Ný ummæli Donalds Trumps um lætin í Charlotteville - leiða til afsagnar fjölda leiðtoga viðskiptalífsins úr stöðum ráðgjafa við ríkisstjórn Trumps

Atburðarásin í Charlotteville ætlar að draga töluverðan dilk á eftir sér fyrir Donald Trump, en á miðvikudag lokaði Trump tveim -- ráðgjafahópum sem í sátu fulltrúar viðskiptalífs Bandaríkjanna.
--Í kjölfar þess að ljóst var orðið að meirihluti þátttakenda var búinn að ákveða að hætta!
--Miðað við ummæli, er ljóst að viðbrögð Donalds Trumps við atburðarásinni í Charlotteville - er ástæða þeirra afsagna!

Útkoman er þar með sú, að fjöldi forsvarsmanna mikilvægra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum -- nú hafna því að sitja í ráðgjafahópum til aðstoðar núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna!
--Ég get einungis skilið það þannig, að Trump sé nú metinn - of heit kartafla!

Trump's Virginia comments last straw for disenchanted CEOs

Trump jettisons business councils after CEOs quit in protest

 

Hvað gerðist eiginlega í Charlotteville?

  1. Á þessu videói frá "Ruptly" - sjást hægri öfgamennirnir sem voru að mótmæla því að til stæði að fjarlægja styttu af - General Lee - er var yfirhershöfðingi svokallaðra Suður-ríkja í þrælastríðinu á 7. áratug 19. aldar.
  2. Það sést mæta vel - að fjöldi þeirra heldur á fána Ku-Klux-Klan, auk þess að merki þeirra samtaka sést einnig á hjálmum og skjöldum fjölda þátttakenda.
    --Klárlega voru þarna fjöldi meðlima Ku-Klux-Klan viðstaddir.
    Þar fyrir utan, má sjá nokkurn fjölda bera fána Suður-ríkjanna sálugu, auk þess að bregður við stöku - hakakrossfána!
    --M.ö.o. þetta eru - öfgahægrimenn. En engir aðrir fara um með merki Ku-Klux-Klan, eða hakakrssfána í mótmælum á opinberum vettvangi.

  1. Seinnna videóið er lengra - og gefur betri hugmynd um heildarmyndina á því sem gerðist - að auki sést mun betur til lögreglunnar á því; sést vel að lögreglan leitaðist við að halda mótmæla hópunum aðskildum.
  2. Stympingar - virðast ekki vera fjölmennar er þær eiga sér stað, þ.e. tiltölulega fáir úr hvorum hóp - virðast eiga þar þátt.
  3. Bersýnilega mikið um hróp og köll - hvors hópsins á hinn.

--Það sé þó líklega of sterkt, að tala um -- óeirðir.
--Lögreglan virðist mestu halda stjórn á þessu!

  1. Ég get ekki komið auga á það - hvorir eiga upptök af stimpingum.
  2. Á hinn bóginn, kem ég ekki heldur auga á það -- að það blasi við einhver árás "counter protesters" að -- öfgahægrimönnunum.

--Stimpingar virðast framkvæmdar af fáum - þær koma mér ekki sjónir sem, skipulagðar.
--Eitthvað sem gerist, þegar einhverjir fáir -- missa stjórn á sér!

M.ö.o. sé ég ekki einhverja - svaka árás hins mótmælahópsins, á öfgahægrimennina.
Ef marka má Donald Trump - voru þeir hræðilegir, réðust beint að saklausum öfgahægrimönnum!

Styttan umdeilda af General Lee og hermönnum hans

http://gettysburg.stonesentinels.com/wordpress/wp-content/uploads/2015/03/Virginia-4c_2183.jpg

Ný ummæli Donalds Trumps!

Ég sé ekki beint vísbendingu um þessa - árás - á öfgahægrimennina, sem hann talar um!
Mér finnst áhugavert, að hann sjálfur kallar -öfgahægrimennina- "alternative right."

Svo velt ég fyrir mér - hvað hann á við varðandi "without permit"? En það gilda sömu reglur í Bandar. og á Íslandi - að mótmæli séu heimil. Fyrir utan að ég tel afskaplega ósennilegt, að Demókratar sem ráða Charlotteville -- banni vinstri sinnum að mótmæla, meðan þeir amast ekki við mótmælum meðlima Ku-Klux-Klan.
--Þannig að ég held það sé augljóst rugl hjá karlinum þetta að þeir hafi þurft - leyfi.

Þegar hann talaði um - gott fólk í báðum hópum -- það virðist hafa stuðað marga, sérstaklega ef ummæli forstjóranna sem hættu í kjölfarið - eru skoðuð.
--Við skulum segja, að mjög margir efist um það, að meðlimir Ku-Klux-Klan, séu gott fólk.

Transcript: Trump Shifts Tone Again On White Nationalist Rally In Charlottesville

  1. TRUMP: "Ok what about the alt left that came charging — excuse me. What about the alt left that came charging at the, as you say, the alt right? Do they have any semblance of guilt? Let me ask you this, what about the fact they came charging, that they came charging with clubs in their hands, swinging clubs? Do they have any problem? I think they do. As far as I'm concerned, that was a horrible, horrible day. Wait a minute, I'm not finished. I'm not finished, fake news."
  2. TRUMP: "I will tell you something. I watched those very closely. Much more closely than you people watched it. And you have, you had a group on one side that was bad. And you had a group on the other side that was also very violent. And nobody wants to say that. But I'll say it right now. - You had a group, you had a group on the other side that came charging in without a permit and they were very, very violent."
  3. TRUMP: "I'm not putting anybody on a moral plane. What I'm saying is this. You had a group on one side and you had a group on the other and they came at each other with clubs and it was vicious and it was horrible and it was a horrible thing to watch. But there is another side. There was a group on this side, you can call them the left, you've just called them the left, that came, violently attacking the other group. So you can say what you want, but that's the way it is."
  4. TRUMP: "Well, I do think there's blame, yes, I think there's blame on both sides. You look at both sides. I think there's blame on both sides. And I have no doubt about it. And you don't have any doubt about it either. And, and if you reported it accurately, you would say it."
  5. TRUMP: "Excuse me. You had some very bad people in that group. But you also had people that were very fine people on both sides. You had people in that group, excuse me, excuse me, I saw the same pictures as you did. You had people in that group that were there to protest the taking down of, to them, a very, very important statue and the renaming of a park, from Robert E. Lee to another name."

 

Niðurstaða

Í kjölfarið á frammistöðu Trumps í umræðum um rás atburða í Charlotteville. Virðist klárt að Trump er orðinn enn umdeildari en áður -- var hann þó það ærið fyrir.
Ég held það sé alveg ljóst - að Repúblikana flokkurinn er ákaflega klofinn í afstöðu til Trumps í kjölfarið. En fjöldi þingmanna hans hefur hafnað ummælum Trumps - þar sem hann segir nú ítrekað, báða hópana sambærilega slæma. Auk þess virðist stuðningur við Trump - mjög áberandi meðal eldra fólks innan Repúblikanaflokksins, meðan að yngra fólk í honum styður hann að því er virðist síður.
En hafandi í huga, að General Lee fór fyrir her Suður-ríkjanna, að uppreisn þeirra snerist um það, að viðhalda þrælahaldi -- að vörn General Lee, snerist þá um að verja tilverurétt þrælahalds; á sama tíma og ljóst var að Norður-ríkin stefndu að algeru afnámi þess, sem síðar varð er þrælastríðinu lauk.
Þá þykir mjög mörgum það fullkomlega rangt, að skilgreina hópana jafnslæma - þ.e. hóp skipaðan meðlimum Ku-Klux-Klan, og nýnasista sbr. hakakrossa er einnig sjást -- og hins vegar hóp yfirlýstra andstæðinga fasisma og nýnasista.

En ég ítreka það, að almennt er viðurkennt að þrælahald var einn versti glæpur mannkynssögunnar.
Auk þess að vera versti bletturinn á sögu Bandaríkjanna!
--Enda er nú útlit fyrir, að fjöldi stytta af svokölluðum hetjum Suður-ríkjanna verði teknar niður á næstunni -- en 4-styttur hafa verið fjarlægðar síðan á Sunnudag: Confederate Monuments Are Coming Down.

Viðbrögð samfélagsins virðast á þá leið -- tökum þessi tákn Suðurríkjanna sálugu niður sem fyrst!

 

Kv.


Bloggfærslur 17. ágúst 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 118
  • Sl. sólarhring: 180
  • Sl. viku: 201
  • Frá upphafi: 846839

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband