Fyrrum forsætisráðherra Tælands hefur flúið land - byltingarstjórn hersins við völd síðan 2014 hefur ekki enn endurreist lýðræði

Forsætisráðherrann fyrrum, Yingluck Shinawatra - er systir Thaksin Shinawatra er fyrst varð forsætisráðherra landsins 2001. En Thaksin Shinawatra var hrakinn í útlegð af hernum 2006.
Í 5-skipti alls hafa ríkisstjórnir flokks Shinawatra fjölskyldunnar verið hraktar frá völdum.
Fyrri flokkur fjölskyldunnar, var bannaður stjórnarskrárdómstól Tælands 2007 - þá strax stofnaður annar flokkur. En nýr flokkur var stofnaður stax sama ár, en einnig leystur upp af stjórnarskrárdómstól Tælands 2008. Þriðji flokkurinn, stofnaður það sama ár - hefur ekki verið bannaður a.m.k. enn með formlegum hætti.

M.ö.o. 3-valdarán hersins og 2-skipti sem má kalla, "judicial coup."
En síðan 2001, hafa flokkar Thaksin fjölskyldunnar, verið ráðandi pólitískir flokkar landsins.
--Ef almennar kosningar eru leyfðar, og kjósendur fá að ráða niðurstöðu.

  1. Tæland er því í þeirri merkilegu stöðu, að vinsælustu stjórnmálamenn landsins.
  2. Eru alltaf hraktir frá völdum - að því er best verður séð, með skipulögðum hætti.
    --Hvort sem beitt er stjórnarskrárdómstól landsins eða hernum.
    --En stjórnarskrárdómstólinn, virðist í tælensku samhengi, valdatæki - frekar en óháður dómstóll.

Deilurnar virðast annars vegar milli svæða innan Tælands.
Og hins vegar milli, ólíkra elíta þeirra svæða!

Eldri umfjallanir:

  1. 2014 - Tæland hefur nánast verið í samfelldri pólitískri krísu í rúman áratug
  2. 2016 - Herstjórnin í Tælandi fær nýja ólýðræðislega stjórnarskrá samþykkta í þjóðaratkvæðagreiðslu er haldin var með ólýðræðislegri aðferð

https://ichef-1.bbci.co.uk/news/660/cpsprodpb/5ED6/production/_97487242_b51b2bd5-f84a-420b-a71f-bf78e8d1895f.jpg

Herstjórnin við völd síðan maí 2014, hefur ítrekað lofað nýjum kosningum - en ekki hefur orðið af þeim enn!

Ég held að vandamál ráðandi afla innan hersins - meðal konungsfjölskyldunnar og hefðbundinna elíta landsins - sé það, að engin leið sé að tryggja að almenningur í Tælandi kjósi rétt.

Herstjórnin, setti þó stjórnarskrá í stað þeirrar fyrri, 2016 - sem tryggir völd hersins óháð því þó kosið sé til þings, þ.s. herstjórnin skipar skv. þeirri stjórnarskrá það marga þingmenn að hún væri við völd samt áfram í landinu -- svokölluð "Öldungadeild" sem skipuð væri yfir hið kjörna þing.

  1. Þrátt fyrir að hafa gengið frá því fyrir ári - hafa ekki kosningar farið fram.
  2. Það eina sem mér kemur til hugar, er að herinn treysti sér ekki í það ástand - að óhjákvæmilega væri kjörið þing; skipað meirihluta til stuðningsmönnum Thaksin fjölskyldunnar.

--Eftir því sem ég best fæ séð, er grunn deilan í landinu - óleyst.

 

Eins og ég benti á 2014

Þá var hin pólit. snilld Thaksin Shinawatra - fólgin í því, að hann fór að verja skattfé ríkisins til uppbyggingar sveitahéraða landsins. Héröð sem fram að þeim tíma, höfðu verið mestu afskipt.
--Landið var fram að þeim tíma, með gríðarlegri svæðisbundinni misskipting hvað hagþróun varðar, þ.e. svæðin í kringum höfuðborgina voru efnahagslega þróuð meðan að í sveitahéröðum mátti enn víða finna sömu búskaparform og verið höfðu í aldir, og virkilega sára fátækt.
--Þátttaka íbúa sveitahéraða í kosningum var einnig tiltölulega lítilfjörleg, íbúar þeirra svæða höfðu lengst af lítil áhrif haft.
--En heilt yfir eru þau héröð - fjölmennari en hin gamla miðja Tælands eða "Síam" upphaflega konungsríkið.

Thaksin Shinawatra, varði peningum í þau svæði - þar varð hröð efnahagleg uppbygging undir hans stjórn - og íbúar þeirra svæða, svöruðu með því að kjósa flokk hans - yfirgnæfandi.

Framhalds stjórnir Shinawatra fjölskyldunnar, héldu fram svipaðri stefnu, að efla svæðin utan hinnar gömlu miðju nærri Bankok -- fengu áfram yfirgnæfandi kosningu íbúa sveitahéraðanna.

  1. Það sem ég botna ekki í, er af hverju flokkar andstæðinga Shinavatra fjölskyldunnar, hafa ekki leitað á þau atkvæða mið -- þ.e. leitast við að keppa um þau atkvæði.
  2. Þess í stað, hafa þeir fókusað á atkvæði frá svæðunum nærri höfuðborginni, notið stuðnings hefðbundinnar elítu þess er mætti kalla, gamla Síam -- og er ómögulegt reyndist að vinna í kosningum; beitt bolabrögðum til að fella stjórnir Shinavatra fjölskyldunnar.

--Eina sem ég kem auga á sem ástæðu, séu fordómar.
--Þ.e. að íbúar "gamla Síam" líti niður á íbúa - sveitahéraðanna.

  • "Gamla Síam" ráði nú í gegnum yfirstjórn hersins, og konungsdæmið.
  • En treysti sér ekki í kosningar, því það mundi birta þá staðreynd að stjórnendur landsins í raun og veru, njóta ekki stuðnings meirihluta landsmanna.

 

Til stóð að dæma Yingluck Shinawatra -- fyrrum ráðherra úr ríkisstjórn hennar nokkrum dögum fyrr dæmdur í 44 ára fangelsi!

Thailand's political trial of the decade explained

Thailand's Yingluck fled at the 'last minute' fearing harsh sentence, say aides

Thailand has no plan to revoke passports of former PM Yingluck, minister says

Fyrir kosningarnar 2011, hafði Yingluck Shinawatra lofað hrísgrjónabændum í Tælandi að tryggja tiltekið lágmarks verð fyrir hrísgrjón - í staðinn fékk tryggði flokkurinn sé yfirgnæfandi atkvæði hrísgrjónasvæða landsins -- Pheu Thai flokkurinn fékk örugga kosningu.
Kosningaloforðið, sem staðið var við, olli töluverðum kosnaði fyrir tælenska ríkið.
Og tælenska ríkið, eignaðir verulegar byrgðir af hrísgrjónum.
--Þessi skortur á dómgreind, eins og það kallast víst í ákærunni - virðist grunnurinn að dómsmálinu, og skv. orðrómi stóð til að dæma hana til 10 ára.

  • Þetta var auðvitað - pópúlismi.
  • En dýr kosningaloforð - þekkjast í mörgum lýðræðislöndum.

--Ég man þess ekki dæmi, að þau hafi leitt til valdaráns hers á Vesturlöndum - síðan dýr kosningaloforð í kjölfarið - notuð sem grundvöllur að dómsmáli.

Vegna þess hvernig dómstólum hefur virst í fortíðinni ítrekað vera beitt - sem hluta af póltík, frekar en sem tækjum til að viðhalda réttlæti.
Þá virðist ólíklegt að stuðningsmenn Thaksin fjölskyldunnar álíti dóma yfir meðlimum ríkisstjórnar Yingluck Shinawatra - réttláta.

  1. Þrátt fyrir allt, hafa ekki orðið nein alvarleg innanlands átök út af þessum langvarandi deilum.
  2. En enn sem fyrr, virðast þær deilur - óleystar.

--En ég fæ ekki betur séð, að þær snúist um völd yfir landinu.

Enn virðast flokkar er sækja fylgi sitt til gömlu miðju Tælands eða "gamla Síam" - ekki treysta sér til atkvæðaveiða til sveitahéraða.
Það er einhver djúpstæð hindrun til staðar - sem liggur í samfélaginu sjálfu!

  • Einhver djúpstæð viðhorf - annaðhvort fordómar eða hefðbundnar elítur sem vilja halda völdum eða svæðisbundinn kúltúr mismunur -- eða kannski allt í bland.

 

 

Niðurstaða

Tæland er ekki illa statt efnahagslega - 20. stærsta hagkerfi heims. Mig grunar að vandinn liggi í mun milli svæða, þ.e. menningu og einhverju leiti fordómum, og a.m.k. að hluta togstreitu um völd milli svæðisbundinna elíta. Að þeir sem réðu Tælandi lengi, hið "gamla Síam" geti ekki hugsað sér að stjórnendur landsins stjórni í valdi atkvæða frá öðrum landsvæðum - þar með, með hagsmuni þeirra svæða í fyrirrúmi.
Hinn bóginn, verði líklega ekki aftur snúið, svæðin er áður voru afskipt - séu það ekki lengur. Efnahagsleg uppbygging hafi náð þangað. Íbúar er þar áður fyrr voru lítt að skipta sér af stjórnun landsins - séu seinni ár með fullan áhuga á framtíð landsins og áhuga á því að kjósa.
--Það sé hin líklega ástæða þess, af hverju flokkar Shinavatra fjölskyldunnar hafa síðan 2001 alltaf virst nánast öruggir með sigur, ef kosið er.
--En í 5-skipti hefur ríkisstjórnum Shinavatra fjölskyldunnar verið bolað frá, með valdaránum hersins eða með notkun stjórnlagadómstóls landsins "judicial coup"; er virðist hafa virkað sem valdatæki frekar en dómstóll - sama um aðra dómstóla, að þeir virðast frekar fúnkera sem valdatæki þegar dómsmál tengjast hörðum pólit. deilumálum.

Það merkilega samt er, að þessi átök hafa ekki a.m.k. enn valdið meiriháttar vandræðum í landinu.
Efnahagur þess hefur ekki hrunið, heldur haldið áfram - á hægri uppleið þó upp á síðkastið.
--En hin eiginlega krísa virðist enn jafn óleyst sem fyrr.
--Það að herinn treystir sér ekki í kosningar, sýni það svo sannarlega.

  1. Kannski óttast herinn, að ef kosið yrði skv. þeirri stjórnarskrá sem herinn bjó til, er fékk í raun og veru mjög takmarkaðan stuðning kjósenda.
  2. Að það gæti skapað þau átök - þegar kosið væri þing, sem líklega meirihluta væri skipað andstæðingum herstjórnarinnar, svokölluð "Öldungadeild" skipuð af hernum síðan stöðugt breytti ákvörðunum hins kjörna þings.

--Ég held að augljóslega, þurfi að efna til stjórnlagaþings í landinu, semja eina stjórnarskrána enn -- í það sinn þurfi þeir sem deila að semja einhverja lausn á klofningnum innan landsins.
--Í því samhenginu, ætti að upphefja pólitíska dóma gegn fyrri ríkisstjórnum síðan 2006.

  • Spurning hvort möguleiki sé á því að menn hafi visku til slíks.

 

Kv.


Bloggfærslur 29. ágúst 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband