Spurning hvað 3ja ára dómur fyrir Micheael Cohen þíðir fyrir Donald Trump

Eitt af því sem mikið hefur verið sagt - er að Cohen sé að ljúga til að bjarga sjálfum sér. En nú fær hann 3-ja ára dóm, m.ö.o. ekki sleppt við refsingu; þannig hann bjargaði ekki sjálfum sér. Hann virðist einungis hafa fengið smávægilegan afslátt af refsingu.

Robert Mueller sagðist ánægður með samstarfið við Cohen - í formlegu skjali sagði Mueller að Cohen hefði veitt trúverðugan og gagnlegan vitnisburð, sem önnur gögn í fórum Mueller hefðu staðfest, og óskaði eftir því að Cohen yrði sínd miskunn.

Hinn bóginn, óskaði saksóknara-embætti í S-svæði NewYork eftir því að Cohen fengi umtalsverðan dóm er tónaði við hans glæp -- sagði Cohen hafa veitt gagnlegar upplýsingar, en þó ekki tæmandi m.ö.o. hann hefði ekki algerlega leyst frá skjóðunni - þess vegna væri ekki formlegur samstarfs-samningur milli Cohens og saksóknara-embættisins; embættið fór því einungis fram á lítilsháttar lækkun dóms - að ekki væri litið framhjá glæpum Cohens.

Michael Cohen was just sentenced to 3 years in prison

Sjá hér formleg skjölMueller and prosecutors’ sentencing filings for Michael Cohen

Former Trump lawyer Michael Cohen sentenced to 3 years

Michael Cohen sentenced to three years in prison for crimes committed while working for Trump

Cohen og fjölskylda á leið í dómssal!

Image result for michael cohen and family

Dómurinn eykur trúverðugleika vitnisburðar Cohens!

Einhver getur haldið því öfuga fram - en mér virðist einmitt trúverðugleiki vitnisburðar vaxa. 

  1. Það hann sé dæmdur fyrir atriði - sem tengjast verkefnum sem hann vann fyrir Donald Trump, þíðir þá að sjálfsögðu - að þá eru þau atriði þar með komin á blað innan bandaríska réttarkerfisins, sem líklega sönnuð.
    --M.ö.o. ekki lýgi.
  2. Síðan auðvitað, bjargar hann ekki sjálfum sér - þó hann virðist hafa fengið ca. 1-ár í afslátt af hugsanlegum hámarks dómi.
    --En mikið hefur verið haldið á lofti að hann sé einungis að ljúga til að bjarga eigins skinni.

--Lögfræðingur Cohens síðan gefursterklega til kynna - Cohen ætli að segja svo miklu meira -- seinna!

Michael Cohen fyrir dómi: I stand before your honor humbly and painfully aware that we are here today for one reason, because of my actions that I pled guilty to, -- I take full responsibility for each act that I pled guilty to, the personal ones to me and those involving the president of the United States of America. -- Today is the day I am getting my freedom back as you sit at the bench and contemplate my fate, -- I have been living in a personal and mental incarceration ever since the fateful day that I accepted the offer to work for a famous real estate mogul whose business acumen I truly admired. In fact I now know there is little to be admired. -- It was my own weakness and a blind loyalty to this man that led me to choose a path of darkness over light, -- Time and time again, I felt it was my duty to cover up his dirty deeds.

Fram kom hjá lögfræðingi Cohens - að það væri ósanngjarnt af saksóknara-embættinu, að segja Cohen ekki hafa veitt fulla samvinnu, þ.s. það lægi fyrir að Cohen hefði samstarfs-samning við Robert Mueller, og að meira ætti eftir að koma fram síðar!
--Það -klikkti lögfræðingur hans á- án þess að Cohen hefði nokkra tryggingu fyrir því, að dómurinn yfir honum yrði mildaður síðar!

  • Þó Cohen noti orðalagið - fasteigna-mógúll - er augljóst hann er að tala um Trump.

Fram kemur í umsögn Muellers - umsögn Muellers - að viðskipti í Moskvu sem Cohen laug um, og hann var að semja um fyrir hönd Donalds Trumps, hefðu getað skilað hundruðum milljóna dollara í hagnað.
--Þess vegna sagði Mueller, að lygar Cohens á undan hefðu verið stórmál, er hann laug að FBI og að bandaríska þinginu, meðan hann var enn lögmaður Trumps.

Donald Trump Twítaði auðvitað:

Donald J. Trump@realDonaldTrump 
....which it was not (but even if it was, it is only a CIVIL CASE, like Obama’s - but it was done correctly by a lawyer and there would not even be a fine. Lawyer’s liability if he made a mistake, not me). Cohen just trying to get his sentence reduced. WITCH HUNT!
 

Eins og sjá má, er DT að leitast við að skella skuldinni á sinn lögfræðing.

  • Trump hefur ekki neitað því að fasteignaviðskiptin hafi verið í undirbúningi, eftir að málið lak í fjölmiðla -- en fullyrðir að ekkert sé athugavert við málið, þ.s. samningum var aldrei lokið.
  1. Ef marka má Cohen, þá voru viðræður um þau viðskipti í gangi eftir að formlegt forsetaframboðsferli Trumps var hafið.
    --Þó það geti verið erfitt að sanna að DT hafi skipað Cohen að ljúga um málið, virðist manni afar ósennilegt að hann hafi ekki gert það.
    --Enda erfitt að sjá hver væri persónulegur gróði Cohens af því.
    **En ef unnt er að sína fram á að DT hafi skipað Cohen að ljúga að þinginu og að FBI - væri DT í hyldjúpum skít.
  2. Cohen einnig laug að FBI þegar kom að vitneskju Cohens um svokallaðan Trump turn fund og vitneskju hans um samskipti framboðs hans og sendiherra Rússlands.
    **Þarna blasir við sama atriði, ef unnt er að sýna fram á að Cohen hafi logið fyrir hönd Trumps, þá sé Trump í djúpum skít.

--Í báðum tilvikum væru það "impeachable offences."

 

Niðurstaða

Miðað við það hve yfirlýsing Muellers bendir til mikillar ánægju hans með samvinnuna við Cohen - en skv. því gagni er Cohen að veita gagnlegar upplýsingar um Trump turn fund, um samskipti framboðs Trumps við rússnesk stjórnvöld mánuðina áður en Trump var kjörinn forseti, auk þess um hugsanleg fasteignaviðskipti Trumps í Moskvu.

Auki hafandi í huga, að í yfirlýsingu lögfræðings Cohens liggur hótun um umtalverðar frekari afhjúpanir -- getur vel verið að Donald Trump þurfi að hafa áhyggjur.

Dómurinn virðist eiginlega skjalfesta þá ásökun að Cohen hafi ítrekað logið fyrir hönd Trumps -- munum það að Repúblikanar hófu "impeaching" gagnvart Bill Clinton fyrir ósannsögli gagnvart þinginu í tengslum við samskipti hans við Lewinski.

Það virðist afar saklaust mál samanborið við þær skjalfestu ásakanir gagnvart Trump er nú liggja fyrir -- hann hafi ítrekað látið lögfræðing sinn ljúga að þinginu og FBI fyrir sína hönd.
--En það liggur ekki nokkur munur þar um ef viðkomandi var þar sjálfur.

En hvert ætti mótíf Cohens að hafa verið að taka sjálfur upp á því að ljúga - án fyrirmæla?
Nú virðist dómurinn yfir honum staðfesta, hann hafi logið í þeim tilvikum - vissulega.

  • Það sem virkilega væri áhugavert að vita, hvað Cohen hefur verið að segja Mueller um það hvað akkúrat fór fram á milli framboðs Trumps og rússneskra stjórnvalda.

--Bendi á, að frambjóðandi hefur ekki heimild til þess að semja við stjórnvald annars ríkis fyrir hönd Bandaríkjanna.
--Það lítur enn verr út, ef ríkið sem á í hlut -- hefur skilgreiningu sem óvinur Bandaríkjanna.

Þá eru ekki mörg skref yfir í ákæru um landráð.
M.ö.o. gæti eldurinn undir Trump verið að hitna og það verulega.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. desember 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 846656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband