Stefnir í Trump verði að sætta sig við transfólk innan hersins

Í júlí á þessu ári sendi Donald Trump frá sér tilskipun þar sem svokölluðu - transfólki, var bannað að starfa innan hersins. En bann tilskipunin gekk það langt, að ekki átti að vera nóg að banna transfólki að vera hermenn - þeir áttu ekki fá að gegna nokkru starfi á vegum hersins.

Sjá umfjöllun mína: Donald Trump forseti Bandaríkjanna - bannar transfólk í bandaríska hernum.

Tilvitnun - Donald Trump: "After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military," - "Our military must be focused on decisive and overwhelming victory and cannot be burdened with the tremendous medical costs and disruption that transgender in the military would entail,"

Þetta er auðvitað alger þvættingur -- tilskipunin mætti tafarlaust víðtækri andstöðu innan hersins - og það voru hermenn sem komu fram til að óska eftir lögbanni.

U.S. military must accept transgender recruits by Jan. 1, judge rules

Justice Department reviewing options after ruling on transgender recruits: White House

http://img.thedailybeast.com/image/upload/v1491941164/articles/2017/02/22/bully-trump-s-new-target-transgender-students/170222-Trump-Guidance-on-trans-rights-tease_arrzac.jpg

Innan bandaríska heraflans hefur lítill fjöldi hermanna síðan Obama heimilaði formlega transfólk í hernum 2016 - starfað fyrir opnum tjöldum!

Mótbáran að það sé sérstaklega erfitt - kostnaðarsamt, að hafa slíka hermenn.
Að það skapi vandamál tengd móral innan hersins.
Eru sömu mótbárur og heyrðust á sínum tíma, þegar rætt var að heimila konum að vera hermenn.
--Þetta er mjög einfalt, þ.e. ekki stærra vandamál.
--Meint vandamál í tengslum við móral reyndust ekki vera fyrir hendi.
--Og kostnaður að sjálfsögðu langt í frá vandamál, enda bæði kyn þá lengi búin að starfa innan hersins.

Að sjálfsögðu að nokkur fjöldi hermanna koma fram 2016 - sýni að nokkur fjöldi transfólks hefur starfað árum saman innan hersins, án vandamála sem nokkur hafi veitt athygli.

  1. Eins og kemur fram í frétt, gaf Obama út 2016 tilskipun um formlega innskráninu nýrra yfirlýstra transhermanna -- James Mattis hafði frestað dagsetningunni til jan. 2018.
  2. Skv. úrskurði Colleen Kollar-Kotelly alríkisdómara í Washington, skal herinn standa við jan. 2018, m.ö.o. fylgja fyrirframgerðri áætlun um að veita móttöku transfólki sem yfirlýstir trans einstaklingar hefðu áhuga á herþjónustu.

Colleen hafnaði því að bann tilskipun Trumps fengi að standa meðan verið væri að fjalla um hana á æðra stigi innan bandaríska dómskerfisins.

Annars vegar skv. þeim rökum að herinn hefði haft nægan tíma til undirbúnings.
Og hins vegar að líklegt væri að bann við transfólki teldist mismunun skv. bandarískum lögum og stjórnarskrá - því væntanlega brot á hvoru tveggja.

Skv. Sarah Sanders er ríkisstjórn Trumps alls ekki á þeim buxunum að gefast upp í baráttu sinni fyrir því að - fá bann við transfólki innan hersins í hrint í framkvæmd:

"The Department of Justice is currently reviewing the legal options to ensure the president’s directive is implemented,"

 

Niðurstaða

Það er mjög greinileg staðfesting þess hversu fullkomlega forpokaður Donald Trump er, auk þess að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna virðist í engu skárri hvað það varðar; þessi barátta ríkisstjórnar Trumps fyrir því - að fá svokallað transfólk bannað við öll störf hverskonar innan bandaríska heraflans, ekki einungis sem hermenn.

Afstaðan er að sjálfsögðu fullkomlega úrelt.
Og í engu samræmi við þekktar staðreyndir.
En greinilega i samræmi við þekkta fordóma!

  • Á 21. öld er algerlega það algerlega úrelt hugsun, að banna einstaklinga á grunni þess hvað þeir eru.
    --Slíkt að sjálfsögðu flokkast undir mismunun, augljóst brot á prinsippinu, allir séu jafnir fyrir lögum.

 

Kv.


Ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands ætlar að snúa við þeirri þróun að Nýsjálendingum er búa í tjöldum fjölgar sífellt

Áður nefndi ég baráttu Vancouver borgar við vaxandi húsnæðisvanda í Vancouver: Getur Reykjavík beitt lausn Vancouver borgar til lausnar skorti á leiguhúsnæði?.

Skv. frétt Financial Times, virðist afskekktasta milljónaþjóð í heimi, Nýja-Sjáland eins og Ísland, búa við hratt vaxandi húsnæðisfátækt: New Zealand looks to ban foreigners from buying houses.

Nýja-Sjáland er sennilega það land með yfir milljón íbúa sem er í mestri fjarlægð frá öðrum milljónaþjóðum!

http://www.lib.utexas.edu/maps/australia/new_zealand_physio-2006.jpg

Skv. OECD er um 0,9% Nýjasjálendinga á húsnæðishrakhólum!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/nzwqbyy.png

Eða m.ö.o. um 40.000 Nýjasjálendingar án húsnæðis.

  • Þetta kvá skv. OECD vera hæsta hlutfall húsnæðisleysis í þróuðum iðnríkjum.

Höfum í huga að Ísland er í OECD - þannig að fullyrðing OECD gerir örugglega ráð fyrir Íslandi, þó að ofangreind mynd sýni ekki Ísland.

"The price of land and building has been increasing exorbitantly while the level of building of affordable homes has dropped off enormously."

“The market for housing in New Zealand is completely broken,”

"The big change in homelessness is the number of working families struggling to find homes and pay rent,”

  1. Þetta virðast vera vandamál sem komi Íslendingum kunnuglega fyrir sjónir - þ.e. húsnæðisverð og leiga hafa samtímis rokið upp.
  2. Verkafólk á lægstu launum á í hratt vaxandi vanda því sífellt aukið hlutfall fólks í lægri launaþrepum - hafi ekki efni á eigið húsnæði, né því að greiða leigu.

Þegar sami vandi birtist í Vancouver - London - Reykjavík og Auckland.
Er greinilega í gangi - hnattrænn vandi.

  1. Skv. fjölda hagfræðinga - að sögn FT - tengist þetta útbreiðslu lágvaxtaumhverfis á Vesturlöndum.
  2. En að sögn þeirra ónefndu hagfræðinga sem FT sé í tengslum við, leiði lágvaxtaumhverfi til hækkunar eignaverðs - þ.e. landverðs sem og húsnæðisverða, þar með einnig að auki leiguverðs.
    Vegna þess að fjársterkir aðilar í leit að -rentum- leita í eignir í vaxandi mæli.

--Í samræmi við slíka greiningu, hyggst ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands, banna útlendingum kaup á fasteignum og landareignum í Nýja-Sjálandi.

--Auk þess, ætlar ríkisstjórnin að - skattleggja "húsnæðispekúlanta" á þann veg, að leggja sérstakan skatt á -- ef húsnæði er selt innan 5-ára.

"Like many countries in the aftermath of the 2008 financial crisis, the former New Zealand government sold off state housing and has failed to build enough affordable homes. The number of social houses owned by Housing New Zealand peaked at 68,148 in 2011, compared with 61,323 in 2017."

--Það minnir einnig á vandann hér - að það skorti félagslegt húsnæði.

  1. "As well as banning foreigners from buying existing homes,"
  2. "the coalition plans to build 100,000 affordable homes,"
  3. "stop sell-offs of state housing,"
  4. "and provide more funding for homeless initiatives."
  5. "It also wants to tax housing speculators, who will be defined as anyone who sells a house within five years of buying it."

Þetta eru töluvert aðrar aðgerðir sem rætt er um í Vancouver.
Hinn bóginn þá er Vancouver borg - ekki ríkisstjórn lands.

  • Það sem samt sem áður áhugavert að horfa á aðgerðir Vancouver borgar, og Nýja-Sjálands í samhengi.
  • Augljóslega getur Ísland ekki bannað - - landkaup og húsnæðiskaup útlendinga.

Reykjavíkurborg getur sannarlega aukið framboð af lóðum.
Ríkið og borg getur lagt meira fé til þess að berjast við húsnæðisfátækt.
Hvort sem ríkið og borgin, geta staðið fyrir byggingu ódýrs húsnæðis.

--Svo hugsa sé að aðgerðir Vancouver borgar séu virkilega verðar athygli.

 

Niðurstaða

Það sem sést á umfjöllunum mínum um hugmyndir Vancouver borgar að lausn húsnæðisvanda.
Og um vanda Nýsjálendinga þegar kemur að lausn húsnæðisvanda.
--Að Ísland og Íslendingar standa langt í frá einig í þeirri glímu.

Hinn bóginn þá verða lausnirnar væntanlega að spretta fram innan hvers lands.
Það er þá áhugavert að sjá hvaða leiðir önnur lönd ætla að fara.
--Þarna eru a.m.k. 2-nokkuð ólík dæmi um leiðir til lausnar sama vanda.

Mér virðist sannarlega unnt að skoða leið Vancouver borgar, og baráttu Nýsjálendinga.
Og beita því í leit að nothæfum lausnum hér á Íslandi.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. desember 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband