Trump virðist stefna að því að reka dómsmálaráðherra sinn

En Trump hefur sl. 2. vikur sent frá sér röð svokallaðra -tvíta- þar sem hann gagnrýnir Sessions. A.m.k. tvisvar í tvíti hefur hann gagnrýnt Sessions -- fyrir að hafa stigið til hliðar, þannig að Rod Rosenstein, hefur staðið síðan vaktina sem - starfs-dómsmálaráðherra, þegar hefur komið að því að fjalla um rannsókn bandaríska þingsins og FBI á aðilum innan ríkisstjórnar Trumps.
--Um er að ræða rannsókn á meintum eða raunverulegum afskiptum ríkisstjórnar Rússlands af forsetakosningunum 2016.
--Vegna þess, að Sessions er einn þeirra aðila sem rannsókn FBI og þingsins hefur náð til, þá steig hann til hliðar; enda þá um að ræða ákvörðun er viðkom hans persónulegu hagsmunum.

  1. Hinn bóginn er eins og að Donald Trump virði það ekki við Sessions - að skv. reglum um "hæfi/vanhæfi" hafi hann vegna persónulegra tengsla við þær rannsóknir sem um er að ræða; eðlilega verið vanhæfur til þess að fjalla um þau mál.
    --Því rétt verið að stíga til hliðar eins og hann gerði.
    M.ö.o. eðlileg stjórnsýsla af hans hálfu.
  2. Þvert á móti, hljómi gagnrýni Donalds Trumps eins og hann, líti svo á að Sessions hefði átt að hundsa - vanhæfisreglur, og að auki að hann hefði átt að hindra/stöðva - bandaríska þingið í því að fá sérstakan saksóknara, til að rannsaka ofangreind mál.
    --En þegar Sessions steig til hliðar í apríl.
    --Skipaði Rod Rosenstein - Robert Mueller fyrrum yfirmann FBI, sérstakan saksóknara skv. beiðni meirihluta þingsins. Og Mueller hefur síðan unnið að rannsókn ásakana um meint eða raunverulega óeðlileg tengsl aðila nærri Trump og/eða innan ríkisstjórnar Trumps við ríkisstjórn Rússlands - fyrir kosningarnar 2016.
  3. Viðbrögð Trumps nú, mánuðum eftir að Sessions steig til hliðar í þessum tilteknu málum.
    --Virðast á þau leið, að hann líti svo á að Sessions hafi svikið sig.

Trump líklega þungur á brún!

http://www.telegraph.co.uk/content/dam/news/2017/06/16/131977074_AP_Donald-Trump-large_trans_NvBQzQNjv4BqUCYckNcOUmVVnxje3SYnLW69MAdYDrhjcFUQSi4VAWo.jpg

Nýjasta gagnrýni Trumps á Sessions!

Trump: “Attorney-general Jeff Sessions has taken a VERY weak position on Hillary Clinton crimes (where are emails & DNC server) & Intel leakers!” - “So why aren’t the Committees and investigators, and of course our beleaguered A.G., looking into Crooked Hillarys crimes & Russia relations?”

  1. Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða:Rétt að ryfja upp, að James Comey sagði það mat FBI að eyðing e-maila á vefþjóni Clinton, benti ekki til þess að um hefði verið - tilraun til að fela upplýsingar.
    --FBI benti á að allir notendur eyða e-mailum, annars fyllast vefþjónar af opnuðum mailum.
    --FBI rannsakaði eydda maila, en þ.e. hægt að kalla eyddar upplýsingar fram. FBI gekk meira að segja svo langt, að rannsaka vefþjóna þeirra sem höfðu verið í samskiptum við Clinton. Og grafa upp harðdisk sem hafði verið tekinn úr notkun.
    ::Sagan um tíndu meilana virðist -- ekki staðreyndum skv.
  2. Síðan sagði Comey, að FBI hefði ekki tekist að sína fram á -- gagnaleka.

Þannig að Trump hefur nákvæmlega ekki neitt fyrir sér með þessar ásakanir!
Má eiginlega segja að hann sé að halda því fram að FBI-hafi logið.

 

Enda fékk Trump strax gagnrýni á þessa sendingu!

Republican lawmakers rally around Sessions as Trump intensifies pressure

Trump steps up attacks on attorney-general

"Lindsey Graham, a Republican senator from South Carolina - “highly inappropriate” -- “prosecutorial decisions should be based on applying facts to the law without hint of political motivation”."

"Mitch McConnell, Senate majority leader: Sessions "is doing a fine job and made the right decision to recuse himself from the Russia matter.""

Adam Kinzinger, Republican representative: “Mr. President, maybe just try a meeting? This is beneath the office - of any held office - from city councilman to POTUS,” 

Það sem er einnig áhugavert við gagnrýni Trumps á Sessions.
Að Sessions var fyrsti áhrifamaðurinn innan Repúblikanaflokksins, sem gekk til liðs við framboð Donalds Trumps -- mánuðum áður en Trump náði útnefningu Repúblikanaflokksins.
--Greinilega er þakklæti Trumps til Sessions ekki lengur til staðar!

Sjá viðtal við Donald Trump þ.s. hann meðal annarra hluta, segist aldrei hefði skipað Sessions ráðherra -- ef hann hefði vitað af því að Sessions mundi stíga til hliðar: Excerpts From The Times’s Interview With Trump.

 

Niðurstaða

Erfitt að skilja gagnrýni Donalds Trump forseta Bandaríkjanna á Jeff Sessions með öðrum hætti en þeim. Að hann hafi viljað að Sessions hefði hundsað grunnregluna um hæfi/vanhæfi - þ.e. að ef þú ert undir ásökun persónulega, þá fjallar þú ekki um málið. Þess í stað - stígur þú til hliðar sem ráðherra í því máli, og skipar varamann í hlutverk ráðherra um það tiltekna mál.
--Það einmitt gerði Sessions í apríl sl. og varamaður Sessions skipaði sérstakan saksóknara skv. beiðni þingmanna beggja flokka!

Trump virðist hreinlega líta þetta sem svik í tryggðum við hann af hálfu Sessions.
Og virðist vera að efla sig upp í það að reka Sessions.

Áhugavert að nokkrir þingmenn Repúblikana hafa risið upp Sessions til varnar.
--En Trump þarf sín sjálfs vegna að muna, að hann hefur ekki efni á því að þingmenn Repúblikana flokksins verði of pyrraðir á honum.
--En þingið eftir allt saman, má reka forsetann úr embætti - sbr. svokallað "impeachment" ferli, en Demókratar hafa ítrekað heimtað slíkt - það þarf ekki nema nokkra þingmenn Repúblikana til að styðja þá kröfu, að þingmeirihluti fyrir slíku geti orðið til.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. júlí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 154
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 237
  • Frá upphafi: 846875

Annað

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 226
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 141

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband