Ný skattalög í Bandaríkjunum veita millistétt skattaafslátt í 8 ár, en fyrirtækjum skattaafslátt til frambúðar

Þetta atriði verður væntanlega notað í næstu kosningaherferð í Bandaríkjunum af Demókrötum. En skv. könnunum er vel rúmur meirihluti Bandaríkjamanna andvígur skattafrumvarpinu sem báðar deildir Bandaríkjaþings hafa nú samþykkt.
--Reiknað fastlega með því að Donald Trump skrifi undir!

Sjá ágætt yfirlit: Whats in the final Republican tax bill

Breytingar á tekjuskattsþrepum einstaklinga gilda frá 2018 - 2026.

  • Athygli vekur að hætt var við afnám erfðaskatts fyrir einstaklinga - er gilti einungis fyrir eignir umfram 5 milljón dollara; þess í stað var það þrep hækkað í 10 milljón dollara -- sem væntanlega fækkar mjög verulega þeim er borga þann skatt síðar meir.
  • Einfaldað er kerfi í tengslum við - persónuafslátt einstaklinga. En persónuafsláttur einstaklinga var hækkaður - en á móti afnumið margvíslegt þ.s. einstaklingar áður máttu draga frá. Kerfið þannig einfaldað - sumir græða/sumir tapa.
    --Sérstakur frádráttur af skatti fyrir hvert barn, 2-faldaður.
  1. Skattur hlutafélaga lækkaður í 21% úr 35%.
  2. Skattur á fyrirtæki sem ekki eru hlutafélög "pass-through" lækkar í 29,6%.
  3. Svokallaður "alternate minimum tax 20%" fyrir hlutafélög er lagður niður -- en sá gilti ef skattstofn endaði ella lægri en það hlutfall.
  4. Bandaríkin hætta að skattleggja hagnað af starfsemi fyrirtækja sem skráð eru í Bandaríkjunum - á erlendri grundu. Sem líklega kemur sér mjög vel fyrir risafyrirtæki með starfsemi í fjölda landa utan Bandaríkjanna.
  5. Fyrirtækin greiða í eitt skipti skatt á erlendan hagnað sinn - síðan ekki söguna meir.
  6. Hinn bóginn --> Er lagður lágmarks skattur á greiðslur og peningafærslur frá rekstri innan Bandaríkjanna, til reksturs í eigu sama fyrirtækis á erlendri grundu. Að auki settar takmarkanir á tilfærslu "intangible assets" t.d. "patent."
    --Fyrir viku sendu fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB bandaríska þinginu kvörtun út af þessu ákvæði -- og hótuðu gagnaðgerðum.
    --Sennilega á þetta, að hamla gegn þeirri venju stórfyrirtækja - að flytja mikilvægar eignir í eigu fyrirtækisins til lágskattasvæðis; og láta síðan annan rekstur borga stórfé til eignarhaldsfélags varðveitt í skattaparadís.
    **Þannig séð getur þetta ákvæði skoðast sem áhugaverð nýung!
  7. Fyrirtæki fá að úrelta fullt andvirði nýfjárfestingar í nýrri verksmiðju eða búnaði frá fyrsta ári, sem lækkunar sinna skatta --> Þetta ákvæði gildi einungis í 5 ár.
    --Líklega vonir til þess ákvæðis að það leiði til snöggrar aukningar fjárfestingar -- Trumpurinn að hugsa til kosninga 2020.
    --Ef hann næði kjöri, mundi það ekki skipta hann máli þó ákvæðið falli niður.
  8. Þak sett á lækkun skatta sem fyrirtæki geta fengið vegna skulda -- þ.e. 30% af tekjum er mynda skattstofn.
    --Þetta dregur væntanlega verulega úr skattahagræði fyrir verulega skuldug fyrirtæki.
    --Hinn bóginn, kannski þíði það - að ekki verði lengur eins skattalega hagkvæmt að láta fyrirtæki safna miklum skuldum.
  9. Skattahagræði fyrir svokallaða -- græna orku, er viðhaldið óbreyttu.

 

Það sem án vafa verður mest gagnrýnt!

"OBAMACARE MANDATE: Repeals federal fine imposed on Americans under Obamacare for not obtaining health insurance coverage, a change expected to undermine the 2010 healthcare law."

Málið er að "Affordable Care Act" skildaði tryggingafélög að selja tryggingu til allra.
Tilgangur þess að gera það að skildu fyrir alla að kaupa tryggingu.
Var sá að dreifa áhættunni fyrir tryggingafélög þ.s. svo þau fengu fleiri lágáhættu tryggingar á móti - tryggingum með háa áhættu.

--Þannig að þá fjölgar líklega tryggingafélögum sem fara að tapa fé á þeim tryggingapúlíum sem "ACA" bjó til.

Enda hrósaði Trump sé með því að segja:

"We have essentially repealed Obamacare and we’ll come up with something that will be much better,"

Betra í hvaða skilningi -- en óhjákvæmilega munu tryggingafélög bregðast við óhagstæðari "púlíum" með því að hækka iðgjöld til þeirra sem enn verða eftir í "púlíunum."

Þau áhrif bætast þá við áhrif -- forsetatilskipunar Trumps, sem felldi niður opinbera styrki alríkisins til fátækra kaupenda. En þeir fólu í sér að alríkið greiddi ca. helming á móti fátækum tryggingakaupanda.

--Niðurfelling þeirra styrkja mun á nk. ári klárlega fækka þeim sem geta fjárfest í tryggingum um milljónir.
--Dýrari iðgjöld vegna óhagstæðari púlía - fækka þeim enn frekar.

Republican U.S. tax bill deals biggest blow yet to Obamacare

"The nonpartisan Congressional Budget Office said 13 million people will lose coverage over the next decade, and insurance premiums will rise 10 percent annually for most years over the same period."

Þetta þíðir einfaldlega að ótímabærum dauðsföllum Bandaríkjamanna - fjölgar um þúsundir per ár, þ.s. án tryggingar þarf viðkomandi að greiða lækningar fullu verði.

Það þíði, að fátækir njóta ekki fríðinda heilbrigðiskerfisins - hafa eingöngu aðgengi að neyðarmóttökum sjúkrahúsa.
Leita sem sagt eingöngu aðstoðar þegar þeir eru orðnir alvarlega veikir.

Nettó áhrif þar af leiðandi - - verra almennt heilsufar fátæks fólks, er líklega leiði til meðalskerðingar lífaldurs fátæks fólks innan Bandaríkjanna.

 

Niðurstaða

Skattabreytingar fyrirtækja geta styrkt efnahag fyrirtækja - á hinn bóginn er óvíst að því mundi fylgja eins mikil aukning fjárfestinga og vonast er eftir. En eigendur væru líklegir til að taka a.m.k. einhvern drjúgan hluta þessa viðbótar fjármagns sem eftir verður í fyrirtækjum til sín í formi arðgreiðsla.

Ef það mundi verða meginútkoman að eigendur taki féð til sín með aukningu arðgreiðsla - mundu skattabreytingarnar verulega auka á auð eigenda fyrirtækja.

Á sama tíma og lífskjör fátækra Bandaríkjamanna eru stórskert með því að gera þeim mun erfiðar um vik með að eignast heilbrigðistryggingar.

Samtímis renna tekjuskattlækkanir einstaklinga út 2026.

--Þannig að hrópað verður að skattabreytingarnar auki verulega bilið milli ríkra og fátækra.
--Það kemur í ljós þegar næst verður kosið í Bandaríkjunum 2018 til Fulltrúadeildar, hvort Demókrötum tekst að nýta sér skattabreytingarnar með þeim hætti að afla sér fylgis.

  • Augljóslega vex persónulegur hagnaður Trumps - en sem eigandi fjölda fyrirtækja er persónuleg hagnaðarvon hans augljós.
    --Einhverjir pólitískir andstæðingar munu nota það.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. desember 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 183
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 266
  • Frá upphafi: 846904

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 254
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband