Donald Trump virðist veita Erodgan - skotleyfi til að fremja fjöldamorð á sýrlenskum Kúrdum?

Yfirlýsingar Donalds Trumps í þá átt að hann ætli að draga bandarískt herlið frá Sýrlandi hafa vakið mikla athygli, enda felur það í sér umtalsverða stefnubreytingu um málefni Sýrlands.

  1. Bandaríkin hafa haft ca. 2000 sérsveitarmenn í Kúrdahéröðum Sýrlands.
  2. Þeir hafa þjálfað herlið sýrlenskra Kúrda, aðstoðað þá í sókn gegn ISIS liðum.
  • Um daginn var kynnt að síðasta vígi ISIS innan Sýrlands væri fallið, voru það einmitt sveitir sýrlenskra Kúrda ásamt herliði skipað sýrlenskum aröbum þjálfað af Bandaríkjamönnum, sem tóku það lokavígi.

Þess vegna í yfirlýsingu Trumps - fylgir yfirlýsing um sigur yfir ISIS.
Hinn bóginn er algerlega augljóst - að ef sveitir Bandaríkjanna fara, mun Erdogan fyrirskipa árásir Tyrkjahers á héröð Kúrda innan Sýrlands.
--Enda hefur hann sagt sveitir Kúrda sem Bandaríkin hafa verið að þjálfa, ógn við Tyrkland.

  1. Hvers vegna hefur Donald Trump ákveðið að veita Erdogan - skotleyfi á Kúrda?
  2. Mér virðast það ekki góð laun fyrir samstarfið við Bandaríkin, samstarf um útrýmingu ISIS -- að síðan heimila Tyrkjaher að fara með báli og brandi um þeirra héröð, hugsanlega drepa yfir hundrað þúsund Kúrda.

Bendi á að í sl. mánuði - fullyrti Erdogan að Tyrkjaher fyrirhugaði nýja sókn inn í Sýrland.
Eins og að Erdogan hafi talið sig vita - hvað Donald Trump ætlaði að ákveða.
--Eins og þeir kumpánar hafi gert samkomulag.

  1. Nánast eina sem ég kem auga á, er mál tengd krónprins Saudi-Arabíu, en Erdogan hefur sagt Tyrki búa yfir fullum sönnunum þess að krónprinsinn hafi fyrirskipað morð á þekktum blaðamanni í sendiskrifstofu Saudi-Arabíu í Tyrklandi.
  2. En Donald Trump hefur ekki farið leynt með, að hann vilji að það mál leiði ekki til falls krónprinsins.

Þá fer maður að íhuga þann möguleika að eitthvað sé hæft í ásökunum þess efnis, að Trump fjölskyldan hafi verið búin - persónulega að gera viðskipta-díl við krónprinsinn, sem einungis haldi gildi sínu meðan MbS sé krónprins SA.

En virkilega -- eitt stykki krónprins, hugsanlegir milljarðar dollara sem fjölskylda Trumps auðgast um.

Í skiptum fyrir -- fjölda-morð Tyrklands á sýrlenskum Kúrdum.
Það að auki í kjölfar þess -- að Kúrdar eru búnir að vera mjög gagnlegir bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS ógninni.
--Ætlar Donald Trump virkilega að launa þeim með þessum hætti?

Trump starts withdrawal of U.S. forces from Syria, claims victory

White House says US is withdrawing troops from Syria

 

Niðurstaða

Þetta eru skelfileg tíðindi - svik Donalds Trump við sýrlenska Kúrda, að hann virðist fyrirhuga að veita Erdogan og Tyrkjaher - fullt skotleyfi á Kúrda. Eins og Erdogan sagði sjálfur í sl. mánuði, fyrirhugar Tyrkjaher nýja herferð inn í Kúrdahéröð Sýrlands, og nú skal sækja mun lengra en áður var hægt -- því Bandaríkjaher var fyrir sem hindrun.

  1. Það er mjög einfalt, með þessum svikum við Kúrda - að heimila fjöldamorð á þeim, launin sem Trump greinilega ætlar Kúrdum fyrir samvinnuna og aðstoðina við Bandaríkin, í herför þeirra gegn ISIS.
  2. Þá tryggir Donald Trump -- að enginn hópur úti í heimi, mun nokkru sinni aftur treysta Bandaríkjunum.

Þetta er fullkomin eyðilegging á orðstír Bandaríkjanna, hann verður enginn þaðan í frá.
Nákvæmlega ekki nokkur maður mun treysta þeim eftir þetta!

  • Bandamanni einfaldlega hent fyrir úlfana -- vegna þess að Donald Trump vill halda einum skitnum prins við völd; þá fer maður virkilega að trúa ásökunum - að prinsinn og Trump fjölskyldan hafi gert einhvern verðmætan fyrir Trump fjölskylduna samning.
    --Fjöldamorð á Kúrdum virðist ásættanlegt verð.
    --Og að eyðileggja orðstír Bandaríkjanna fullkomlega um mjög langa framtíð.

Þetta er langsamlega versta ákvörðun sem Donald Trump hefur tekið.
Hrein illmennska - ég get ekki sagt neitt minna!

Kv.


Bloggfærslur 19. desember 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 153
  • Sl. sólarhring: 215
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 846874

Annað

  • Innlit í dag: 143
  • Innlit sl. viku: 225
  • Gestir í dag: 140
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband