Pólland tekur stór skref í átt að einræði -- lýðræðistilraun Póllands er þá lokið!

Pólland virðist eins og Þýskaland gerði á 4. áratugnum - hafa kosið lýðræðið í burtu. En síðan flokkurinn er kallar sig - Lög og Réttlæti - var kjörinn til valda innan Póllands. Hefur flokkurinn skref fyrir skref veikt þær stofnanir sem eru þau tæki sem viðhalda nútíma lýðræðisríkjum.

Fyrst var það stjórnlagadómstóllinn og fjölmiðlar - og nú eru það dómsstólar landsins.
--En miðvikudag í sl. viku og sl. fimmtudag tókst valdaflokki Póllands, skammstafaður "PIS" að knýja í gegnum þingið, lög sem að fullu virðast afnema sjálfstæði dómstóla landsins - og leggja dómsvaldið algerlega undir þingið.

  • Það þíðir að sjálfsögðu, að "PIS" þar með fer þá með öll raunveruleg völd í landinu.
  • 3-skipting valds hefur þar með, með öllu verið afnumin í Póllandi!

Subjugation of the courts to political control seen as ‘a denial of European values’

  1. "PiS deputies last week pushed through two bills that give the justice minister the power to fire the heads of lower courts and give parliament greater control over the body that appoints judges."
    -Með þessu er almenna dómskerfið sett undir beina pólitíska stjórnun.
  2. "On Thursday they passed another that will force all Supreme Court judges to step down — except for those kept on by the president."
    --Sem tryggir þá að einungis verði í æðsta dómstól Póllands, einstaklingar skipaðir af PIS.
  • Þegar þessu er bætt við það, að flokknum hefur tekist að setja stærstu fjölmiðla landsins undir beina pólitíska stjórnun flokksmeðlima.

--Þá er umbreyting Póllands fullkomnuð, yfir í kerfi afar svipað því er Pútín forseti Rússlands kom þar á, eftir 2003.
--Það verða áfram kosningar, en PIS muni tryggja að lítil hætta stafi af tilraunum stjórnarandstöðu, með beitingu dómstóla - fjölmiðla og lögreglu!

--Þessu má einnig líkja við umbreytingu Tyrklands nýverið í einræðisríki!

Takið eftir hvernig varadómsmálaráðherra Póllands túlkar þetta:

"Marcin Warchol, the deputy justice minister..." - “If we do not ensure a minimum of democratic control over the judiciary, there will be no counterbalance for the growing corporatism of judges. And that would mean the creation of a new order: a judiciocracy instead of democracy,”

  • En málið er, að grunn prinsipp nútíma lýðræðislanda - er 3. skipting ríkisvalds, þ.s. dómsvald er sjálfstætt frá hinu pólitíska valdi, þ.e. ekki undir hinu kjörna þingi, né ráðherrum einstakra ráðuneyta - síðan fer þingið eitt með valdið til lagasetningar - og í 3. lagi fer ráðherra með framkvæmdavald.
    --Þ.e. misjafnt eftir löndum, hve rækilega er klippt á milli þessara 3ja sviða.
    --En hvergi tíðkast það, að ráðherrar eða þingmenn eða forseti geti rekið dómara!
  1. Öfugt við það sem margir halda -- er dómsvaldið æðsta valdið í reglukerfi, þ.s. stjórnmálamenn verða að fara eftir lögum, og dómstólar mega dæma ráðherra sem og þingmenn seka, ef á þá sannast ávirðingar fyrir dómi.
    --En kerfið byggist á "rule of law" þ.e. er reglukerfi.
  2. Pópúlískir einræðisherrar - hinn bóginn, gjarnan halda því fram að -- æðsta valdið eigi alltaf að vera fólkið. En það sé vegna þess, að þeir vilja sannfæra fólkið um að brjóta niður það reglukerfi -- sem tryggir að fólkið verði ekki svipt þeim grunnréttindum, sem vernduð eru af kerfi með 3-skiptingu valds.

    --Einmitt af slíku erum við vitni - en "PIS" hefur fullyrt að stofnanir Póllands séu setnar af "óvinum fólksins" og það sé því mikilvægt, að hreinsa til innan þeirra!
    --En um leið og "PIS" fær það vald, sem felst í algerri pólit. yfirtöku á öllum þrem sviðum valds, þ.e. dómsvaldi - löggjafarvaldi og ríkisvaldi!
    --Þá að sjálfsögðu snúast þær hreinsanir um það akkúrat það sama - og hreinsanir Erdogans í Tyrklandi, þ.e. að hreinsa út alla aðra innan þeirra stofnana, en trygga flokks-sauði!

--En einmitt sú aðgerð felur í sér grunn kerfisbreytingu, þ.e. umbreytingu yfir í einræðiskerfi.
--Þó svo að áfram verði kosið í Tyrklandi og Póllandi, eins og í Rússlandi í dag - og var einnig viðhaft í Sovétríkjunum í gamla daga; þá verði kosningarnar meiningarlitlar.

  • Þ.e. kjósendur verði sviptir þeim möguleika, að þeirra atkvæði geti haft áhrif á stjórnun landsins.
    --En þetta er þ.s. pópúlískir einræðisherrar gera, þ.e. í nafni lýðræðis, afnema þeir lýðræðið.
  1. Fylgismenn þeirra gjarnan fullyrða að það sé nóg til að uppfylla skilyrði um lýðræðislegt val!
  2. Að kosið sé á 4-ára fresti, að meirihluti kjósenda mæti, og að þeir kjósi valdaflokk landsins meirihluta talsins.

En þá leiða menn hjá sér, að þannig var það einmitt í valdatíð kommúnistanna í A-Evrópu.
En skv. lögum urðu allir að mæta til að kjósa, sem þeir gerðu.
Og kosningar voru í reynd ekki leynilegar, þannig að allir kusu - rétt!
--En þegar valdaflokkurinn stjórnar dómstólunum, er unnt að dæma hvern sem er í fangelsi fyrir hvað sem er sem hentar þeim valdaflokki á hverjum tíma!

 

Niðurstaða

Það er stórfelld kaldhæðni að Jaroslaw Kaczynski sem barðist gegn stjórn Kommúnista á sínum tíma. Tók þátt í baráttu "Samstöðu" gegn Jaruselski síðasta leiðtoga kommúnista í Póllandi. Var þar með einn af helstu baráttumönnum þess, að tekið væri upp lýðræði í Póllandi.
Skuli nú sjálfur standa fremstur í brúnni við það verk að jarða það lýðræði nú nærri 28 árum síðar!
Það er útlit fyrir að pólska lýðveldið 1989-2017 verði nokkurs konar Weimar lýðveldi Póllands.

  1. Pólland.
  2. Ungverjaland.
  3. Tyrkland.

--Virðast nú öll á sambærilegri siglingu, í þá átt að færa kerfið yfir í eins flokks kerfi, þar sem kosið verður áfram, en án þess að kjósendur hafi nokkur raunveruleg áhrif lengur.
--Með því að ganga svo langt sem "PIS" í Póllandi virðist hafa gert, standi flokkurinn sennilega mjög nærri þeim stað -- að geta staðið fyrir sýndarréttarhöldum, eftir að hafa komið dómstólum undir beina pólitíska stjórnun.
M.ö.o. að flokkurinn geti hótað pólitískum andstæðingum því, að þeir verði hnepptir í fangelsi.
Eins og við höfum orðið vitni sl. ár í Tyrklandi!
--M.ö.o. héðan í frá standi pólit. andstæðingar "PIS" frammi fyrir því sem raunverulegri hættu, að þeir verði handteknir og dæmdir fyrir sakir - af pólit. rótum.
--Þessu verði líklega beitt nú eins miskunnarlaust af PIS, og við höfum orðið vitni sl. 12 mánuði í Tyrklandi!

 

Kv.


Bloggfærslur 21. júlí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband