Viðbrögð Donalds Trumps við morðinu á Jamal Khashoggi vöktu óskipta athygli

Svar Trumps er þannig séð einfaldlega með þeim hætti - að peningar skipti miklu meira máli. Trump virðist samt sem áður sammála því, að Khashoggi líklega hafi verið myrtur af Saudum í kjölfar þess að Kashoggi í sl. viku leitaði til sendiráðs Saudi-Arabíu innan Tyrklands - eftir það hefur hann horfið sporlaust. Fljótlega fóru stjórnvöld í Ankara að segja - yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa myrt Kashoggi.
--Nú virðast málin líta þannig, að flestir meta þau gögn sem tyrknesk stjórnvöld hafa sett fram í málinu - trúverðug.
--Þegar meira að segja DT virðist trúa þessu, þá virðist þar með engin ástæða lengur til þess að álíta það sérdeilist umdeilt - að stjórnvöld Saudi-Arabíu létu myrða Kashoggi í sendiráði sínu í Tyrklandi.

Donald Trump: 

  1. "We’ll have to see what happens. A lot of work is being done on that, and we’re going to have to see what happens. I don’t like stopping massive amounts of money that’s being poured into our country on – I know they’re talking about different kinds of sanctions, but they’re spending $110 billion on military equipment and on things that create jobs, like jobs and others, for this country."
  2. "I don’t like the concept of stopping an investment of $110 billion into the United States…. I will tell you, upfront, right now, and I’ll say it in front of senators: They’re spending $110 billion purchasing military equipment and other things…. I would not be in favor of stopping a country from spending $110 billion – which is an all-time record."

OK - hver er sannleikurinn varðandi þessa 110 milljarða sölu, skv. upplýsingum bandarískra fjölmiðla, liggur engan vegin fyrir sala á vopnum að upphæðum er nálgast 110ma.$.

  1. "The Saudis have purchased a Terminal High Altitude Area Defense anti-ballistic-missile system for about $15 billion...
  2. "...the State Department has announced $4 billion in other completed and approved arms sales."

Það mundi leggjast á 19ma.$ m.ö.o. ca. 1/6 af þeirri upphæð sem DT hefur ítrekað þessa viku.
Auðvitað er vitað að DT er ekki nákvæmur þegar kemur að sannleik mála - það er samt oft áhugavert að sjá gjána sem gjarnan kemur fram í því sem hann heldur gjarnan fram, samanborið við það sem er raunveruleiki máls.

--Í raun og veru skiptir engu máli þessi fullyrðing - það sem liggur í orðum Trumps er það að þó svo hann sé sammála því að Saudar hafi myrt einstakling með köldu blóði í sendiráði Saudi-Arabíu í Tyrklandi, og Trump mislíki það.
--Þá finnst honum það greinilega ekki það atriði vega þungt - að hann ætli sér ekki að halda áfram með þá stefnumótun sína, að styrkja bandalag Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu.

Sem felur að sjálfsögðu það í sér, að leiða hjá sér hegðan Saudi-arabísku valdafjölskyldunnar, sem fjármagnar hættulega íslamista-hópa víða um heim - og heldur uppi stríði í Yemen, þar sem enginn vafi virðist á að flugher Saudi-Arabíu hefur drepið mikinn fjölda almennra borgara.

Þetta auðvitað fær mann til að íhuga, hvort hugsanlega Saud fjölskyldan - hefur mútað hugsanlega Trump fjölskylduveldinu. En móralskur standards Donalds Trumps virðist ekki á hærra plani en svo, að hann líklega mundi ekki sjá nokkurt athugavert við það að þyggja mútur. Svo fremi það sé gert með þeim hætti, að það valdi honum ekki persónulegum vandræðum.
--En ákafi Trumps í því að styðja áframhald núverandi stefnu, sem mætti kalla - fylgisspekt Bandaríkjanna við stefnu Saud fjölskylduveldisins í Mið-Austurlöndum, gæti hugsanlega bent til þess að Saud fjölskyldan hafi boðið Trumpurum eitthvað mjög bitastætt.

En sá stuðningur gagnast í raun og veru Bandaríkjunum sem slíkum afar lítið ef nokkuð. Með því að fylgja stefnu Saud fjölskyldunnar gegn Íran - er Donald Trump að hækka heims olíuverð, sem sannarlega gagnast Saud fjölskyldunni -- samtímis og Bandaríkin sjálf tapa á þeim hækkunum; til viðbótar er það rót sem fylgir stefnu Saud fjölskyldunnar innan Mið-Austurlanda, líklegt til þess að leiða fram frekari slíkar hækkanir en hitt.
--M.ö.o. sé ég ekki að DT með stefnu um náið bandalag við Ibn Saud fjölskylduna, sé í raun og veru með slíkri ákvörðun um fylgispekt - að vinna bandarísku þjóðinni gagn.

Það auðvitað eykur frekar illan grun að sjálfsögðu!
En Saud fjölskyldan er yfrið nægilega auðug til að geta veitt Trump fjölskyldunni slíkar mútur, að um væri að ræða upphæðir umfram þeirra núverandi fjölskyldu-auð. 
--Mundi DT ekki grípa slíkt báðum höndum? Það er einmitt það sem ég held.

Fyrir Saud fjölskylduna væri gróði af háu olíuverði slíkur - að nokkurra ma.$ mútur til fjölskyldu-sjóðs Trumps fjölskyldunnar, væri tittlingaskítur í samanburði.

 

 

Niðurstaða

Ég er farinn að gruna að þegar öll kurl koma til grafar fyrir einhverja rest, reynist Trump hugsanlega spilltasti forseti í nútímasögu Bandaríkjanna. En það mundi úr þessu ekki koma mér á óvart, ef skömmu eftir að forsetatíð Trumps klárast - komi í ljós smám saman að auður Trumparanna hafi vaxið mjög verulega.

Svör Trumps beina augljósum grun að því, hvaða tak Saud fjölskyldan hefur á Trump.
En 110ma.$ upphæðin - er 100% fabúla!

En klárlega liggur Trump mikið niðri fyrir að enginn raunverulegur skuggi falli á samskiptin við Saudi-Arabíu - burtséð frá því hversu langt frá því að þjóna hagsmunum Bandaríkjanna hegðan Saud fjölskyldunnar virðist vera.

Þegar menn hegða sér með skýrum hætti gegn hagsmunum eigin lands.
Er eðlilegt að gruna spillingu!

 

Kv.


Bloggfærslur 12. október 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband