Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum

Það áhugaverða er að hegðan hans virðist gefa vísbendingu í þá átt að hann átti sig ekki sjálfur alveg á því - að hann geti verið í vandræðum af þess konar tagi að þau geti komið honum í fangelsi.
--En Donald Trump yngri, eins og komið hefur fram í öllum alþjóða fjölmiðlum, birti umdeilda e-maila þ.s. hann greinilega samþykkir að mæta á fund með - rússneskum lögfræðingi.

  1. Þ.e. greinilegt af þeim e-mailum - að hann vissi að lögfræðingurinn væri rússneskur.
  2. Og hann mætti á þann fund, vegna þess að skv. þeim e-mailum var honum talin trú um að til stæði að falbjóða honum -- gögn um Hillary Clinton, er sögð voru skaðleg fyrir hennar framboð.
  • Þannig virðist e-mail syrpa hans, uppfylla skilyrði í bandarískum kosningalögum, er banna að erlendir einstaklingar geri tilraun til þess að hafa áhrif á bandarískar kosningar.
    --Í almennum bandr. hegningarlögum, er bandarískum einstaklingum að sjálfsögðu bannað að aðstoða við lögbrot.

Donald Trump yngri, 39 ára

--Í þessu tilliti skiptir engu máli hverrar þjóðar útlendingur er.
--Málið sé að um útlending sé að ræða, sem sé að falbjóða skaðlegar upplýsingar - ætlað að hafa áhrif á bandarískar kosningar!

Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
  2. A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.

Punkturinn er sá - eins og kemur fram - að erlendur einstaklingur má ekki taka þátt í tilraun til að hafa áhrif á bandaríska kosningahegðan!

Og það líklega dugar til að koma Donald Trump yngra í vanda -- ef hann mætti til fundarins með það í huga að falast eftir upplýsingum af erlendum einstaklingi - í því skini að hafa áhrif á bandarískar kosningar.
--M.ö.o. þurfi það ekki endilega til að kaupin hafi farið fram!

 

Tilvitnanir í nú fræga e-maila Trumps yngra

'I love it': Donald Trump Jr

On June 3, 2016, Mr Goldstone emailed Mr Trump Jr to say that Aras Agalarov had been given "very interesting" information from the crown prosecutor of Russia "which would incriminate Hillary and her dealings with Russia and would be very useful to your father."
Mr Goldstone wrote: "This is obviously very high level and sensitive information.
"I can also send this information to your father, but it is ultra sensitive so wanted to send to you first."

Mr Trump Jr replied 17 minutes later.
"If it's what you say I love it especially later in the summer," he wrote.

On June 6 Mr Goldstone emailed again, offering to put Mr Trump Jr in touch with his client, Emin Agalarov.

Mr Trump Jr agreed to speak to the singer, who Mr Goldstone explained was on stage performing, but would be able to speak to him 20 minutes later.

The following day, Mr Goldstone emailed Mr Trump Jr again.
"Emin asked that I schedule a meeting with you and the Russian government attorney who is flying over from Moscow for this Thursday."

Mr Trump Jr replied: "Thanks Rob appreciate you setting this up." 

Ms Veselnitskaya then met Mr Trump Jr at Trump Tower on June 9 2016, and has described the president’s son as being desperate for information which would damage Mrs Clinton, saying they “wanted it so badly”.

--Donald Trump yngri -- klárlega vissi að hann var að hitta erlendan einstakling.
--Eins og ég benti á, ef maður notast við kosningalög Bandar. - ofangreindar lagagreinar.
--Þá skiptir engu máli hverrar þjóðar útlendingurinn sé.
--Það sem máli skipti, að blátt bann sé við því, að falast eftir upplýsingum frá erlendum einstaklingi í þeim tilgangi að hafa áhrif á bandarískar kosningar.

Þetta sé ekki -treason- þ.s. líklega sé ekki unnt að sanna að Veselnitskaya hafi verið á fundinum á vegum rússneskra stjórnvalda!
Ég þekki ekki viðurlög gagnvart brotum á bandarískum kosningalögum -- en grunar að þau séu ekki nándar nærri eins alvarleg, og gagnvart ásökun um "treason."

  • Þetta geti þítt, að Donald Trump yngri - geti mögulega lent í fangelsi.

 

Niðurstaða

Eins og ég nefndi í gær - líklega mundi faðirinn náða soninn, þ.e. veita honum forsetanáðun, ef hann mundi fá á sig dóm út af fundinum með Veselnitskayaju.
Hinn bóginn, mundu réttarhöld vera óskaplegt drama.
Auðvitað tröllrýða fjölmiðlaumræðu meðan þau mundu standa yfir.

Burtséð frá endanlegri niðurstöðu þeirra.
--Hvernig sem því máli vindur, þá er ljóst að hneyskslismál tengdum framboði sjálfs núverandi forseta Bandaríkjanna - eru komin afskaplega nærri honum sjálfum.

  1. Það verður áhugavert að fylgjast með stöðumati þingmanna Repúblikanaflokksins.
  2. Sérstaklega í Fulltrúadeild Bandaríkjaþaings.

En þar fara fram kosningar 2018.
Ef óvinsældir forsetans vaxa frekar meðal þjóðarinnar.
Gæti vilji a.m.k. Fulltrúardeildar-Repúlikana til að standa með forsetanum, dvínað.

Ef skoðanakannanir fara að líta mjög illa út um sumarið 2018, þá gætu þingmenn Repúblikana í Fulltrúadeild farið verulega að ókyrrast um sína stöðu.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. júlí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband