Donald Trump þvingar fram "government shutdown" í von um að fá vegginn sinn fullfjármagnaðan!

Þetta er alveg örugglega í fyrsta sinn að sjálfur forsetinn -- þvingar fram lokun eigin ríkisstjórnar. En tilgangur Trumps virðist sá að þvinga fram fulla fjármögnun á veggnum fræga á landamærum við Mexíkó sem hann lofaði að láta reisa.
--En deilur um þann vegg, eru ekki einungis við Demókrata, heldur einnig hluta þingmanna Repúblikana.
--En tæknilega gæti Drump samt fengið sitt fram gegn andstöðu hluta Repúblikana, ef Demókratar samþykktu að greiða atkvæði sitt með fjármögnun veggsins fræga eða ófræga.

Hinar árlegu -skuldaþaks- umræður á Bandaríkjaþingi hafa fjölda skipta reynst skrautlegar - en alveg eins og á Íslandi þarf að samþykkja fjárlög; en ólíkt því sem tíðkast á Íslandi. Hefur bandaríska alríkið ekki heimild að taka skammtímalán til að brúa bil þangað til að næstu fjárlög hafa verið samþykkt.

Þannig ítrekað stendur bandaríska ríkisstjórnin frammi fyrir lokunum, ef viðræður milli flokka á þinginu stranda á skeri.

Trump's dealmaker image tarnished by U.S. government shutdown

Trump to Democrats: no immigration talk until U.S. government reopened

Factbox: What happens in a U.S. government shutdown?

 

Rétt í samhenginu er að ryfja upp skoðanir Trumps á "government shutdown" sem hann setti fram í tíð Obama forseta!

Donald Trump 2013:"The problems start from the top and have to get solved from the top," - "“The president is the leader, and he’s got to get everybody in a room and he’s got to lead."

  1. Þetta sagði Trump í viðtali á FoxNews. En eins og frægt var þá stóð Obama í tvö skipti frammi fyrir lokunum ríkisstjórnar sinnar - vegna harðrar deilu við þingmeirihluta Repúblikana.
  2. En Repúblikanar gerðu þá stífar kröfur um - niðurskurð á ríkið, er gengu mun lengra en það sem Obama lengi vel vildi sættast við.
  3. Á endanum náðist samkomulag -- eitt þeirra atriða sem áhugavert er að ryfja upp, er að m.a. þvingaði meirihluti Repúblikana fram niðurskurð á útgjöldum til hermála.
    --Áhugavert vegna þess, að ein helsta krafa Trumps forseta, hefur verið um aukið fé til hermála.

 

Hvað segir síðan Donald Trump í dag, um það hverjum þetta er að kenna?

Donald Trump 2018: "This is the One Year Anniversary of my Presidency and the Democrats wanted to give me a nice present," - "DemocratShutdown."

  1. Í þetta sinn stendur styrrinn annars vegar um ákvörðun Donalds Trumps á sl. ári, að loka á prógramm um hóp einstaklinga sem nefndir eru "dreamers" í bandarískri umræðu. En um er að ræða hóp af fólki sem kom til Bandaríkjanna sem börn, hafa síðan dvalist það lengi í landinu að þeir eru flesti fullorðnir orðnir í dag - uppaldir í Bandaríkjunum, bandarískir að siðum, og þekkja ekki sitt heimaland sem þeir upphaflega komu frá.
    --Rétt að ryfja upp, að Donald Trump hefur sjálfur sagt: "I love these kids"
    Trump hefur ítrekað í umræðunni, sagst elska þetta fólk - og vera tilbúinn í samvinnu við Demókrata að leita uppi lausn sem tryggi áframhaldandi veru þeirra innan Bandaríkjanna.
    --En þrátt fyrir það, hafa tilraunir til að ná slíku samkomulagi nú ítrekað strandað á síðustu stundu -- eftir að Donald Trump hefur lýst yfir andstöðu.
  2. En Trump heimtar að fá samþykki Demókrata fyrir fullri fjármögnun síns veggs.
    --Nú í fjögur skipti, hafa menn talið samkomulag í höfn -- nema að Trump sjálfur hefur í hvert skipti; eftir að menn töldu sig hafa hann með - líst yfir andstöðu.
    --M.ö.o. Trump hefur skipt um skoðun.

Vilja ímsir meina að Trump flipp floppi milli afstöðu harðlínu andstæðinga innflytjenda, er vilja reka þetta fólk úr landi.
Og þess að vera einungis volgur í þeirri afstöðu að vilja fólkið áfram í landinu.

Hinn bóginn grunar mig sterklega að -- Trump sé raunverulega sjálfur að stunda "brinkmanship" þ.e.  notar "dreamers" sem agn á Demókratana, segist vilja hafa þá áfram í landinu - virðist ætla að samþykkja að þeir verði áfram; en bakkar síðan á síðustu stundu - heimtar að fjármögnun veggjarins sé afgreidd.

En rétt er að ryfja upp að fyrir nokkrum mánuðum sagði Trump sjálfur í flimtingum, að hann mundi frekar sjálfur loka alríkinu -- en að veggurinn fengi ekki fjármögnun.
--Virðast margir hafa gleimt þeim brandara eða kannski ekki brandara, Trumps.

Mér virðist nú að Trump hafi raunverulega ekki verið að grínast!

  1. Rétt að nefna að Repúblikanar hafa enn nauman þingmeirihluta í báðum þingdeildum.
  2. Þetta kvá fyrsta "government shutdown" þegar forseti hefur meirihluta þingmanna síns flokks í báðum deildum.

Hinn bóginn, er hópur íhaldssamra Repúblikana sem vilja hafa ríkið sem minnst -- eru fyrst og fremst fókusaðir á niðurskurð; ekki sérdeilis áhugasamir um slíka kostnaðarsama framkvæmd.
--Trump hefur aldrei verið viss um atkvæði þess hóps.

En ef hann getur þvingað Demókrata til að greiða veggnum atkvæði - fengi hann vegginn fram án þess að þurfa að hafa áhyggjur af litlum hópi Repúblikana þingmanna.

Mér virðist ljóst að Trump sé að spila -- í þeirri von að ná þeirri þvingan á endanum fram.

 

Trump segir nú, hann muni ekki samþykkja að "dreamers" fái framlengingu á dvöl í landinu, nema að Demókratar fyrst samþykki fjárlög með fullri fjármögnun á sínum vegg!

  1. Demókratar virðast lítt áhugasamir - kannski geta þeir hugsað sér að láta lokun ríkisstjórnar vara um einhverja hríð.
  2. Þetta er þá spurning um það, hverjum bandaríska þjóðinn kennir málið.

En líklegt virðist að Donald Trump haldi fundi með fólki, þ.s. hann leitist við að setja málið upp þannig -- að það snúist um innflytjendamál fyrst og fremst.
Í von um að fá hópa innflytjenda-andstæðinga að fullu sér að baki.

  1. Hinn bóginn, ef lokun ríkisins heldur áfram -- þá hætta margvíslegar opinberar þjónustur að virka.
  2. Og það er líklegt að skella á almenningi innan tíðar!

Sbr. fólk hættir að fá bæturnar - bætur frá MediCare og MedicAid stoppa.
--Fatlaðir og aldraðir hætta þá að fá sínar bætur.
--Einnig þeir sem eru sjúkir, og eiga réttindi í sjúkratryggingakerfinu opinbera.
Starfsmenn alríkisins fá ekki heldur launin sín!
Og þjóðgarðar reknir af alríkinu loka, t.d. var frétt um að fólk hefði komið að lokuðum dyrum á frelsisstyttunni á laugardag.

  • Það gæti því orðið áhugavert að sjá -- hver fær sökina af hálfu almennings, ef lokun alríkisins helst lengur en nokkra daga.

 

Niðurstaða

Spurning hvort það er ekki rétt að það meinta orðspor sem Trump hélt á lofti í kosningabaráttunni 2016 "dealmaker" hafi ekki beðið verulegan hnekki nú. En deilan um "dreamers" og vegginn hefur nú staðið samfellt a.m.k. síðan nærri mánaðamótum okt./nóv. Trump hefur ávalt sagst síðan hann lokaði alríkisprógramminu er hélt utan um þann hóp einstaklinga - ákvörðun sem hann hefur aldrei raunverulega útskýrt. En er hann lokaði því prógrammi, var þar með engin trygging lengur fyrir því að sá hópur væri ekki rekinn úr landi. Þó sá hópur hefði alist upp í Bandaríkjunum og hefði enga jarðtengingu við það land sem hver og einn þeirra kom frá - sem barn. Fólk komið á fullorðins ár, með vinnu í Bandaríkjunum og skólagöngu.
--Fæstir þeirra virðast hafa orðið ríkisborgarar.

Allan tímann eftir sína ákvörðun, hefur Trump ítrekað sagst elska þetta fólk og það vera sjálfsagt að leita uppi lausn til að það fólk fái áfram að vera í Bandaríkjunum -- en samtímis hefur hann alltaf heimtað að veggurinn sem hann lofaði í kosningabaráttunni, fái fulla fjármögnun.
--Afar kostnaðarsöm framkvæmd, sem meira að segja ekki allir Repúblikanar vilja fjármagna.

Hingað til hefur Trump ítrekað hafnað á 11-stundu þegar samkomulag milli þingmanna flokkanna virtist nálgast höfn.
Þar af leiðandi er mjög erfitt að líta málið með öðrum hætti en þeim --> Að það sé Trump sjálfur sem hafi þvingað fram "government shutdown."

  1. Hann sé að spila þann leik, að þvinga fram lokun ríkisstjórnar sinnar.
  2. Í þeirri von, að hann geti þvingað fram fulla fjármögnun á veggnum.

--Hann m.ö.o. vonist til þess, að Demókratar gefi eftir - til þess að vernda þennan hóp "dreamers."

  • Ég held það hljóti vera í fyrsta sinn, að sjálfur Forseti Bandaríkjanna þvingar fram lokun alríkisins er það lýtur hans stjórn.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. janúar 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 846656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband