Hafði Kim Jong Un sigur á Donald Trump? Það segir Vladimir Vladimirovich Putin

Fyrir tæpri viku sagði Vladimir Vladimirovich Putin forseti rússneska sambandsins, eftirfarandi: ‘Shrewd & mature N. Korean leader has won this round'

I believe, Mr Kim Jong-un has certainly won this round,” - “He has a nuclear [charge] and a … missile with a range of up to 13,000 kilometers that can reach almost any place on Earth or at least any territory of his potential adversary,” - “He is already an absolutely shrewd and mature politician,”

Umfjöllun Reuters um sama mál: Putin says 'shrewd and mature' North Korean leader has 'won this round'

Rétt að muna, að Russia Today "RT" er ríkisfréttamiðill rússneska sambandsins.
Hann mun alltaf túlka allar aðgerðir rússneskra stjórnvalda - yfir jákvætt.

  • Hinn bóginn, er alveg full ástæða að velta fyrir sér því -- hvort Kim hafði betur?

http://fpif.org/wp-content/uploads/2016/12/Kim-Trump-722x361.jpg

Það má auðvitað ekki skilgreina fyrirbærið - sigur, of þröngt!

Kim Jong Un situr undir hertum refsiaðgerðum - sem sverfa harðar að ríki hans en líklega eru dæmi til áður. Það  hafa verið ásakanir um að rússnesk skip rjúfi það herta viðskiptabann og einnig einhver kínverks skip - ásakanir sem ríkisstjórnir beggja hafa hafnað; en skv. þeim ásökunum þá sigla kínversk og rússnesk skip upp að N-kóreönskum skipum úti á rúmsjó - og olíu er lestað á milli skipanna.
--Þannig olíu smyglað til N-Kóreu framhjá viðskiptabanninu af báðum löndum, með  hætti sem þau geta snyrtilega afneitað að eigi sér stað.

Tek fram að ég tek enga afstöðu til þess hvort þær ásakanir eru sannar eða lognar. En nefni þær þó! Bendi þó að að bæði löndin hafa langa sögu þess, að halda N-Kóreu uppi.
--Þannig að þær ásakanir virðast manni ekki þess eðlis, að þær geti ekki staðist.

  • Það sé því a.m.k. hugsanlegt að Pútín og Xi -- séu að fara á bakvið Donald Trump, og rétta með leynd Kim Jon Un hjálparhönd, svo Kim geti haldið velli þrátt fyrir stórhertar alþjóðlegar aðgerðir.

Þó svo að þessar ásakanir séu hugsanlega sannar - þá er það auðvitað eitthvert vesen og kostnaður að þurfa að standa í þessu, í stað þess að skipin sigli beint til rússn. hafna eins og áður, eða kínverskra.

  1. Hvort sem slíkar aðgerðir hafa hjálpað Kim - þá klárlega hefur ríki hans ekki hrunið saman.
  2. Síðasta eldflaugatilraun NK - var vissulega á eldflaug er virðist virkilega hafa "intercontinental" drægi -- þó rétt sé að nefna að ein tilraun er ekki sama og að NK eigi slíkar flaugar tilbúnar á skotpöllum.
  3. En Kim eigi að síður tókst ætlunarverkið sem Donald Trump lofaði að hindra, að stoppa NK í því að koma sér upp kjarnorkuberandi flaugum er gætu hitt Bandaríkin hvar sem er.
  4. Í þeim skilningi - að Kim lafir enn, hvort sem þ.e. smygl rússn. og kínv. skipa er halda NK á floti eða ekki, og Kim ræður enn yfir kjarnavopnum, og Kim að auki virðist ætla að takast það yfirlýsta markmið, að ráða yfir flaugum er geta borið kjarnavopn er geta flogið til hvaða lands sem er á hnettinum.

Þannig að vissulega er unnt að halda því fram í einhverjum skilningi, að Kim Jong Un hafi haft betur gegn Donald Trump.


Niðurstaða

Pútín virðist a.m.k. hafa það rétt fyrir sér að Donald Trump virðist hafa mistekist það verk sem hann tók að sér - að stoppa kjarnorkuprógramm og eldflaugaprógramm NK.

Rétt að benda á að ásakanir um rússneska aðstoð við NK ná til fleiri sviða - á sl. ári bentu sérfræðingar í eldflaugahreyflum á það skv. myndum sem NK hafði sent af prófunum á nýjum eldflaugahreyfli, að sá væri sláandi líkur gömlum sovéskum eldflaugahreyfli. Eftir hrun Sovétríkjanna, væru tvær verksmiðjur er framleiddu þá hreyfla þ.e. í Úkraínu og í Rússlandi. Praktískt séð væri mun auðveldara fyrir Rússland að aðstoða NK með leynd.
--En athygli hefur vakin hröð framþróun eldflaugatækni NK - síðan Kim Jong Un komst til valda, en um nánast stökkbreytingu er að ræða, þrátt fyrir harðar refsiaðgerðir.

Það sé m.ö.o. mjög freystandi að álykta að líklega sé Pútín að leika í þessu máli - tveim skjöldum, meðan hann þykist ekkert vita og hafni allri ábyrð eða vitneskju.
Og þegar stökkbreytt tækni NK sé höfð í huga - geti verið að ásakanir um olíusmygl séu einnig sannar - en það mundi passa í það samhengi, að Pútín væri að spila refskák með NK.

En ef út í þ.e. farið getur Pútín ákaflega litið á NK - sem óþægan ljá fyrir Vesturveldi. Að kostnaður Rússlands við smávægilega aðstoð sé lítilfjörlegur og áhætta nær engin - vs. það sem Rússland hafi upp úr því; þ.e. vaxandi óþægindi og kostnaður fyrir Vesturveldi.

--Smávægileg hefnd Pútíns vegna refsiaðgerða Vesturvelda á Rússland, kannski.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. janúar 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 809
  • Frá upphafi: 846637

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband