins og er, að mér virðast þetta sannfærandi upplýsingar - sem bendi sterklega til þess að árásin á Skripal feðgynin hafi verið skv. skipun frá Kreml, og greinilega framkvæmd af rússneskum ríkisagentum.

Síðan sé Pútín sá eini sem hafi "mótíf" þ.e. Sergei Skripal á árum áður hafði njósnað fyrir MI6 bresku leyniþjónustuna - margir sovéskir njósnarar voru afhjúpaðir. Ég geri einfaldlega ráð fyrir því, að Pútín fyrirgefi aldrei - hann gleymi aldrei, hann hefni sín alltaf fyrir rest.

  1. Þessu fylgir engin sérstök áhætta fyrir rússn. yfirvöld - en þ.e. lítið sem Bretland getur í reynd gert.
  2. En kannski íhuga bresk yfirvöld nú að fylgjast betur með landflótta Rússum, að veita þeim aukna vernd.

--Rússland auðvitað eins og reikna mátti með - hafnar öllu saman, og segir það farsa.

Sjá fyrri umfjöllun: Grunsamleg eitrun rússnesks svikara og dóttur hans hefur vakið spurningar.

 

Niðurstaða

Ég á ekki von á miklum aðgerðum breskra yfirvalda - peningurinn sem kemur inn á leynireikninga í Bretlandi frá auðugum Rússum er standa nærri miðstjórnarvaldinu í Rússlandi. Sé einfaldlega of mikil tekjulynd til þess að Bretland fari að taka áhættu á að ógna þeirri tekjulynd að einhverju ráði.

Hinn bóginn, er það með vissum hætti tvíeggjað að veita þessu fé móttöku, samtímis að einhverju leiti einnig fyrir Mosku að umbera þetta útstreymi.

En þessir peningar eru þá verndaðir í Bretlandi gagnvart rússneskum yfirvöldum. Á sama tíma eru Bretar sjálfir háðir því að fá þá peninga og því með hendur bundnar töluvert.

En neikvæða hliðin fyrir rússnesk yfirvöld er sú, að ef einhver aðilanna er hafa fært fé til Bretlands - ákveður að snúa ekki heim. Verða m.ö.o. landflótta. Þá eru peningar viðkomandi áfram verndaðir í breskum banka, og rússnesk yfirvöld geta þá ekki heldur neitt gert.

--Bretland og Rússland eru í þessu samhengi í nokkuð sérstæðu sambandi.

--Þá bætast kannski við í þessu skilaboð til slíkra Rússa, að ef þeir leggja á flótta persónulega til Bretlands í von um að geta nýtt peningana sína þar áfram -- geti rússnesk yfirvöld refsað þeim persónulega, langur armur rússn. stjv. geti samt náð til þeirra sjálfra - jafnvel þó peningarnir væru áfram í Bretlandi óhultir fyrir rússn. yfirvöldum.

 

Kv.


Til þeir sem gagnrýna Trump fyrir ákvörðunina að hitta Kim Jong Un

Ástæðan er sú að Trump virðist ekki hafa krafist nokkurra sérstakra fyrirfram trygginga af hálfu Kim Jong Un. Það má því álíta ákvörðun Trumps nokkra eftirgjöf, a.m.k. fyrst á litið.

En allt og sumt sem Kim virðist hafa lofað, er:

  1. Engar kjarnorkutilraunir eða eldflaugatilraunir tímabilið þangað til fundurinn verður haldinn.
  2. Og að N-Kórea mun ekki vera með nokkurn pyrring, þó Bandaríkin haldi áfram að stunda heræfingar með her S-Kóreu - yfir það sama tímabil.

--Að vísu nefndi Kim, að það gæti komið til greina hugsanlega að semja um kjarnorkuvopn og langdrægar flaugar NK - m.ö.o. hvort NK afvopnist.

Donald Trump, Kom Jong Un

screen showing U.S. President Donald Trump, left, and North Korea’s leader Kim Jong Un

Kim græðir á þessu, burtséð frá hvað síðar gerist!

Kim hefur sjálfsagt í 1. lagi grætt, öryggi. En hann veit að Trump er ólíklegur að gríðar til nokkurra drastískra ákvarðana gegn NK - þær vikur eða jafnvel mánuði, sem það tekur að skipuleggja - að fundurinn fari fram.

Trump's condition for Kim meeting is no nuclear, missile test

Kim að sjálfsögðu græðir athygli umheimsins, það er að sjálfsögðu viss sigur NK að forseti Bandaríkjanna hitti hann augliti til auglitis, svona eins og þeir séu jafningjar. Þetta lyftir a.m.k. eitthvað orðstír Kims og NK sjálfrar.

Kim fær á þessum fundi, gríðarlegt tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við heimspressuna. En hún verður þarna öll - og þá ekki bara stærstu nöfnin. Heldur mæta blaðamenn frá fjölda landa, og þar með fjölmiðlum sem við hér þekkjum lítt til en hafa án vafa milljónir lesenda í sínum löndum. Pressa í 3-heims löndum, er ekki endilega eins fyrirfram neikvæð gagnvart sjónarmiðum NK og pressa frá Evr. eða Bandar.

En þau sjónarmið NK - að tiltekin lönd eigi engan einkarétt á kjarnavopnum. Að þetta snúist um öryggi NK. Geta alveg notið samúðar í einhverjum löndum. Kim gæti vel talað til slíkra landa með þeim hætti, að tilgangur NK sé friðsamur -- en að NK þurfi að tryggja öryggi sitt, og fá ásættanlegar tryggingar fyrir því öryggi.

  1. Það er þá spurning hversu mælskur Kim Jon Un reynist vera!
  2. En þ.e. sú áhætta sem Trump hefur tekið, að hann hefur nú veitt Kim Jong Un - stall - "podium" eða sviðsljós.

--Trump getur ekki vitað það fyrirfram, að mælska hans taki mælsku Kims fram.
--Kim þarf ekki annað en að koma fram, líta ekki út eins og skrímsli, ræða um atriði eins og þörf fyrir öryggi -- til að virðast sanngjarn!

Ef Kim gerir þetta rétt, getur hann notfært sér ágætlega tortryggnina sem til staðar er í heiminum gagnvart Bandaríkjunum - ef honum tekst að setja fram sem mörgum virðist sanngjarnar kröfur, og fær síðan hnefann í borðið.
--Þá gæti hann breytt töluvert ímynd þeirrar baráttu sem staðið hefur milli Bandar. og NK - án þess að í raun hafa gefið nokkurt mikilvægt eftir, eða hafa lofað nokkru slíku.

  • Þetta gæti orðið stærsta prófraun Trumps fram að þessu!

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki fullyrða að á fundinum verði Trump ofurlyði borinn. En þ.e. sú áhætta sem Trump tekur að fyrir Kim - er það sigur út af fyrir sig það eitt, að fá þennan fund - fá það tækifæri sem í því felst að athygli fjölmiðla alls heimsins verður á þeim báðum um hríð, einstakt tækifæri fyrir Kim að fá athygli á sín sjónarmið - að koma skilningi stjórnvalda NK á framfæri við heiminn, fyrir þau að rökstyðja þ.s. mætti kalla sína hlið. Að það gæti hreinlega verið nægilegur árangur fyrir NK - það eitt og sér að fundurinn fari fram án nokkurs annars sjáanlegs árangurs. Kim m.ö.o. þarf ekki annað en að mæta, nota tækifærið til að halda ræður fyrir blaðamönnum, fá þannig tækifæri til að láta ljós sitt skína. Síðan láta í viðtali við Trump að hugsanlega komi til greina að semja, án þess að lofa í reynd nokkru.

Ég efa að Kim í reynd veiti Trump nokkuð það sem Trump mundi þurfa fá, svo hann geti með sanni líst yfir sigri.

En það getur alveg verið að formlega viðræður hefjist -- það hefur áður gerst t.d. í tíð Bill Clinton. Viðræður sem þá stóðu töluverða hríð, náður á enda fram samkomulagi er NK um tíma virtist sína lit að framfylgja en síðan skipti NK um skoðun eða ætlaði í reynd aldrei í raun og veru.

Það er vandinn, að mjög erfitt er að tryggja nokkra útkomu!
Yfirvöld í NK eru virkilega hálir sem álar!

  • Þau gætu virkilega séð það þannig, þeim hafi tekist að fá Trump að ræða við sig - þá sé hálfur sigurinn í höfn - restin af honum, náist fram smám saman hægt og rólega.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. mars 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 134
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 217
  • Frá upphafi: 846855

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 207
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband