Trump greinilega bálreiður yfir vitnisburði Michael Flynn á föstudag, en í kjölfarið hefur snjóað Twítum frá Trump

Það fyrsta var eftirfarandi, þann 2. des:

Þetta þótti mörgum benda til þess, Trump væri að viðurkenna hafa vitað að Flynn hefði logið að FBI er hann rak Flynn.

Síðar daginn eftir bætti Trump við eftirfarandi:

Og síðan nokkrum mínútum síðar:

Bendi á að skv. niðurstöðu FBI-sem Comey kynnti 2016 eða fyrir forsetakosningarnar það ár; var það niðurstaða FBI að fjöldi eyddra meila væri í takt við eðlilega notkun - sjá gamla færslu: 30.000 e-mailar Clintons - stormur út af engu!

En hafið í huga að FBI - lét rannsaka alla diskana sem notaðir voru af Clinton. Með hátæknileiðum er unnt að framkalla eydda maila að nýju. Þær ræddu við þá sem sendu Clinton maila og fengu að líta á tölvur þeirra og þjóna. Skv. lýsingu Comey var þetta mjög ítarleg rannsókn.

Þannig að án vafa komst FBI að því, yfir hvaða tímabil mailum var eytt - sem sé af hverju matið sé að - um hafi verið að ræða, eðlilega noktun.

M.ö.o. eyði allir mailum, því annars fyllist allt af lesnum mailum. Ef viðkomandi fær mikinn fjölda meila dag hvern -- sé rökrétt að fjöldi daglegra eyddra meila sé töluverður.

  • 30.000 mailar eru ekki nema: 90 eyddir mailar per dag, ef miðað væri við 1 ár.
    --Og Clinton var lengur en eitt heilt ár, utanríkisráðherra.

M.ö.o. hefur þetta "controversy" um 30.000 eyddu mailana -- alltaf verið pólitísk froða.
Trump sé með pólitíska froðu er hann fullyrði að miklum fjölda maila hafi verið eytt - allt í einu - að um "coverup" sé að ræða.
--Engar vísbendingar um slíkt séu til staðar.

Trump sendi frá sér síðan eftirfarandi á sunnudag:

Næsti kom skömmu síðar:

Og hann bætti síðan um betur:

Sannast sagna kem ég ekki auga á nokkra skynsama ástæðu að efast um niðurstöðu FBI sem Comey kynnti 2016 - en eins og ég benti á að ofan; er fjöldi eyddra meila ekkert ótrúlegur - þegar mið er tekið af líklegum fjölda maila sem streymt hafa um þjóninn.

Megin spurningin sem FBI rannsakaði, var hvort unnt væri að sýna fram á tjón Bandaríkjanna - m.ö.o. það að Clinton rak meilana á þjóni í hennar einka-eign, hafi orsakað leka á leyndargögnum af vefþjóninum.

Svar Comey var einfaldlega að - FBI hefði ekki tekist að færa sönnur á slíkt.
Skv. lögum væri það smávægilegt brot - að hafa vistað mail gögn á einka-vefþjóni.

--En ef leyndargögn hefðu lekið með sannarlegum hætti, hefði það orðið að dómsmáli.

Comey taldi það líklegt að leyndargögn hefðu lekið - en þ.s. FBI þyrfti að sanna sekt, væri það mat Comey og stofnunarinnar að málið væri ekki hæft til dómtöku.

M.ö.o. hafi Clinton sloppið með skrekkinn.
--Ekkert bendi til þess að Clinton hafi persónulega með nokkrum hætti grætt á þessu.

  1. Ástæður þess að Trump talar þarna um "dishonest agent" er frásögn Comey af fundi sem hann átti með Trump í Hvíta-húsinu þ.s. einungis þeir tveir voru viðstaddir og því til frásagnar.
  2. Comey sagði Trump hafa óskað eftir því að Comey hætti að rannsaka Flynn.

Þess vegna vakti það svo mikla athygli -- er það virtist að Trump væri að ofan að viðurkenna að hafa vitað að Flynn hefði logið að FBI --> Er hann átti það samtal í Hvíta-húsinu við Comey.

Menn hafa sagt "obstruction of justice" þ.e. með þessu hafi Trump viðurkennt tilraun til að hindra framgang réttvísinnar - með því að vita Flynn hafa verið staðinn að "Federal crime" og hafa þá óskað eftir því við þáverandi yfirmann FBI að rannsókn FBI á Flynn væri hætt.

  1. Greinilega tekur lögfræðingur Trumps þetta alvarlega, því hann sagði á Sunnudag að það hefði verið hann, en ekki Trump, er hefði skrifað fyrsta Twítið umrædda; og baðst afsökunar á klaufaskap sínum við að semja textann.
  2. Margir líklega gruna að hann sé þarna að bjarga Trump úr klemmu. Því engin leið sé líklega þar með að sanna - að Trump hafi skrifað það tiltekna Twít.

Trump tweets about Russia probe spark warnings from lawmakers: "Trump’s attorney, John Dowd, told Reuters in an interview on Sunday that he had drafted the Saturday tweet and made “a mistake” when he composed it."

Margir líklega munu trúa því mjög hóflega að Dowd hafi raunverulega samið það Twít.

 

Niðurstaða

Endurtek að ég sé enga ástæðu að ætla að rannsókn FBI á mail máli Clintons hafi með nokkrum hætti farið óeðlilega fram. Þvert á móti virðist mér Comey hafa sýnt með því að hefja aftur rannsókn einungis 11 dögum fyrir kosningar - sem augljóslega kom Clinton afar illa. Að Comey var ekkert í því að gera Clinton greiða. Rétt að muna að Trump lofaði þá mjög Comey fyrir að hafa opnað rannsóknina að nýju. En síðan var henni aftur lokað rétt fyrir fyrir kosningar. Þá er líklegt að Clinton hafi ekki átt raunhæfa möguleika á að laga skaðann fylgislega séð.

Hinn bóginn var það ákaflega greinilegt að Trump vildi að rannsókn FBI héldi áfram, og henni lyktaði með dómsmáli -- Comey hafi þá aftur auðsýnt með því að loka málinu að nýju.
Að hann lét ekki heldur Trump þrýsta honum til að gera þ.s. hann taldi ekki rétt.

Mér virðist þar með þvert á móti, málið allt sýna að Comey hafi hagað málinu án tillits til póltísks þrýstings - hvort sem er frá Demókrötum eða Repúblikönum.

Comey virðist mér einmitt sjaldgæft dæmi um embættismann með raunverulegt "integrity."

Aftur á móti hefur Trump mjög lengi verið þekktur fyrir að fara mjög frjálslega með sannleikann -- twítin hans sýna einnig vel fram á það, m.ö.o. röflið að 30þ. mailum hafi allt í einu verið eytt eftir að þingið hefði óskað eftir þeim.

Það sé fullyrðing sem hann hafi nákvæmlega ekki neitt fyrir sér um - sérstaklega á sama tíma eftir að FBI hafði tjáð allt aðra niðurstöðu úr sinni rannsókn.

Ég trúi miklu mun fremur Comey en Trump.

  • Mér virðist hegðan Trumps um helgina honum sjálfum bersýnilega til minnkunar.

 

Kv.


Bloggfærslur 4. desember 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband