Úkraína virðist undir nýrri rússneskri árás - þ.e. hafnbanni á hafnir við Azovshaf

Ég bendi fólki á áhugaverðan vef: Marine Traffic sjá traffík Azovshaf. Eins og sjá má á þessum áhugaverða vef - virðast engin skip að sigla frá Mariupol né til Mariupol. Það er auðvitað út í hött miðað við allar eðlilegar aðstæður, þ.s. Mariupol er mikilvæg höfn fyrir Úkraínu.

Image result for sea azov map area

Rússar virðast vera að nota brú yfir Kerch sund, til að hindra úkraínska skipa-umferð til og frá höfnum við Azovshaf!

Image result for kerch strait bridge

En einfalt er að hindra tiltekin skip í að sigla þar í gegn, þ.s. brúin hefur einungis eitt haf nægilega stórf fyrir skip að sigla undir og í gegn!
Sést á MarineTraffic vefnum að engin úkraínsk skip eru að sigla þessa leið.
Það er auðvitað hrikalega grunsamlegt að sjálfsögðu!

Ukraine ports feel squeeze from tensions with Russia

"Together the two Azov seaports account for almost 6 per cent of Ukraine’s exports. Mr Omelyan said their standstill threatened to hit living standards and destabilise the region ahead of the elections. He said authorities were preparing contingency plans to address bottlenecks from having to transfer cargo from the Azov sea to Ukraine’s larger Black Sea ports."

Kort er sýnir dreifingu íbúa er nokkuð gamalt eða frá 2001!

Image result for ukraine ethnic groups map

  1. En ef maður veltir fyrir sér - af hverju er Rússland að beita svæðið við Azovshaf sérstökum þrýstingi.
  2. Gæti það verið vegna þess, að þar er töluvert hlutfall Rússa er búa þar.

En takið eftir hve umráð Rússa yfir Krím yrðu þægilegri, ef þeir réðu landsvæðinu alla leið þangað, m.ö.o. það væri bein land-tenging!

Mig grunar einfaldlega það, að Rússland hyggist endurtaka leikinn frá því fyrir nokkrum árum, þ.e. fyrst beita efnahags-þrýstingi, síðan - hvetja til uppreisnar, lofa því að mun betra væri að búa í Rússlandi.

Senda flugumenn til svæðisins við Mariupol, með rússn. rúbblur að vopni, og loforð til hvers sem er sem tekur þátt - um stuðning Moskvu við aðgerðir.

Síðan komi í ljós, hvort plottið takist, m.ö.o. takist að skapa uppþot og vandræði á svæðinu.
--Stjórnvöld í Úkraínu eins og kom í ljós nýverið, hafa nú valdheimild frá þinginu til að setja herlög á einstökum svæðum, þau gætu þurt að grípa til slíkra aðgerða á Mariupol svæðinu, ef efnahagslegar þvingunar-aðgerðir Rússa gagnvart svæðinu halda áfram.

 

Niðurstaða

Það eru vísbendingar að Rússland sé að beita strönd Úkraínu við Azovshaf efnahags-þrýstingi, með því að hindra umferð skipa til hafna á svæðinu sem tilheyra Úkraínu - þau hafa annaðhvort ekki fengið að fara í gegn, eða eftir mjög langt japl jaml og fuður. Það eru enn nokkrir mánuðir til kosninga í Úkraínu. Það má alveg hugsa sér að Rússlands stjórn dreymi um að - svæðið gangi hreinilega í lið með rússn. stjv. - ef rússn. stjv. beita það þrýstingi, samtímis lofa mun betra ástandi, ef íbúar mundu ganga í lið með Rússlandi.
--Rússn. áhrif eru sterk á þessu svæði, það sé því ekki algerlega galið að slík tilraun gæti virkað a.m.k. að einhverju verulegu leiti, m.ö.o. beita svipunni á íbúa - lofa þeim að svipan fari af ef íbúar láta að vilja rússn. stjv.

 

Kv.


Bloggfærslur 4. desember 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband