Spurning hvort Trump rekur einnig - "acting director Andrew McCabe" sem tekið hefur yfir sem æðstráðandi FBI

Ástæða þess að ég segi þetta - er að Andrew McCabe hefur í raun og veru sagt, Donald Trump fara með staðlausa stafi.
--Og í annan stað, var hann "defiant" er hann sagði -- engan geta stöðvað rannsóknarvinnu FBI!

Miðað við þau ummæli - er Andrew McCabe vart hátt skrifaður hjá herra Trump.
En eftir brottrekstur Donalds Trump á James Comey - hefur Andrew McCabe hlaupið í skarðið.

Andrew McCabe var næstráðandi James Comey

Áhugaverð ummæli Andrew McCabe!

  1. “I can confidently tell you that the majority — the vast majority — of FBI employees enjoyed a deep and positive connection with director Comey.”
    --> Sem virðist andæfa orðum Trumps þess efnis, að Comey hefði tapað trausti innan FBI.
  2. “There has been no effort to impede our investigation to date. Simply put, you cannot stop the men and women of the FBI from doing our job,”
    --> Skv. því virðist hann nánast segja - að starfsmenn FBI-mundu finna sér leiðir til að halda rannsókninni lifandi - þó tilraunir væru gerðar til að stöðva hana.
  3. "He vowed to inform the committee if the White House attempted to put political pressure on the FBI or on him personally over the agency’s probe."
    --> En McCabe sagði þetta, er hann bar vitni fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins, sem er með eigin rannsókn í gangi, samhliða rannsókn FBI.
  4. "Mr McCabe, CIA director Mike Pompeo, director of national intelligence Dan Coats, and National Security Agency director Mike Rogers all said they agreed with the intelligence committee’s assessment that Russia had interfered in the 2016 election."
    --> Ég skil þetta þannig, að McCabe ætli að halda áfram verki James Comey innan FBI-að keyra fram rannsókn FBI-á einstaklingum sem tilheyra ríkisstjórn Trumps.

--Það sé því góð spurning, hvort að Donald Trump hefur náð nokkru fram, með því að reka James Comey.
--Andrew McCabe hefur eiginlega með mjög skýrum hætti, í vitnaleiðslu sinni fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins --> Látið Trump vita að FBI-verði Trump ekki auðsveipt!

 

Niðurstaða

Í gær benti ég á það, að Trump gæti lent í vandræðum með FBI-ef hann gerði tilraun til þess, að setja yfir stofnunina yfirmann -- er væri hans maður, í tilraun til þess að koma FBI-beint undir Hvíta-húsið: Trump gæti lent í fleiri -> Lekamálum. Ef hann gerir tilraun til þess að binda endi á rannsókn FBI á málum tengdum aðilum innan ríkisstjórnar hans.

Mér virðist viðbrögð Andrew McCabe - benda sterklega til þess.
Að sá grunur minn styðjist við góð rök!
--M.ö.o. að starfsmenn FBI-mundu leita leiða, til að eyðileggja allar tilraunir Trumps til þess að stöðva óþægilega rannsókn FBI-á málum einstaklinga er tilheyra ríkisstjórn Trumps.

 

Kv.


Trump gæti lent í fleiri -> Lekamálum. Ef hann gerir tilraun til þess að binda endi á rannsókn FBI á málum tengdum aðilum innan ríkisstjórnar hans

En í þessu samhengi --> Er best að nota Watergate málið sem samanburð.
En það hrannast upp merkilega margir þættir, sem eru - keimlíkir.

  1. Nixon sannarlega rak ekki yfirmann FBI -- en J. Edgar Hoover lést 72. ára að aldri 1972 - sem Nixon notaði sem tækifæri til að setja mann sem hann persónulega treysti; sem yfirmann FBI.
    --Í tilraun sem Nixon fór ekkert leynt með, að koma FBI undir stjórn Hvíta-hússins.
  2. L. Patrick Gray - var á endanum neyddur til afsagnar apr. 1973, eftir að hann var staðinn að því að eyðileggja gögn - tengd Watergate rannsókninni; sem þá var í gangi innan FBI.
  • Tilraunir Nixons og Gray - til að þagga niður og binda endi á rannsókn FBI-á Watergate.

--Leiddi til sennilega frægasta leka sögunnar, þ.e. er einn af næstráðendum Gray's innan FBI - "associate director W. Mark Felt."
--Fór að leka gögnum í blaðamanninn, Bob Woodward, hjá Washington Post - undir dulnefninu "Deep Throat."

Með því að leka reglulega gögnum - sem Felt hafði aðgang að, sem einn af helstu yfirmönnum FBI.
--Þá hélt hann sögunni stöðugt lifandi í fjölmiðlum!
--Þannig viðhélt hann með lekum sínum stöðugt þrýstingnum á Hvíta-húsið!

  • Nixon var langt í frá - óvinsæll lengi framanaf.
    --Vann t.d. yfirburða kosningasigur eftir að Watergate málið var búið að gjósa upp síðla árs 1972.
  • En hann entist ekki lengi í embætti sitt seinna kjörtímbil.

Richard Nixon og Donald Trump

https://www.democracynow.org/images/story/55/34955/full_hd/S8_TRUMP_NIXON.jpg

Enn er að sjálfsögðu ekki vitað fyrir víst - að tilgangur Trumps sé að binda endi á óþægilegar rannsóknir FBI-á einstaklingum innan ríkisstjórnar hans!

En, einhver þarf þá að benda Trump á það, að Richard Nixon fór ekki vel út úr sinni tilraun á sínum tíma -- að skipa sinn mann í FBI.
--Og síðan gera tilraun til þess, að beita honum fyrir sinn vagn.
--Að loka á óþægilegar rannsóknir.

Trump hefur þegar orðið fyrir margvíslegum óþægilegum lekum - sem sennilegt virðist, að hafi komið úr röðum - starfsmanna CIA.

Manni hefur virst augljóst - að margir starfsmenn CIA - hafi persónulega verið reiðir Trump.
Fyrir það, með hvaða hætti Trump hefur talað um CIA - sérstaklega, og leynistofnanir Bandaríkjanna almennt.

En Trump beinlínis staðhæfði að CIA og aðrar leynistofnanir - væru ótrúverðugar.
Í kjölfar þess, að deilur risu upp um meint eða raunveruleg óeðlileg tengsl eða samskipti samstarfsmanna Trumps -- við sendiherra Rússlands, fyrir kosningar áður en Trump var orðinn forseti.

  • Rannsókn FBI-á þeim tengslum - er enn í gangi.

Mjög margir vilja meina - að tilgangur Trumps sé að binda endi á þá rannsókn.
Með því að skipa sinn eigin - mann yfirmann FBI.

--Tja, alveg með sama hætti, og Richard Nixon reyndi á sínum tíma.

 

Niðurstaða

Spurning hvort að Trump hefur kynnt sér söguna í tengslum við Watergate málið. En það eitt, að hóta fólki innan ráðuneyta og stofnana - öllu illu, ef það lekur í fjölmiðla.
--Er langt í frá trygging þess, að það verði engir lekar.

Í tilviki FBI-er um að ræða stofnun með - stofnunar-kúltúr sem leggur áherslu á sjálfstæði stofnunarinnar.
Manni virðist því a.m.k. hugsanlegt, að ef Trump gerði sambærilega tilraun, og Richard Nixon.
Að koma beinni stjórn Hvíta-hússins á FBI. Þá gæti sambærileg - innri uppreisn innan FBI endurtekið sig. Og þeirri er Nixon lenti í, er háttsettur starfsmaður FBI-vísvitandi vann gegn markmiðum Nixons. Að binda endi á óþægilega rannsókn FBI-tengd Watergate málinu - með sinn mann innan FBI að vopni.

Þá m.ö.o. gætu lekamál hafist fyrir alvöru.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. maí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband