Nýtt NAFTA samkomulag virðist eftir allt saman, ekki einhliða Bandaríkjunum í hag

Það sem blasir við er að Kanada hefur náð einum afar mikilvægum árangri í viðræðum að Bandaríkjastjórn sættist á endanum við það að úrskurðarkerfi sem tilheyrir NAFTA, og um margt með sambærilegum hætti og svokallaður EFTA dómstóll -- sker út í deilum sem upp geta komið um túlkun samkomulagsins.
--Rétt að ryfja upp að Ísland vann mjög mikilvægt mál fyrir nokkrum árum fyrir EFTA dómstól í deilum um Icesave við Breta og Hollendinga -- þannig að það væri rangt að álíta slíka dómstóla, fyrst og fremst til að tryggja rétt stórfyrirtækja.
--Bendi einnig á að á sl. ári, úrskurðaði dómstóll NAFTA Kanada í hag í deilu um nýja flugvél sem kanadíska fyrirtækið Bombardier hafði hafið framleiðslu á, Lighthizer eins og frægt er hafði sett 300% toll á sölu þeirrar flugvélar innan Bandaríkjanna - í kjölfar kvörtunar Boeing um meinta ólöglega ríkisaðstöð ríkisstjórnar Kanada við Bombardier; í umfjöllun NAFTA dómstólsins um málið - féllu mál þannig, að úrskurðað var að refsitollur Lichithizers hefði verið brot á reglum NAFTA samkomulagsins -- þannig lyktaði deilu um málið með þeim hætti, að NAFTA dómstóllinn verndaði í raun og veru lítilmagnann í málinu, ekki ósvipað og Ísland upplyfði.
--Málið er að almennar reglur - óháð úrskurðarkerfi - er yfirleitt hagur hinna smærri, frekar en hinna stærri -- en Bandaríkin tel ég víst vildu losna við úrskurðarkerfið, einmitt til þess að þau gætu túlkað ákvæði samkomulagsins - statt og stöðugt sér í vil.

  • En Kanada stóð fast á sínu, greinilega á endanum sannfærði Bandaríkjastjórn - að Kanadastjórn væri fullkomin alvara um að vilja frekar, ekkert samkomulag en slæmt -- þannig að samkomulag virðist hafa náðst annars vegar með því að Bandaríkjastjórn féll frá þeirri kröfu sinni að dómstóll NAFTA væri niður lagður - og á hinn bóginn, veitti Kanada minniháttar eftirgjöf gagnvart Bandaríkjunum á sviði mjólkuriðnaðar!
  1. Þó að Kanada hafi tekist að hindra að vera gersamlega kaffært af kröfum Bandaríkjastjórnar.
  2. Þíðir það ekki, að Bandaríkjastjórn hafi ekki náð nokkrum mikilvægum breytingum fram, sem gera nýtt samkomulag um NAFTA nokkru hagstæðara fyrir Bandaríkin en áður.

How is Donald Trump’s USMCA trade deal different from Nafta?

  1. Svokölluðum upprunareglum er breytt - þ.e. áður var gildandi ákvæði að 62,5% allra íhluta í bifreiðar framleiddar innan NAFTA landa yrðu að vera framleiddir í einhverjum hinum þriggja af NAFTA löndum.
    --En skv. breyttu samkomulagi, verður krafan um 75% hlutfall íhluta framleiddir í NAFTA löndum -- þessu kvá vera ætlað að minnka innflutning íhluta frá löndum utan NAFTA frýverslunarsvæðisins. 
    --Vonast er einnig til þess, að það leiði til þess að störfum fjölgi við framleiðslu íhluta í bifreiðar í N-Ameríku.
  2. Sennilega mikilvægasta breytingin í Augum ríkisstjórnar Trumps -- risastór eftirgjöf Mexíkó, að 2/3 innfluttra bifreiða og íhluta til Bandaríkjanna frá Mexíkó - verða vera framleiddar í verksmiðjum þ.s. starfsmenn frá a.m.k. 16$ á tímann.
    --Þetta mjög verulega þurrkar út launamun í bifreiða- og íhlutaframleiðslu milli Mexíkó og Bandaríkjanna.
    --Virðist mér Mexíkó stjórn, hafa nokkurn veginn samið um - afnám launaforskots landsins gagnvart Bandaríkjunum, þegar kemur að framleiðslu bifreiða og íhluta.
    **Þetta atriði er auðvitað -- stórt prik fyrir Donald Trump.
    **Ítreka, eftirgjöf Mexíkó - en ekki Kanada, enda Kanada ekki láglaunaland.
  3. Bandaríkjastjórn - vildi fá ákvæði um takmarkaðan gildistíma NAFTA. Eftir langt samningaþóf, féll Bandaríkjastjórn fyrir nokkru síðan frá því að krefjast 5 ára gildistíma NAFTA samkomulags; þannig að það félli sjálfkrafa niður ef það væru ekki endurnýjað á 5. ári.
    --Þess í stað, féllst Bandaríkjastjórn á 16 ára gildistíma samkomulagsins,
    --En þó er endurskoðunarákvæði á 6 ára fresti.
    **Áhugavert þó, að það þíðir að fyrsta endurskoðun er eftir að algerlega öruggt er að Donald Trump er ekki lengur forseti Bandaríkjanna!
  4. Varðandi eftirgjöf Kanada á sviði mjólkurframleiðslu - virðist Kanada komast upp með að veita samskonar eftirgjöf, og Kanada hafði áður boðið - í svokölluðu "Trans Pacific Partnership" 12 þjóða samkomulagi sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá strax og hann tók við embætti í jan. 2016.
    --Það virðist mér eiginlega annað dæmi þess, að samningamenn Kanada hafi í raun og veru - staðið afar fast fyrir.
  5. í Samkomulaginu, féllust Kanada og Mexíkó á það að Bandaríkin hefðu rétt til þess að leggja einhliða 25% toll á innflutning bifreiða- og íhluta í bifreiðar skv. hugsanlegu mati Bandaríkjanna, að slíkur innflutningur ógnaði öryggi Bandaríkjanna.
    --En gegn því loforði Bandaríkjastjórnar, að Kanada og Mexíkó -- ef til þess mundi koma, yrðu undanþegin þeim tolli.
  • Trump hefur greinilega viljað það síðasta ákvæði inn, svo NAFTA samkomulagið mundi ekki binda hendur hans -- í viðskiptastríðum hans gegn löndum utan NAFTA.
    --En 25% hótunin, beinist ekki að Kína - þ.s. enginn innflutningur er enn á bifreiðum til Bandar. frá Kína, óverulegur á íhlutum.
    --Hótunin sú beinist þá að Japan annars vegar og hins vegar að ESB. 
    **Minn grunur er að Suður-Kórea verði undanskilin, því Bandaríkjastjórn virðist vera að ganga frá tvíhliða samkomulagi við það land.
    **Japan um daginn, samþykkti að hefja tvíhliða viðræður - líklega vill Trump eiga hótunina í erminni gagnvart Japan.
    **Viðræður við ESB eru einnig í gangi, ekkert hefur heyrst um gang þeirra.

En fyrst að Kanadastjórn hefur tekist svo vel að standa í samningamönnum Bandaríkjastjórnar, blasir ekki endilega við að nýtt NAFTA samkomulag veiti vísbendingar í þá átt að það stefni í að Donald Trump -- rúlli upp rest, enda mun stærri viðskiptalönd um að ræða  en Kanada sem líklega verða ekki veik á svellinu við samningaborð.

 

Niðurstaða

Mér virðist fljótt á litið stóra eftigjöfin vera af hálfu Mexíkó, þ.e. launaákvæðið er virðist stærstum hluta afnema launaforskot Mexíkó á sviði íhluta í bifreiðar og bifreiða gagnvart Bandaríkjunum og Kanada!

Hertri upprunareglu er greinilega ætlað að stuðla að fjölgun starfa innan Bandaríkjanna - óljóst er hvort að það virki. En sumir vilja meina, að sú regla ásamt launareglunni gagnvart Mexíkó - gæti leitt til þess að fyrirtæki færi í auknum mæli framleiðslu pent út fyrir NAFTA svæðið, þegar í hlut eiga bifreiðar eða íhlutir í bifreiðar. En veikleiki upprunareglunnar virðist sá að hún gildi einungis í samhengi framleiðslu innan NAFTA. Þannig að slíkar túlkanir gætu reynst réttar.

Þeirri upprunarreglu má vera að sé einkum beint að Mexíkó, eins og launareglunni klárlega var -- fyrir Kanada ætti upprunareglan ekki að vera í nokkru ógn. 

  1. Þannig að ef ég lít málið frá sjónarhóli Kanada, virðist mér Kanada hafa tekist nokkurn veginn alveg að verja stöðu sína.
  2. Sigur Trumps virðist m.ö.o. fyrst og fremst felast í eftirgjöf Mexíkó - sem rauf sig frá Kanada og hóf tvíhliða viðræður við Bandaríkjastjórn skömmu eftir kjör nýs vinstrisinnaðs forseta landsins -- það gæti verið að reynast vera all herfilegur afleikur að hafa rofið samstöðuna sem landið hafði áður viðhaldið með Kanadastjórn.

Þannig að niðurstaðan er eftir allt saman ef til vill sigur Justin Trudeau og Chrystia Freeland utanríkisráðherra Kanada, sem virðist hafa tekist að standa í Donald Trump og Robert Lighthizer.

 

Kv.


Bloggfærslur 2. október 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 846743

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband