Merkel virðist hafa orðið fyrir öðru höggi í kosningum í Hessen héraði í Þýskalandi - menn ættu þó að stíga varlega í því að túlka útkomuna sem einungis sigur AfD

Kosningin í Hessen er auðvitað kosningaáfall fyrir Merkel, eins og kosningin í Bæjaralandi var: Úrslit í Bæjaralandi í Þýskalandi geta bent til þess að fylgi AfD hafi náð hámarki, þannig hræðslualdan við innflytjendur hafi náð hámarki líklega fari í rénun

Hinn bóginn er rétt að benda á, að í bæði skiptin er ekki endilega rétt að líta útkomuna -- sem augljósan sigur þeirrar afstöðu sem AfD almennt hefur.

Í Hessen, virðist þýskum Græningjum ganga vel eins og í kosningunum í Bæjaralandi. Þ.e. Grænir fá ca. svipað fylgi og Kratar, virðist benda til verulegs flutning kjósenda frá Krötum yfir á Græna. Grænir eru með greinilega meira fylgi en AfD í Hessen.

Í Bæjaralandi, unnu Grænir einnig stóran kosningasigur og þar fengu þeir verulega meira fylgi heldur en Kratar, og í því héraði fékk AfD einnig minna fylgi en Grænir.

  • Punkturinn er sá, að í báðum héröðum -- er fylking sú sem stendur þver andstæð hugmyndum AfD sterkari.
    --Sigur Grænna virðist benda til sóknar flokksins inn á miðjuna, sá flokkur sé hugsanlega að taka við sem megin vinstri flokkur Þýskalands.

Chancellor Angela Merkel's conservatives eke out win in Hesse election

Í einum skilningi getur útkoman talist sigur Merkelar, í þeim skilningi að Kristilegir fá nógu mikið fylgi til þess að engin stjórn virðist möguleg í Hesse án Kristilegra.

En hvorir tveggja Grænir og Kratar hafna Linke og AfD, og Kristilegir hafa ekki nægt fylgi til að mynda annars stjórn með AfD - núverandi stjórn Kristilegra hafna AfD hvort sem er.

Þannig að vinstri-hægri stjórn er eina stjórnarfyrirkomulagið í boði.
Í þeim skilningi virðist útkoman ekki grafa undan Merkel að því marki að hennar stjórn í núverandi formi sé klárlega ófær um að halda áfram!

Infografik Landtagswahlen Hessen 2018 EN (.)

German SPD leader gives Merkel an ultimatum after state vote losses

Það er erfitt að sjá fyrir sér hvaða ríkisstjórn þeir hægri menn í Kristilegum hugsa sér að mynda -- með því hugsanlega að fella Merkel. 
En fylgi AfD virðist einfaldlega ekki nægilega mikið, til þess að það líklega dugi til.

Líkur virðast frekar í þá átt, að ef Merkel mundi falla - að í stað hægri sveiflu, að það leiddi til vinstri sveiflu.
--M.ö.o. meirihlutastjórnar á vinstri væng.
--Samstarf með AfD mundi frekar ófrægja Kristilega, leiða til þess að pólitíska miðjan færðist til vinstri - til aukins fylgis mið-vinstri flokka.

Mig grunar að útkomurnar í Hessen og Bæjaralandi sýni - að bylgjan sem hófst á loft 2015 sumar það ár er Merkel hleypti inn milljón manns, sé að toppa.
--Að útkoman 10% vs. 13% sýni að AfD sé ekki að taka yfir sviðið.

Sést einnig á því að í báðum tilvikum er flokkur til staðar með stefnu nákvæmlega þveröfug við stefnu AfD sem fær meira fylgi -- er vinnur einnig verulega á í báðum tilvikum.

Það virðist mér ekki benda til þess, að það væri rétt ákvörðun fyrir Kristilega -- að slást í för með AfD eins og nokkur hópur hægri sinnaðra andstæðinga Merkelar innan hennar eigin flokks, virðist telja rétt eða vilja.

--Líklegra að það leiddi til pólitískrar eyðimerkurgöngu Kristilegra!

 

Niðurstaða

Þó svo að það virðist fljótt á litið mörgum að útkoman í Hessen grafi undan Merkel, eins og mörgum virtist útkoman í Bæjaralandi þíða svipað. Þá tel ég að rétt sé að horfa á það að í báðum skiptum fékk flokkur með þveröfuga stefnu á við AfD meira fylgi, m.ö.o. sá flokkur einnig vann stóran kosningasigur í báðum tilvikum.

Menn þurfa þá að spyrja sig, með hverjum ættu Kristilegir að starfa? M.ö.o. það virðast ekki aðrir samstarfsmöguleikar raunhæfir en stjórn með ca. þeim hætti sem Merkel hefur viðhaldið fyrir Kristilega. Stuðningur við AfD virðist einfaldlega ekki nægur - bylgjan sem menn töldu vera að rísa svo sterk, virðist raunverulega ekki eins sterk og sumir virtust halda.

Hugsanlega taka í framtíðinni Grænir við Krötum í hægri/vinstri stjórn.
Það er ekki endilega rétt að túlka niðurstöðuna sem eitthvert hrun miðjunnar.
En mér virðist Grænir sækja inn á hana, séu að taka við sem ríkjandi Mið-vinstri.

Hótun Krata um að hugsanlega hætta á nk. ári, kannski standa þeir við það - kemur í ljós.
En þ.e. ekki endilega ljóst miðað við núverandi kjósendahreyfingu að það leiddi til þeirrar nýju tegundar hægri stjórnar sem suma þýska hægri menn dreymir um.
--En núverandi kjósendahegðan virðist ekki benda til mikilla líka á því að slík verði líklega möguleg vegna ónógs fylgis AfD.

Frekar virðist mér sennilegar einhvers konar mið-vinstri stjórn.
Hvort það yrði Merkel í forsvari er önnur spurning, en ef það er ljóst að stjórn með AfD væri ekki möguleg sem mér virðist fleira benda til en ekki - mundi Merkel annaðhvort geta verið áfram, eða geta tryggt það að hennar bandamaður tæki við af henni.

--Mér virðist líklegt að AfD hafi toppað.

 

Kv.


Bloggfærslur 28. október 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 846662

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband