Theresa May virðist hafa tapað Brexit fyrir breska þinginu

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum - hætti Theresa May forsætisráðherra Bretlands við Brexit atkvæðagreiðslu á breska þinginu, vegna þess að henni var orðið ljóst hún mundi tapa henni með miklum meirihluta.
--M.ö.o. samningurinn hennar mundi vera kolfelldur.

Brexit in turmoil as UK's May pulls vote to seek changes to EU divorce

Theresa May aborts planned Brexit vote in humiliating setback

Theresa May: “It is clear that while there is broad support for many of the key aspects of the deal, on one issue, the Northern Ireland backstop, there remains widespread and deep concern,” - “We will therefore defer the vote schedule for tomorrow and not proceed to divide the house at this time.” -- síðar sagði hún eftirfarandi -- “If we went ahead and held the vote tomorrow, the deal would be rejected by a significant margin,” -- hún sagði síðan að hún mundi hitta leiðtoga ESB að máli síðar í vikunni -- “I will discuss with them the clear concerns that this House has expressed,”

Donald Tusk: “As time is running out, we will also discuss our preparedness for a no-deal scenario,” - Fram kom í máli hans, að ekki kæmi til greina að endursemja um einstök atriði samkomulagsins sem sambandið gerði við May.
--Í því liggur augljós hótun, að vilja ræða á fundinum 12-13 des. nk. sviðsmyndir er tengjast "hard Brexit."

Theresa May: “If you take a step back, it is clear that this house faces a much more fundamental question: does this house want to deliver Brexit?”

"Her decision to halt the vote came just hours after the EU’s top court, the Court of Justice, said in an emergency judgment that London could revoke its Article 50 formal divorce notice with no penalty."

Það er mjög mikilvægur úrskurður - því skv. honum, getur Bretland einhliða hætt við Brexit!
Mig grunar að þessi nýtilkomni úrskurður skýri uppreisn þingsins gegn May!

  1. En það er í raun og veru ekki meirihluti innan breska þingsins fyrir Brexit, hefur blasað við lengi. 
  2. Stór fjöldi þingmanna hefur verið að leita logandi ljósi að ástæðu til að hætta við Brexit.
  3. Nú þegar dómstóll ESB hefur úrskurðað, er ljóst Bretland getur raunverulega hætt við Brexit algerlega einhliða - þarf ekki að ræða það við aðildarríkin, þannig Bretland getur hætt, haldið óbreyttri aðild að sambandinu.

Mér virðist frekar augljóst, að uppreisnin snýst um að hætta við Brexit.
Þó Brexiterar séu einnig andvígir samningnum, þá sé - ef maður telur þingmenn Verkamannaflokks, meirihluti á þinginu fyrir því að hætta við Brexit.

Það flækir auðvitað fyrir, að Íhaldsmenn og Verkamannaflokkurinn - eru erkiandstæðingar í breskri pólitík, almennt vinna ekki saman.
Að auki, mundi stjórn Theresu May líklega hrynja í kjölfarið.

Hinn bóginn, mun allt atvinnulífið breska öskra á þingmenn að "hard Brexit" muni skaða breskan iðnað og atvinnulíf almennt - og störf í Bretlandi, verulega harkalega.
Það mun hafa einhver veruleg áhrif!

En ekki síst, að ESB og aðildarríkin, munu án vafa - þverneita að semja frekar um samkomulagið við May.
--Valkostirnir verða þá.

  1. "Hard Brexit."
  2. "Remain."

Það er hvað mér virðist stefna í - beint val milli einungis þessara tveggja kosta.
Eftir úrskurð dómstóls ESB, er ljóst að nú verður gríðarlegur þrýstingur á þingmenn, að finna leið til að hætta við Brexit.

 

Niðurstaða

Það virðist ljóst að May hefur orðið undir, valið virðist stefna í að vera milli tveggja andstæðra póla -- það að Bretland detti út úr ESB án nokkurs samkomulag við ESB. Eða snarlega verði hætt við Brexit.
--Ein leið sem vaxandi mæli er rædd, er að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það getur verið að breska þingið treysti sér ekki til að ákveða að hætta við Brexit - gegn niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar frá 2016. Hinn bóginn, gæti þá málið verið lagt á nýjan leik fyrir þjóðina.

A.m.k. er eitt víst - valkostirnir væru þá fullkomlega skýrir.
Það getur vel verið hvert málin fara - haldin verði önnur slík atkvæðagreiðsla.

 

Kv.


Bloggfærslur 10. desember 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband