Í Riyadh, boðaði Donald Trump: samstöðu gegn Íran, einangrun landsins; samvinnu með Saudi Arabíu og arabaríkjum við Persaflóa og Mið-austurlöndum, gegn hryðjuverkum

Þið getið lesið ræðu Donalds Trump í Haretz: Full Transcript of Trump's Speech to the Muslim World From Saudi Arabia. Það sem er merkilegt við ræðuna:

  1. Donald Trump, segir ekki eitt einasta styggðaryrði um Íslam - heldur segir Múslima helstu fórnarlömb hryðjuverka á plánetunni -- þvert á móti, talar um -- þörf fyrir samstöðu meðal ríkja Múslima gegn öfgaöflum af hverskonar tagi, er boða hatur og standa fyrir drápum á fólki.
    --Ekkert við það að athuga!
    --Töluverð U-beygja við fyrri yfirlýstar skoðanir, þ.s. hann talar í ræðu sinni ekki lengur með gagnrýnum hætti, um Íslam.
  2. Íran er greinilega --> Meginvandamálið þegar kemur að útbreiðslu hryðjuverka.
    --Þetta ætti engum að koma á óvart, sem hafa fylgst náið með málflutningi Trumps, eins og ég hef gert síðan heilu ári áður en hann náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna.
    -->M.ö.o. alla tíð aftur í kosningabaráttu sína, talaði hann um Íran á þessum nótum.
    Merkilega margir á hinn bóginn - veittu því ekki athygli.
    Í ræðunni, boðar hann - einangrun Írans.
    Sem er eiginlega, afturhvarf til fyrri stefnu - þ.e. fyrir kjörtímabil Obama.
  3. Hann boðar, samstöðu með Arabalöndunum --> Sem ekki ætti heldur að koma nokkrum á óvart, er raunverulega veitti því athygli -- hvað Trump sagði í sinni kosningabaráttu.
    --En í henni, gagnrýndi hann Obama harkalega -- fyrir meint samstöðuleysi, við helstu bandamenn Bandaríkjanna í Mið-austurlöndum.
    --Þessu veitti ég athygli - mánuðum áður en hann náði kjöri.
    ::Hefðbundnir bandamenn Bandar. eru - flóa Arabar höfðingjarnir, ásamt Saudi Arabíu - Ísrael náttúrulega - Egyptaland og Jórdanía.
    --Tyrkland er síðan með - sem Múslimaland sem ekki er Arabaland.
    Þannig að stefnan sem fram kemur í ræðunni, er algerlega í samræmi við það sem hann boðar í kosningabaráttunni.
  4. Hann boðar þ.s. hann nefnir:
    "We are adopting a Principled Realism, rooted in common values and shared interests."


Mér virðist þetta afturhvart til fyrri stefnu Bandaríkjanna -- sem mætti nefna, stuðningur við einræðisstjórnir!

Hugmyndin er þá --> Stöðugleiki "uber alles."

Þegar Trump talar um -"relism"- væntanlega á hann við --> Að Bandaríkin taki upp fyrri siði.
--Að starfa gagnrýnislaust með einræðislöndum.

Fræðimenn hægra megin í litrófinu -- hafa einmitt lagt það til, að Bandaríkin starfi með þessum hætti.
--M.ö.o. engar lýðræðistilraunir.
--Ekki styðja við, uppreisnir gegn starfandi einræðisherra, ef slík brýst fram.

  1. Í gegnum gervallt Kalda-stríðið, störfuðu Bandaríkin með þessum hætti.
  2. Víða um heim, var fjöldi oft afar banvænna einræðisstjórna - meðal helstu bandamanna Bandaríkjanna.

Hver man ekki eftir - Somoza í Nicaragua?

  • En með þessu, eru Bandaríkin auðvitað - að fórna þeirri grunn hugmynd, að lýðræðislönd - boði lýðræði.
  • Og að þau styðji við mannréttindi, hvar sem þau geta - fordæmi þá sem brjóta þau.

--Það að Trump tók við -- Erdogan um daginn.
--Er auðvitað í takti við þessa -- nýju gömlu stefnu!

Það er rétt að ryfja upp í þessu samhengi, að Bandaríkin studdu þá einræðisherra - sem drápu oft mjög mikinn fjölda af fólki - fyrir utan Saddam Hussain, drap enginn þeirra fleiri en Suharto af Indónesíu.
--Sumir segja, allt að milljón.

Í takt við þá stefnu, studdu Bandaríkin undir 10. áratuginn - Saddam Hussain, eða þangað til að morðæði Saddams varð slíkt, að það fór að kulna um þau samskipti.
--Sbr. morð á 180þ. Kúrdum, 1988.
--Greinilega skipti um milljón manna mannfall í stríði Saddams við Íran - engu máli.

Það má nefna - skítugt stríð Pinochets í Chila, og nærri eins blóðugt morðæði herforingjanna er sátu í Argentínu langt fram eftir 9. áratug 20. aldar.

 

Einhverju leiti má segja, að ræðan feli í sér vissa stöðvun á þeirri - lýðræðisbylgju sem hófst 1989 er A-tjalds kommúnistaríkin hrundu!

Rétt samt að hafa í huga - að Bandaríkin fóru langt í frá alltaf vel út úr - stuðningi við einræðisherra.

T.d. töpuðu þau harkalega Víetnam stríðinu -- en að vísu þá tók ekkert betra við fyrir fólkið í því landi, er kommúnistarnir í N-Víetnam tóku þar yfir.
--En gagnrýnisleysi Bandaríkjanna á þeim árum um alvarleg mannréttindabrot stjórnarinnar í Saigon, líklega stuðlaði að vantrausti íbúa S-Víetnams gagnvart Bandaríkjunum.
--Að auki, sennilegt að sá stuðningur, hafi veikt stuðning þeirra íbúa -- við baráttunna gegn innreið kommúnisma í þeirra land.

Sama má segja um, Nicaragua.
--En líklega stuðlaði gagnrýnislaus stuðningur Bandaríkjanna, að þeim víðtæka stuðningi íbúa landsins - við skærusveitir Sandinista, er á endanum höfðu betur og tóku höfuðborgina.
--Meðan að ef Bandaríkin hefðu stuðlað að, skárra stjórnarfari - er a.m.k. ekki eins augljóst -- að sú róttæka vinstri hreyfing, hefðu áunnið sér - slíkan fjölda stuðning.

Íran er einnig mjög gott dæmi um það sama.
--En áralangur gagnrýnislaus stuðningur Bandaríkjanna, við keisarastjórn Resa Palavi.
--Mjög líklega breiddi út vantraust á Bandaríkjunum meðal íbúa Íran, þ.s. hatur á ríkisstjórninni hafi leitt til - haturs á Bandaríkjunum og vantrausts.
--Það hafi síðan, leitt til þess mikla fjöldastuðnings - er uppreisn íslamista í Íran fékk undir stjórn Khomeinis.

Kúba er að auki, dæmi um það sama!
--Að gagnrýnislaus stuðningur Bandaríkjanna, líklega leiddi til þess að íbúar landsins - fóru að hata og vantreysta Bandaríkjunum að sama skapi og þeir hötuðu einræðisherrann.
--Það hafi líklega hjálpað mjög uppreisn Castos - er hún hófst, að afla sér fjölsastuðnings.

  1. Punkturinn er sá, að ef Bandaríkin með fullkomlega gagnrýnislausum hætti - styðja stjórnvöld sem eru víðtækt hötuð í landi X.
  2. Þá sé líklegt, að hatur íbúa á stjórnvöldum - beinist smám saman einnig að Bandaríkjunum.

En það má til viðbótar þessu öllu, nefna Írak!
--En ég er mjög öruggur á því, að áralangur stuðningur Bandaríkjanna - við Saddam Hussain.
--Stjórn sem líklega drap um 1,7 milljón manns, á stjórnarárum sínum.
--Hafi stuðlað að víðtækri totryggni og hatri á Bandar. - sem enn gæti í dag.

  • Er eitthvað furðulegt við það -- að ef Bandaríkin styðja stjórn, sem viðheldur lögregluríkis ástandi í sínu landi - fremur mjög alvarleg mannréttindabrot á íbúum - er mjög óréttlát - fólk er myrt af ríkisstjórninni fyrir andóf.
    --Að þá fyllist fólkið í því landi, smám saman sömu andúð á Bandaríkjunum og ríkisstjórninni?

Þessi Bandaríkja-andúð hefur síðan viðhaldist í: Kúpu, Víetnam, Nicaragua og Íran - alveg samfellt æ síðan!

M.ö.o. Bandaríkin misstu þ.s. hafði verið bandalagsland.
Með hætti sem virðist ætla að vera - varanlegur.

  • Rétt að nefna, í ljósi kenningarinnar um stöðugleika einræðis-stjórna, að það er ekki til nokkurt heimsögulegt dæmi um einræðisstjórn - sem ekki hefur fallið á einhverjum enda!

 

Niðurstaða

Það má líklega segja - að opinber heimsókn Erdogans til Bandaríkjanna, segi það ákaflega vel hver er stefna Trump, sem hann nefnir --> "Principled Realism" en er hann tók á móti Erdogan, þá talaði Trump um það - að samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna - aldrei hefðu verið betri.

Nú hrósar Trump í hástert, á fundinum í Riyadh - konunginum af Saudi Arabíu, og furstunum sem ríkja yfir arabafurstadæmunum við Persaflóa -- og lýsir yfir með þeim; samstöðu gegn hryðjuverkum.

Hann tekur síðan Íran sérstaklega út fyrir sviga - sem megin ógnina í Mið-austurlöndum, helsta útbreiðsluland óstöðugleika og hryðjuverka á svæðinu.
--Orð sem hljóma vel í Riyadh og höfuðborgum annarra landa araba.

Nánast öll eru lönd Araba sem fyrr - einræðislönd.
--Áhugavert, að um helgina var kynnt um úrslit í almennum kosningum í Íran, þ.s. forseti landsins náði endurkjöri.
--> En kaldhæðnin er slík, að mun meira lýðræði er í Íran, en í nokkru Arabalandi - fyrir utan Túnis --> Að auki, er líklega ástand mannréttinda betra í Íran, en í nokkru Arabalandi, nema aftur Túnis.

En sem fyrr <--> Er bandalag Bandaríkjanna og Arabafursta - bandalag um hagsmuni.
Þannig að "Principled Realism" þíðir væntanlega ekki síst - samtrygging sameiginlegra hagsmuna ríkisstjórna Bandaríkjanna og einræðisstjórna í Arabalöndum.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. maí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband