Tesla fyrirtækið með hagnað -- Elon Musk virðist hafa unnið veðmálið með Model 3

Það er búið að vera nokkurt drama í kringum Tesla fyrirtækið bæði vegna mála tengdum Elon Musk sjálfum - en hann virtist hafa lent í slæmum stress vandamálum, neyddist til að samþykkja að ráða fyrir sig stjórnanda í kjölfar skrítins máls þar sem Musk sagðist íhuga að taka fyrirtækið af markaði, hætti síðan við -- kærumál fylgdu þessu og úrskurður bærrar stofnunar, Musk samdi um málið við yfirvöld, samkomulag að hann minnki afskipti af rekstri fyrirtækisins.

Tesla shares jump as Musk delivers quarterly profit, cash

Tesla shares jump after first profit in 2 years

  1. "third quarter net income of $312m, or $1.75 a share"
  2. "...losses of $4.22 a share in the second quarter..."
  3. "Revenue jumped by 129 per cent, to $6.8bn."
  4. "...recording $880m of positive free cash flow..."
  5. "...cash reserves...climbed $700m to nearly $3bn."
  6. "...shares up 20 per cent on the week at $323.78."

Skv. þessu virðist Tesla líklega komið fyrir horn!

Söluaukning Tesla verður að teljast dramatísk þetta ár: Number of Tesla vehicles delivered worldwide from 3rd quarter 2015 to 3rd quarter 2018 (in units). 

  1. Q1 - 29.980
  2. Q2 - 40.740
  3. Q3 - 83.500

Skv. því gæti fyrirtækið náð svipaðri árssölu og Porche.

Model 3 -- getur vart talist ódýr bíll. Þó hann sé ódýrari en fyrri Tesla bílar.
Tesla fyrirtækið er enn einungis að smíða skv. pöntunum fyrir útgáfur með verðmiða milli 45.000$ og 55.000$.

Tesla Model 3 review: we drive Musk's EV for the people

Persónulega finnst mér Tesla ganga ívið of langt með því að hafa virkilega allt á stóra skjánum -- mér skilst t.d. að ef menn vilja stilla speglana, þurfi að fletta uppi í rétta undirflokknum fyrir stýringu spegla á skjánum. M.ö.o. engir takkar fyrir speglastýringu.
--Mér finnst betra að hafa nokkuð af tökkum fyrir það sem maður oftast notar.

Ég neita því þó ekki að þetta er flott í einfaldleika sínum.
Það virðist mjög horft á hvað er smart - bíllinn er óneitanlega útlitslega flottur.

Eina gagnrýnin sem ég hef almennt séð frá ökuþórum er hafa prófað gripinn - sé fjöðrun ívið í harðara lagi, m.ö.o. menn finni vel fyrir ójöfnum. Fjöðrunin sportleg frekar en þægileg.

Aksturseiginleikar séu góðir - sportlegir meina þeir.
Ég á ekki von á því að fjárfesta í einum slíkum - ívið of dýr.

 

Niðurstaða

Fljótt á litið virðist Musk vera takast að gera Tesla fyrirtækið að hörðum keppinaut á markaði fyrir lúxusbifreiðar í sambærilegum verðflokkum og þeim sem Bens - Audi og BMW hafa lengi framleitt bifreiðar fyrir.

Áhrif fyrirtækis Musks eru óumdeilanleg - þó Tesla taki ekki beint yfir heiminn.
Þá hefur fyrirtækið haft óumdeild svokölluð - halo áhrif, þ.e. umpólað ímynd rafbíla.
Nú þykja rafbílar svalir, áður fyrr átti það einfaldlega ekki við.

  • Ég hugsa að það væri mjög erfitt fyrir Tesla að færa sig neðar en þetta.

Næstu módel fyrirhuguð virðast vera -- ofurdýr sportbíll eða "roadster" - stóri 40 tonna trukkurinn - og Model Y sem kvá eiga vera jepplingur þróaður á sama undirvagni og Model 3.
--Væntanlega þá á svipuðu verðbili eða eitthvað dýrari.

Skv. því er fyrirtækið ekki með áform að færa sig neðar en ca. BMW 3 lína eða Bens C class.

Pöpullinn væntanlega þarf þá að horfa til annarra framleiðenda.

--Get bent á einn áhugaverðan: Hyundai Kona Electric 64kWh Premium SE 2018 UK review
--Sá kvá hafa rafgeymi með ca. 480km. drægi.

Það þíðir akstur til Akureyrar án stopps er raunhæfur möguleiki.
Kostar minna en Tesla Model 3.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. október 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 863
  • Frá upphafi: 846619

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 798
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband