25 bandarísk ríki virðast hafa neitað að starfa með rannsóknarnefnd sem Trump skipaði til að rannsaka meint kosningasvik

Ef einhver man ekki eftir málinu - fullyrti Donald Trump skömmu eftir forsetakosningarnar, að víðtæk kosningasvik hefðu orðið - er hefðu dregið úr ljóma kosningasigurs hans.
--En Trump hefur alltaf fullyrt að hann hafi einnig unnið "the public vote" þ.e. einnig fengið meirihluta atkvæða á landsvísu - en skv. kosningatölum fékk hann ca. 3 milljónum færri atkvæði en Hillary Clinton.
--Trump nefndi aldrei nokkrar sannanir fyrir sínum fullyrðingum.
--Ég heyrði aldrei nokkurn mann innan Bandaríkjanna, sem ekki voru Trump stuðningsmenn -- taka undir þær ásakanir.

Trump’s voting commission asked states to hand over election data. Some are pushing back.

States refuse Trump commission request for U.S. voter data

 

Tump eigi að síður gaf út tilskipun um skipun rannsóknarnefndar, og sú sendi í vikunni bréf til fylkja Bandaríkjanna þ.s. farið var fram á gögn!

Af viðbrögðum að dæma - virðist gríðarleg tortryggni ríkja gagnvart þeirri rannsóknarnefnd í fjölda fylkja.
--Ætla ekki að fullyrða neitt, en fjöldi samsæriskenninga fljúga um - um meintan raunverulegan tilgang nefndarinnar, sem skv. þeim kenningum er þá annar en yfirlýst markmið hennar.

  1. Ein vinsæl kenning virðist vera - að til standi að búa til lysta yfir kosningasögu einstaklinga -- svo Repúblikanar geti í framtíðinni, beitt honum sér til hagsbótar.

    “It looks like they’re putting together a database of who people voted for,” - “Democrat, Republican, independent, everybody should be outraged by that." - "This is from the same people, from Kris Kobach to Donald Trump, who’ve tried to make it harder for people to vote, and this seems like a step in the process." - "If the Obama administration had asked for this, Kris Kobach would be holding a press conference outside the Capitol to denounce it.

  2. Önnur vinsæl "vote suppression" - þ.e. að greiningin verði notuð, til þess að breyta lögum þannig, að erfiðara verði fyrir tiltekna hópa að - kjósa. T.d. með því að herða reglur um persónuskilríki - en fólk virðist ekki alltaf vera með slík í Bandar. Fátækt fólk geti veigrað sér við því - ef það þá þarf að standa í auknu veseni til að kjósa.

    “This is an attempt on a grand scale to purport to match voter rolls with other information in an apparent effort to try and show that the voter rolls are inaccurate and use that as a pretext to pass legislation that will make it harder for people to register to vote,”

Þetta er sennilega vísbending um þá tortryggni er nú ríkir milli Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum - að því sé einfaldlega ekki treyst af hinum aðilanum; að tekið verði á málum með sanngjörnum hætti.

Upplýsingar sem nefndin vill:

"...trove of information, including names, dates of birth, voting histories and, if possible, party identifications." - "The letters also asked for evidence of voter fraud, convictions for election-related crimes and recommendations for preventing voter intimidation — all within 16 days."

Eitt er víst að þetta eru upplýsingar af því tagi sem hægt er að misnota.

Ef þú hefur nöfn - hvaða flokk viðkomandi kaus mörg ár aftur í tímann.
Þá eru það auðvitað - töluvert gagnlegar upplýsingar hugsanlega, fyrir flokksmaskínu.

Það virðist einmitt útbreidd trú a.m.k. í fylkjum þ.s. Demókrata meirihluti stjórnar, að ekki sé unnt að treysta nefndinni sem Trump hefur skipað.

  1. Nefndarformaður segir að einungis sé beðið um -- upplýsingar sem þegar eru "on public record."
  2. En einstök fylki úr hópi 50 - fullyrða að sumt af því sem óskað sé eftir, sé ekki "public record" og vilja meina að a.m.k. sumt sé ólöglegt að veita nefndinni.

--Ekki treysti ég mér til að rengja hvora fullyrðinguna!

 

Niðurstaðan

Ætli að viðbrögðin við rannsóknarnefndinni hans Trumps - sé ekki ein byrtingarmynd þeirrar gjár sem er nú til staðar í innanlands pólitík í Bandaríkjunum, þ.s. útbreitt vantraust beggja fylkinga líklega hafi aldrei verið meira.

En líklega sé einnig rannsókn Trumps, vísbending um slíkt vantraust -- þ.e. hann og hans fólk, hafi vantreyst gögnum frá fylkjum þ.e. kosninganiðurstöðum - án þess að hafa nokkuð í höndunum.
--Nema kannski, eigin tilfinningu.

Einnig vantreyst yfirlýsingum sérfræðinga í meðferð kosningatalna.
M.ö.o. sé staðan orðin sú, að hvort fylkingin fyrir sig - treysti því ekki að hin fylkingin fylgi reglum rétt eftir.
--Vantreysti síðan sjálfkrafa gjarnan yfirlýsingum, þeirra sem séu taldir pólitískt litaðir fulltrúar hinnar fylkingarinnar.

  1. Það sé að sjálfsögðu ákaflega hættulegt lýðræðinu í Bandaríkjunum, það útbreitt vantraust.
    --Ég veit ekki til þess að nokkrar umtalsverðar sannanir hafi nokkru sinni komið fram, um meiriháttar kosningasvik.
    --Hvorki á seinni árum, né fyrir síðustu kosningar.
  2. En ásökunin um -spillt lýðræði- hefur sögulega séð verið notuð af þeim, sem vilja afnema lýðræði.
    --Útbreidd trú um slíkt - jafnvel tilhæfulaus trú af slíku tagi, getur leitt til stuðning einstakra kjósendahópa við einræði.
    --Útbreitt djúpt vantraust, getur leitt til hruns lýðræðiskerfis.

--Vegna algers skorts á sönnunum í tengslum við þessa umræðu um meinta spillingu kosningakerfisins, þá skil ég ekki alveg þessa útbreiddu trú á kosningasvik - meðal sumra hópa Bandaríkjamanna, sem m.a. nefndarformaðurinn Kobach virðist haldinn -- en hann hafi t.d. ítrekað á undanförnum árum, gert tilraunir til að kæra meint svik, en alltaf verið rekinn til baka af dómstólum.

  • Sérkennilegt fyrirbæri - fullvissa án nokkurra sannana!
    --Eiginlega fyrirbærið - þráhyggja.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. júlí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband