Spurning hvort að Donald Trump beiti neitunarvaldi á -- sín eigin fjárlög?

Það áhugaverða er að það getur stefnt í -skuldaþaks- sennu í september. En þegar Bandaríkjaþing snýr úr sumarfrýi, fyrstu helgi í september. Þarf það að hefja strax umræðu um fjárlög!
--Sérstaklega þarf að lyfta svokölluðu skuldaþaki fyrir mánaðamót sept/okt.
--En Mnuchin hefur sagt fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa peninga til 29/9.

Trump blames fellow Republican leaders for debt ceiling 'mess'

Trump faults top Republicans for debt ceiling ‘mess’

 

Af hverju gæti Trump komið til huga að - beita neitunarvaldi?

  1. Um daginn, hótaði Trump að beita neitunarvaldi - ef fjárlagafrumvarpið, þegar það kemur frá þinginu, inniheldur ekki fjármögnun fyrir veggnum fræga á landamærum við Mexíkó - sem hann enn segist vilja reisa.
  2. Síðan, eru líkur á því að Repúblikanar sem vilja ganga lengst í niðurskurði Alríkisins - geri tilraun til þess, að hengja á fjárlagafrumvarpið - harkalegan niðurskurð.
    --Þannig að margvísleg önnur kosningaloforð Trumps verði ekki fjármögnuð hugsanlega heldur, sbr. aukning í framkvæmdum á vegum ríkisins - aukning fjárframlaga til hersins -- hugsanlega ekki bara veggurinn.

Þannig gæti það vel gerst, að ef Trump sér fram á að mikilvæg kosningaloforð - fái ekki fjármögnun.
Að hann beiti neitunarvaldi á eigin fjárlög!

Það gæti orðið áhugaverð senna!
--En Trump hefur verið að hníta í þingleiðtoga Repúblikana!
--Varla batna samskipti þeirra og Trumps - ef Trump fellir eigin fjárlagafrumvarp.

  1. Hingað til hefur það ekki gerst, svo ég viti til.
  2. Að þingið hafi ekki afgreitt skuldaþaks-hækkun, áður en skuldabréf renna út á gjalddaga.

--En það gæti valdið verulegum boðaföllum á skuldabréfamörkuðum, ef Bandaríkin yrðu -þó einungis tæknilega- "default."

Skuldakostnaður Bandaríkjanna þá líklega hækkaði um langa hríð á eftir.
--M.ö.o. að það hefði ekki, skammtíma-afleiðingar.

 

Niðurstaða

Trump virðist algerlega ófeiminn við að hníta í þingleiðtoga og þingmenn hans eigin flokks.
T.d. sagði hann:

"The only problem I have with Mitch McConnell is that, after hearing Repeal & Replace for 7 years, he failed! That should NEVER have happened!" 

McDonnel er þingleiðtogi Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings. McDonnel er örugglega ekki skemmt yfir því að vera kennt um þær ófarir.
En það einnig blasir við, að ef Trump mundi beita neitunarvaldi á eigin fjárlög - mundi hann einnig kenna um sínum eigin þingmönnum fyrir þær ófarir.
--M.ö.o. ekki samþykkja nokkra eigin sök.

Enn sem fyrr gildir, að Trump þarf að hafa stuðning þingmanna Repúblikana.
Annars nær hann engu í gegnum þingið.

Að auki, þarf hann einnig þeirra stuðning, til að hindra -- "impeachment."
--Trump getur því tekið nokkra áhættu, með því að standa í átökum við sína eigin þingmenn.

 

Kv.


Bloggfærslur 25. ágúst 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband