Bandaríkin segja sig frá tveim alþjóðasamþykktum tengdum SÞ - í kjölfar úrskurðar Alþjóðadómstóls SÞ í tengslum við umkvörtun Írans

Annað samkomulagið tengist Íran beint, samkomulag frá 1955 þar sem aðildarríki virðast hafa skuldbundið sig til að leysa deilumál í sátt og samlyndi, leita úrskurðar Alþjóðadómstóls SÞ í Hag ef deilumál standa óleyst.
--Í úrskurði Hag dómstólsins, fyrirskipaði hann Bandaríkjunum að tryggja að vörur er þjónuðu mannúðar-sjónarmiðum - bærust óhindrað til Írans.

UN court issues interim order to US to lift some Iran sanctions

"On humanitarian grounds, the US must remove by means of its choosing any impediment to the free exportation to Iran of goods involving humanitarian concerns"

Mike Pompeo ásakaði dómstólinn um pólitískan halla, kallaði úrskurðinn pólitískan - og gamla samkomulagið um Íran frá 1955 "Treaty of Amity" úrelt -- er hann lýsti Bandaríkin frá því.

US pulls out of 1955 treaty with Iran, says measures long overdue

"I'm announcing that the US is terminating the 1955 Treaty of Amity with Iran. This is a decision, frankly, that is 39 years overdue," 

John Bolton gat ekki stillt sig um að tjá sig einnig - en sama dag sögðu Bandaríkin sig einnig frá viðbótar-ákvæðum við alþjóðasamkomulag kennt við Genf - en upphaflega form þess samkomulags felur í sér almenna viðurkenningu á dyplómatískri friðhelgi, en viðbótarákvæði heimilar löndum að leita til dómstóla á vegum SÞ þar á meðal Alþjóða-stríðsglæpadómstólsins, sem einnig er rekinn frá Hag: US to pull out of provision allowing countries to take Washington to UN court

  1. "The United States will not sit idly by as baseless politicised claims are brought against us,"
  2. "We will commence a review of all international agreements that may still expose the United States to purported binding jurisdiction, dispute resolution in the International Court of Justice,"

En heimastjórn Palesínumanna, hefur leitað til alþjóðadómstólsins í Hag, en hefur auk þessa rétt til að leita til Alþjóða-stríðsglæpadómstólsins. Heimastórn Palestínumanna hefur óskað eftir úrskurði um flutning Bandaríkjanna á sendiráði sínu í Ísrael frá Tel-aviv til Jerúsalem. Þar sem að ekkert formlegt friðarsamkomulag er í gildi um lausn á deilum um skiptingu borgarinnar. Að auki að borgin er ekki skv. alþjóðasamþykktum enn viðurkennd höfuðborg -- var afar líklegt að slíkur úrskurður mundi falla Bandaríkjunum í óhag.

Bandaríkin höfðu þegar refsað heimastjórninni - með því að loka á allan fjárstuðning.

  1. "Last month, Bolton threatened to impose sanctions on International Criminal Court officials if they prosecute the US or Israel for war crimes. The Trump administration has also closed the PLO office in Washington in response to Palestinians' turning to the ICC to investigate Israeli violations."
  2. "Also headquartered in The Hague, the ICC has the power to prosecute individuals for war crimes, crimes against humanity and other violations of international law."

Með því að segja sig frá viðbótar samþykktinni við - Genfarsáttmálann, þá eru Bandaríkin ekki lögformlega skulbundin til að hlíta úrskurðum alþjóða-Hag dómstólsins, þegar kemur að deilum Bandaríkjanna við önnur ríki.

  • Bandaríkin hafa aldrei gerst aðilar að ICC "International Criminal Court" en hafa áður verið með yfirlýsingar gegn þeim dómstól -- t.d. var Bolton einnig mjög harðorður gagnvart honum í tíð George W. Bush, er hann gegndi stöðu innan þeirrar ríkisstjórnar.

Fyrir um mánuði hótaði Bolton því - að lögsækja fyrir bandarískum lögum starfsmenn og dómara ICC og að auki beita viðurlögum sérhvert það ríki -- sem leitaði til dómstólsins, ef um væri að ræða lögsókn gegn bandarískum þegn!
--Hinn bóginn, veit ég ekki til þess að í bandarískum lögum sé til lagaákvæði er mundi heimila lögsókn í slíku máli fyrir bandarískum dómstól! Það er auðvitað önnur saga!

US terminates 1955 treaty with Iran after UN court ruling

US pulls out of Vienna treaty amendment to block Palestinian lawsuit

US nixes 1955 treaty with Iran after UN court rules to lift sanctions

 

Þessi viðbrögð ættu ekki að koma sérdeilis á óvart!

En núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur harðlínu-afstöðu til allra alþjóðlegra skuldbindinga -- þá almenna afstöðu, að sérhvert yfirþjóðlegt vald sé óásættanleg inngrip í sjálfstæði Bandaríkjanna!

Bendi á að Donald Trump áréttaði þá afstöðu einnig nýverið í ræðu fyrir Allsherjarþingi SÞ - þar sem hann óskaði þess gagnvart þjóðum heims að þær virtu sjálfstæði Bandaríkjanna - sagðist á móti mundu virða þeirra.
--Ljóst af ræðu hans, að hann vísaði til skuldbindandi ákvæða alþjóða-sáttmála.

  1. Nú þegar Bolton hefur lýst því yfir að farið verði almennt yfir allar alþjóðasamþykktir sem Bandaríkin tilheyra - og hafa flestum tilvikum lengi gert!
  2. Þá virðist blasa við að líklega segja Bandaríkin sig frá fleiri slíkum.
  3. Rétt að benda á, að Bandaríkin sjálf voru á árum áður -- helstu hvata-aðilar flestra þeirra samþykkta.
  4. En Trump hefur reyndar talað um meint samsæri svokallaðrar Washington elítu gegn eigin þjóð -- í þeim orðum hefur mátt skína, að það meinta samsæri hafi staðið lengi. 
    --Reyndar hefur mér oft virst Donald Trump í slíkum orðum, hreinlega hafna því heimskipulagi sem ríkt hefur frá því rétt fyrir 1950, sem innsiglað var á sínum tíma með stofnum tiltekinna alþjóðastofnana, og fjölda alþjóða-samþykkta er samdar voru í tengslum við upphaf þeirra stofnana.
    --En eiginleg hefur mér virst hann og Bolton -- vilja leita til fyrirkomulagsins sem var áður en til slíkra stofnana var stofnað, þ.e. alþjóðakerfi án gildandi regla m.ö.o. kaos kerfis þ.s. stóru löndin hegða sér skv. eigin geðþótta - réttur hins sterka er eina reglan.
    --Auðvitað án nokkurra bindandi regla, væri þá væntanlega hið heilaga sjálfstæði Bandaríkjanna - ómengað öllu því sem bindur að utan frá. 

Rétt að taka fram að fyrri forsetar Bandaríkjanna eftir 1950 hafa flestir stutt þetta alþjóðalega reglukerfi - vegna þess að þeir hafa talið það traust sem fælist í bindandi reglum mun mikilvægara en sá hugsanlegi möguleiki, að þær reglur í einhverjum tilvikum gætu takmarkað ákvörðunar-rétt Bandaríkjanna sjálfra - í einhverjum tæknilega mögulegum tilvikum.
--Harðlínu þjóðernissinnar eins og Bolton, Pompeo og Trump sjálfur - sjá að sjálfsögðu einungis allt neikvætt við bindandi ákvæði af slíku tagi að utan, og líta framhjá öllum hugsanlegum kostum við slíkt fyrir Bandaríkin sjálf.
--Einu viðmiðin sem megi gilda, sé afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna hverju sinni, og eða þings þess.

 

Niðurstaða

Trump er það sem mætti kalla - endurskoðunarsinni. En rétt að benda á hve langt aftur hans gagnrýni nær - en hann t.d. fyrir kosningarnar 2016 gekk svo langt að gagnrýna sjálfa Marshall aðstoðina a.m.k. óbeint -- er hann gagnrýndi m.a. viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna í Evrópu um það sem hann vill meina séu ósanngjörn viðskipti, taldi það sérdeilis ósanngjarnt í ljósi þess að Bandaríkin hefðu að hans mati komið þeim löndum á lappirnar aftur. 

Síðan kvartaði hann oft yfir því sem hann nefndi samsæri elítunnar í Washington, sem hann taldi hafa fjármagnað uppbyggingu fjölda þjóða - sem síðan væru með ósanngjörnum hætti að hans mati að keppa við Bandaríkin. Hafandi í huga að V-Evr. ríki eru meðal þeirra ríkja undir slíkri gagnrýni - var hann greinilega m.a. að gagnrýna Marshall aðstoðina sem eitt hinna meintu samsæra meintrar Washington elítu gegn sinni eigin þjóð.

Fyrir utan það talaði hann gegn alþjóðaviðskiptasamningum hvers konar, taldi þá að því er maður best gat séð - alla með tölu ósanngjarna. Hann hefur einnig virst gjarnan afar gagnrýninn á alþjóðasamninga af öðru tagi er snúa oft að nauðsynlegri þjóðasamvinnu á alÞjóðavettvangi ekki endilega viðskiptatengt, þ.e. á skuldbindandi ákvæði almennt -- sem virðist tengjast þeirri sýn á Bandaríkin að ekkert megi hamla þeirra ákvörðunarrétti.

Mér virðist hann hafa ráðið þá Bolton og Pompeo til sín - vegna þess að hann sé líklegast sammála þeim, og þeir honum.

Þessir últrahaukar geta auðvitað ekki umborið nokkrar samþykktir eða úrskurði af alþjóðlegu eða fjölþjóðlegu tagi sem snúast gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna að nokkru leiti.

--Þessi afstaða gengur að mínu mati mun lengra en í tíð nokkurrar fyrri ríkisstjórnar Bandaríkjanna frá því eftir Seinna-stríð, þar með talið George W. Bush.
--Eiginlega virðist felast í afstöðu Trumps - gagnrýni á alla hans forvera eftir Seinna-stríð.

Það slæma við þessa grunn afstöðu er auðvitað að heimurinn þarf að glíma við fjölda vandamála, sem krefjast víðtækrar samvinnu landa heims -- að grafa undan slíkri samvinnu, geti hugsanlega reynst vera ákaflega skaðlegt síðar meir.

Hugsanleg nýtt Kalt-stríð væri það síðasta sem heimurinn þarf á að halda.
--Ég er eiginlega algerlega andvígur núverandi afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Íran.
--Og ég held að flutningurinn á sendiráðinu til Jerúsalem hafi verið slæmt fordæmi, þar sem hann hundsar fjölda gildandi samþykkta m.a. þeirra sem Bandaríkin sjálf undirrituðu árum áður.

Afstaða ríkisstjórnar gegn alþjóða-samþykktum, alþjóða-samstarfi og samþykkum - auðvitað auk þessa grefur undan trausti í heiminum, og auðvitað gagnvart Bandaríkjunum sjálfum -- á árum áður töldu forsetar Bandaríkjanna traust annarra hafa verðmæti.

 

Kv.


Bloggfærslur 4. október 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband